Opið bréf til stjórnvalda varðandi Kristnesspítala Kristbjörg Anna Guðmundsdóttir skrifar 20. apríl 2022 20:00 Ég er 43 ára öryrki, ég greindist með MS sjúkdóminn árið 2005. Ég fékk tvö stór köst á þeim tíma og var þá með tvö börn, fædd 2001 og 2002. Sem betur fer fékk ég ekki fleiri stór MS köst meðan börnin voru lítil og lífið hélt bara áfram. Árið 2014 gerist það svo að ég fæ mjög stórt MS kast sem lýsti sér í máttleysi, dofa og slæmum sjóntaugabólgum. Síðan þá hef ég fengið köst reglulega og líkamlegri og andlegri heilsu hrakað verulega sem afleiðing af þeim. Í dag þarf ég að nota göngugrind á góðum dögum og rafknúinn hjólastól þegar ég er verri, sjónin er orðin mjög slæm og ég þ.a.l. hætt að geta keyrt sjálf og á stundum erfitt með tal. En þá að Kristnesspítala og hvað hann kemur þessu við. Síðustu ár hef ég fengið að fara í endurhæfingu á Kristnesi á eins til þriggja ára fresti. Endurhæfingarveran hefur líka nýst sem hvíldarinnlögn fyrir mig og ekki síður fyrir fjölskyldu mína sem þarf að sinna mér dagsdaglega. Nú hafa stjórnvöld tekið þennan möguleika frá okkur og tekið þá ákvörðun að breyta endurhæfingardeildinni alfarið í dagdeild. Þetta kemur sér að sjálfsögðu afskaplega illa fyrir þá sem eiga erfitt með að koma sér sjálfir á milli svo ekki sé talað um fólk utan Akureyrar sem þarf þá að gista á sjúkrahóteli á Akureyri, hafi það ekki aðra gistingu. Hér virðist aðeins vera um einfalda sparnaðaraðgerð að ræða þar sem aðstaðan á Kristnesspítala er alveg ágæt og stenst allar kröfur af því er ég best veit. Ég vil hvetja stjórnvöld til að endurskoða þetta og hvet líka alla sem eru í sömu stöðu og ég að láta í sér heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er 43 ára öryrki, ég greindist með MS sjúkdóminn árið 2005. Ég fékk tvö stór köst á þeim tíma og var þá með tvö börn, fædd 2001 og 2002. Sem betur fer fékk ég ekki fleiri stór MS köst meðan börnin voru lítil og lífið hélt bara áfram. Árið 2014 gerist það svo að ég fæ mjög stórt MS kast sem lýsti sér í máttleysi, dofa og slæmum sjóntaugabólgum. Síðan þá hef ég fengið köst reglulega og líkamlegri og andlegri heilsu hrakað verulega sem afleiðing af þeim. Í dag þarf ég að nota göngugrind á góðum dögum og rafknúinn hjólastól þegar ég er verri, sjónin er orðin mjög slæm og ég þ.a.l. hætt að geta keyrt sjálf og á stundum erfitt með tal. En þá að Kristnesspítala og hvað hann kemur þessu við. Síðustu ár hef ég fengið að fara í endurhæfingu á Kristnesi á eins til þriggja ára fresti. Endurhæfingarveran hefur líka nýst sem hvíldarinnlögn fyrir mig og ekki síður fyrir fjölskyldu mína sem þarf að sinna mér dagsdaglega. Nú hafa stjórnvöld tekið þennan möguleika frá okkur og tekið þá ákvörðun að breyta endurhæfingardeildinni alfarið í dagdeild. Þetta kemur sér að sjálfsögðu afskaplega illa fyrir þá sem eiga erfitt með að koma sér sjálfir á milli svo ekki sé talað um fólk utan Akureyrar sem þarf þá að gista á sjúkrahóteli á Akureyri, hafi það ekki aðra gistingu. Hér virðist aðeins vera um einfalda sparnaðaraðgerð að ræða þar sem aðstaðan á Kristnesspítala er alveg ágæt og stenst allar kröfur af því er ég best veit. Ég vil hvetja stjórnvöld til að endurskoða þetta og hvet líka alla sem eru í sömu stöðu og ég að láta í sér heyra.