Heilbrigðismál Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. Innlent 29.4.2021 10:24 Útskúfunin hættulegri þessum einstaklingum en fitan „Ég er komin á þann stað, að ef þú ætlar ekki að fræða þig og ef þú ætlar ekki að gera betur, nennirðu að sleppa því að tala. Bara plís,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir um fitufordóma. Lífið 29.4.2021 08:30 Alþingi vill svör frá heilbrigðisráðherra Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Skoðun 29.4.2021 07:30 Konur eiga betra skilið Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Skoðun 28.4.2021 12:31 Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt að sumir sérfræðilæknar innheimti aukagjald Heilbrigðisráðherra segir algerlega óásættanlegt að sumir sérfræðilæknar innheimti sérstakt gjald af þjónustu sinni við sjúklinga sem þeir einir standi undir. Á næstunni verði gefin út reglugerð um að læknum sem innheimti þetta gjald verði ekki endurgreiddur kostnaður sem annars heyri undir hlut sjúkratrygginga í kostnaði sjúklinga. Innlent 27.4.2021 16:59 Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. Innlent 27.4.2021 12:29 Fékk sýkingu eftir sýnatöku á landamærum og neyddist til að sæta tveggja vikna sóttkví Íslendingur sem kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum segist hafa fengið sýkingu í nefkok vegna sýnatökupinna eftir skimun á landamærum. Hann hafnaði í kjölfarið að gangast undir seinni sýnatöku og gagnrýnir að það hafi ekki verið fyrr en málinu var skotið til dómstóla sem sóttvarnayfirvöld féllust á að taka mætti sýni úr hálskoki. Hann sætir enn sóttkví ásamt maka sínum á sóttvarnahótelinu við Rauðarárstíg sem lýkur í fyrramálið. Innlent 26.4.2021 23:01 „Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. Innlent 26.4.2021 19:19 Síðasta æviskeiðið og lífslokin Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Skoðun 26.4.2021 14:35 Björgum heilbrigðiskerfinu Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Skoðun 26.4.2021 09:00 104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. Innlent 26.4.2021 08:55 Smáhús í Reykjavík Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Skoðun 25.4.2021 16:30 Rekstrarkostnaður hjúkrunarheimila Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Skoðun 24.4.2021 12:01 Það er enginn glæpur að vera sjúklingur eða fátækur Við viljum að lágmarkslífeyrir öryrkja og eldri borgara fylgi lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði. Það hefur verið staðreynd um margra ára skeið að lágmarkslífeyrir öryrkja og eldri borgara sé allt of lágur miðað við verðlag. Um miðjan hvern mánuð verður fólkið oftast peningalaust og þarf þá oft að taka lán í banka ef það getur, smálán með ýmsum leiðum eða stóla á ættingja og vini. Skoðun 24.4.2021 10:01 90 prósent tekna hjúkrunarheimilanna koma frá ríkinu Um 84 prósent tekna hjúkrunarheimilanna árin 2017 til 2019 voru vegna daggjalda frá ríkinu. Húsnæðisgjald frá ríkinu nam 6 prósentum en þriðji stærsti tekjuliðurinn var kostnaðarþátttaka íbúa, sem nam 4 prósentum. Innlent 23.4.2021 18:55 Bóluefnið frá Noregi komið til landsins Síðdegis í dag bárust til landsins 16.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca sem Norðmenn hafa veitt Íslendingum að láni. Byrjað verður að bólusetja með efninu strax í næstu viku í samræmi við fyrirmæli sóttvarnalæknis um notkun þess. Innlent 23.4.2021 17:11 Enn annað breskt afbrigði greinst hér á landi Einn einstaklingur greindist með nýtt afbrigði af breska afbrigði kórónuveirunnar. Smitið er rakið saman við smit einstaklings á landamærunum. Afbrigðið hefur ekki greinst áður hér á landi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir þetta hafa komið á óvart. Innlent 23.4.2021 13:28 Malaríubóluefnið sem hraðaði þróun efnis AstraZeneca markar tímamót í baráttunni Talið er að nýtt bóluefni gegn malaríu geti markað tímamót í baráttunni við sjúkdóminn eftir að bóluefnið sýndi 77% virkni í fyrstu athugunum. Yfir 400.000 manns deyja af völdum malaríu á ári hverju, stærstur hluti þeirra börn í Afríku sunnan Sahara. Erlent 23.4.2021 13:09 Leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamanna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minniblaði þar að lútandi til ráðhera. Innlent 23.4.2021 12:23 Tíu greindust með Covid-19 í gær, allir nema einn í sóttkví Tíu greindust með Covid-19 í gær og 134 eru í einangrun. 812 eru í sóttkví og 1.106 í skimunarsóttkví. Þá liggja fjórir inni á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Innlent 23.4.2021 10:52 „Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði“ Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, er algjörlega ráðþrota og langþreytt eftir að hún lenti í því fyrir nokkrum mánuðum, eftir að dregin var úr henni tönn, að geta ekki lengur opnað munninn. Hún þjáist af heilkenni sem kallast trismus sem lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Þar að auki er hún mjög bólgin í andliti og er misslæm milli daga. Innlent 22.4.2021 21:01 Tilslakanir á veitingastöðum og börum Ýmsar smávægilegar breytingar voru gerðar á gildandi reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um sóttvarnir í fyrradag. Innlent 22.4.2021 16:50 Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna. Innlent 22.4.2021 11:38 Sautján greindust innanlands og átta ekki í sóttkví Alls greindust sautján með covid-19 innanlands í gær og voru átta þeirra ekki í sóttkví. Alls voru tekin 1.923 sýni og er tala yfir nýgengi smita nú 29,2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Innlent 22.4.2021 10:52 Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. Innlent 22.4.2021 07:10 „Hún er líflína foreldra með barn í krabbameinsmeðferð“ Míuverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti í dag og er Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, fyrsti viðtakandi þessara nýju verðlauna. Lífið 21.4.2021 16:38 Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Innlent 21.4.2021 11:23 Tólf greindust með Covid-19 í gær en tíu voru í sóttkví Tólf greindust með kórónuveiruna í gær. Tíu voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 120 eru í einangrun. Innlent 21.4.2021 10:53 Bólusetningardagatalið uppfært Bólusetningardagatalið á covid.is hefur verið uppfært en samkvæmt því hefst bólusetning einstaklinga utan áhættuhópa fyrstu eða aðra vikuna í júní. Innlent 21.4.2021 07:54 21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. Innlent 20.4.2021 10:56 « ‹ 92 93 94 95 96 97 98 99 100 … 212 ›
Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. Innlent 29.4.2021 10:24
Útskúfunin hættulegri þessum einstaklingum en fitan „Ég er komin á þann stað, að ef þú ætlar ekki að fræða þig og ef þú ætlar ekki að gera betur, nennirðu að sleppa því að tala. Bara plís,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir um fitufordóma. Lífið 29.4.2021 08:30
Alþingi vill svör frá heilbrigðisráðherra Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Skoðun 29.4.2021 07:30
Konur eiga betra skilið Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Skoðun 28.4.2021 12:31
Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt að sumir sérfræðilæknar innheimti aukagjald Heilbrigðisráðherra segir algerlega óásættanlegt að sumir sérfræðilæknar innheimti sérstakt gjald af þjónustu sinni við sjúklinga sem þeir einir standi undir. Á næstunni verði gefin út reglugerð um að læknum sem innheimti þetta gjald verði ekki endurgreiddur kostnaður sem annars heyri undir hlut sjúkratrygginga í kostnaði sjúklinga. Innlent 27.4.2021 16:59
Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. Innlent 27.4.2021 12:29
Fékk sýkingu eftir sýnatöku á landamærum og neyddist til að sæta tveggja vikna sóttkví Íslendingur sem kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum segist hafa fengið sýkingu í nefkok vegna sýnatökupinna eftir skimun á landamærum. Hann hafnaði í kjölfarið að gangast undir seinni sýnatöku og gagnrýnir að það hafi ekki verið fyrr en málinu var skotið til dómstóla sem sóttvarnayfirvöld féllust á að taka mætti sýni úr hálskoki. Hann sætir enn sóttkví ásamt maka sínum á sóttvarnahótelinu við Rauðarárstíg sem lýkur í fyrramálið. Innlent 26.4.2021 23:01
„Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. Innlent 26.4.2021 19:19
Síðasta æviskeiðið og lífslokin Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Skoðun 26.4.2021 14:35
Björgum heilbrigðiskerfinu Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun). Skoðun 26.4.2021 09:00
104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. Innlent 26.4.2021 08:55
Smáhús í Reykjavík Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Skoðun 25.4.2021 16:30
Rekstrarkostnaður hjúkrunarheimila Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Skoðun 24.4.2021 12:01
Það er enginn glæpur að vera sjúklingur eða fátækur Við viljum að lágmarkslífeyrir öryrkja og eldri borgara fylgi lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði. Það hefur verið staðreynd um margra ára skeið að lágmarkslífeyrir öryrkja og eldri borgara sé allt of lágur miðað við verðlag. Um miðjan hvern mánuð verður fólkið oftast peningalaust og þarf þá oft að taka lán í banka ef það getur, smálán með ýmsum leiðum eða stóla á ættingja og vini. Skoðun 24.4.2021 10:01
90 prósent tekna hjúkrunarheimilanna koma frá ríkinu Um 84 prósent tekna hjúkrunarheimilanna árin 2017 til 2019 voru vegna daggjalda frá ríkinu. Húsnæðisgjald frá ríkinu nam 6 prósentum en þriðji stærsti tekjuliðurinn var kostnaðarþátttaka íbúa, sem nam 4 prósentum. Innlent 23.4.2021 18:55
Bóluefnið frá Noregi komið til landsins Síðdegis í dag bárust til landsins 16.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca sem Norðmenn hafa veitt Íslendingum að láni. Byrjað verður að bólusetja með efninu strax í næstu viku í samræmi við fyrirmæli sóttvarnalæknis um notkun þess. Innlent 23.4.2021 17:11
Enn annað breskt afbrigði greinst hér á landi Einn einstaklingur greindist með nýtt afbrigði af breska afbrigði kórónuveirunnar. Smitið er rakið saman við smit einstaklings á landamærunum. Afbrigðið hefur ekki greinst áður hér á landi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir þetta hafa komið á óvart. Innlent 23.4.2021 13:28
Malaríubóluefnið sem hraðaði þróun efnis AstraZeneca markar tímamót í baráttunni Talið er að nýtt bóluefni gegn malaríu geti markað tímamót í baráttunni við sjúkdóminn eftir að bóluefnið sýndi 77% virkni í fyrstu athugunum. Yfir 400.000 manns deyja af völdum malaríu á ári hverju, stærstur hluti þeirra börn í Afríku sunnan Sahara. Erlent 23.4.2021 13:09
Leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamanna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minniblaði þar að lútandi til ráðhera. Innlent 23.4.2021 12:23
Tíu greindust með Covid-19 í gær, allir nema einn í sóttkví Tíu greindust með Covid-19 í gær og 134 eru í einangrun. 812 eru í sóttkví og 1.106 í skimunarsóttkví. Þá liggja fjórir inni á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Innlent 23.4.2021 10:52
„Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði“ Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, er algjörlega ráðþrota og langþreytt eftir að hún lenti í því fyrir nokkrum mánuðum, eftir að dregin var úr henni tönn, að geta ekki lengur opnað munninn. Hún þjáist af heilkenni sem kallast trismus sem lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Þar að auki er hún mjög bólgin í andliti og er misslæm milli daga. Innlent 22.4.2021 21:01
Tilslakanir á veitingastöðum og börum Ýmsar smávægilegar breytingar voru gerðar á gildandi reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um sóttvarnir í fyrradag. Innlent 22.4.2021 16:50
Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna. Innlent 22.4.2021 11:38
Sautján greindust innanlands og átta ekki í sóttkví Alls greindust sautján með covid-19 innanlands í gær og voru átta þeirra ekki í sóttkví. Alls voru tekin 1.923 sýni og er tala yfir nýgengi smita nú 29,2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Innlent 22.4.2021 10:52
Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. Innlent 22.4.2021 07:10
„Hún er líflína foreldra með barn í krabbameinsmeðferð“ Míuverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti í dag og er Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, fyrsti viðtakandi þessara nýju verðlauna. Lífið 21.4.2021 16:38
Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Innlent 21.4.2021 11:23
Tólf greindust með Covid-19 í gær en tíu voru í sóttkví Tólf greindust með kórónuveiruna í gær. Tíu voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 120 eru í einangrun. Innlent 21.4.2021 10:53
Bólusetningardagatalið uppfært Bólusetningardagatalið á covid.is hefur verið uppfært en samkvæmt því hefst bólusetning einstaklinga utan áhættuhópa fyrstu eða aðra vikuna í júní. Innlent 21.4.2021 07:54
21 greindist með Covid-19 í gær og átján voru í sóttkví 21 greindist með Covid-19 í gær. Átján voru í sóttkví en þrír utan sóttkvíar. 113 eru nú í einangrun og tveir liggja inni á Landspítala. Innlent 20.4.2021 10:56