Útrýma þurfi gráu svæðunum þar sem fólk lendir á milli úrræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2022 15:46 Kleppur hýsir fimm geðdeildir Landspítalans; Réttardeild, öryggisdeild, göngudeild, endurhæfingardeild og sérhæfð endurhæfingardeild. Vísir/Vilhel Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að efla þurfi söfnun upplýsinga, meðferð gagna og aðgengi að þeim þegar geðheilbrigðisþjónusta er annars vegar. Eyða þurfi lagalegri óvissu um skil á gögnum til embættis landlæknis og halda betur utan um upplýsingar um tíðni óvæntra atvika í geðheilbrigðisþjónustu og kvartanir henni tengdri. Þá þarf að greina þjónustu- og mannaflaþörf í geðheilbrigðisþjónustunni og auka yfirsýn heilbrigðisráðuneytis um kostnað við veitingu hennar. Þetta er meðal niðurstaðna í nýlokinni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þar sem fjallað er um stefnu stjórnvalda, skipulag þjónustu, kostnað og árangur í geðheilbrigðismálum. Fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrsluna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fyrr í dag. Ríkisendurskoðun segir skipulag geðheilbrigðisþjónustu í megindráttum í samræmi við stefnu stjórnvalda um þrjú þjónustustig og að rétt þjónusta skuli veitt á réttum stað. Það ætti því að vera til þess fallið að stuðla að árangri í málaflokknum. Ákveðnir fyrrnefndir vankantar séu hins vegar á kerfinu sem dragi úr árangri við framkvæmd. „Jafnframt þarf að tryggja betur samfellda og samþætta þjónustu með því að auka samvinnu og samhæfingu þjónustuveitenda. Þá þarf að útrýma gráum svæðum þar sem einstaklingar lenda milli úrræða og fá ekki viðeigandi þjónustu. Mörg þessara svæða eru vel þekkt en illa hefur gengið að fækka þeim.“ Mikilvægt sé að tryggja fólki tímanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu við hæfi samkvæmt skilgreindum viðmiðum um biðtíma og jafna aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með því að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga og tryggja þjónustu á fleiri tungumálum en íslensku. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að stuðla að nægu framboði hæfs fagfólks á sviði geðheilbrigðismála en þar þurfi að horfa til kjara, starfsumhverfis og húsnæðismála. Enn fremur þurfi að tryggja nægt námsframboð og námsstöður svo vinna megi gegn skorti einstakra fagstétta. Þá leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að tryggja þurfi tilvist geðheilsuteyma en sum þeirra hafi eingöngu verið fjármögnuð í afmarkaðan tíma. Þá þurfi einnig að skoða fýsileika þess að hafa ávallt fulltrúa félagsþjónustu innan teymanna til að efla samstarf heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Til að ná fram skilvirkni og árangri í geðheilbrigðismálum þarf að vera til staðar skýr framtíðarsýn og markviss stefnumótun. Stefnu stjórnvalda þarf svo að fylgja eftir með aðgerðaráætlun sem felur í sér skýr og vel skilgreind markmið, tímamörk og tilgreinda ábyrgðaraðila,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Skýrsluna í heild má sjá að neðan. Tengd skjöl Gedheilbrigdisthjonusta_skyrslaPDF1.9MBSækja skjal Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þá þarf að greina þjónustu- og mannaflaþörf í geðheilbrigðisþjónustunni og auka yfirsýn heilbrigðisráðuneytis um kostnað við veitingu hennar. Þetta er meðal niðurstaðna í nýlokinni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þar sem fjallað er um stefnu stjórnvalda, skipulag þjónustu, kostnað og árangur í geðheilbrigðismálum. Fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrsluna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fyrr í dag. Ríkisendurskoðun segir skipulag geðheilbrigðisþjónustu í megindráttum í samræmi við stefnu stjórnvalda um þrjú þjónustustig og að rétt þjónusta skuli veitt á réttum stað. Það ætti því að vera til þess fallið að stuðla að árangri í málaflokknum. Ákveðnir fyrrnefndir vankantar séu hins vegar á kerfinu sem dragi úr árangri við framkvæmd. „Jafnframt þarf að tryggja betur samfellda og samþætta þjónustu með því að auka samvinnu og samhæfingu þjónustuveitenda. Þá þarf að útrýma gráum svæðum þar sem einstaklingar lenda milli úrræða og fá ekki viðeigandi þjónustu. Mörg þessara svæða eru vel þekkt en illa hefur gengið að fækka þeim.“ Mikilvægt sé að tryggja fólki tímanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu við hæfi samkvæmt skilgreindum viðmiðum um biðtíma og jafna aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með því að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga og tryggja þjónustu á fleiri tungumálum en íslensku. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að stuðla að nægu framboði hæfs fagfólks á sviði geðheilbrigðismála en þar þurfi að horfa til kjara, starfsumhverfis og húsnæðismála. Enn fremur þurfi að tryggja nægt námsframboð og námsstöður svo vinna megi gegn skorti einstakra fagstétta. Þá leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að tryggja þurfi tilvist geðheilsuteyma en sum þeirra hafi eingöngu verið fjármögnuð í afmarkaðan tíma. Þá þurfi einnig að skoða fýsileika þess að hafa ávallt fulltrúa félagsþjónustu innan teymanna til að efla samstarf heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Til að ná fram skilvirkni og árangri í geðheilbrigðismálum þarf að vera til staðar skýr framtíðarsýn og markviss stefnumótun. Stefnu stjórnvalda þarf svo að fylgja eftir með aðgerðaráætlun sem felur í sér skýr og vel skilgreind markmið, tímamörk og tilgreinda ábyrgðaraðila,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Skýrsluna í heild má sjá að neðan. Tengd skjöl Gedheilbrigdisthjonusta_skyrslaPDF1.9MBSækja skjal
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent