Lífæð fyrir heilbrigðisþjónustu úti á landsbyggðinni Arnar Páll Gíslason og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifa 8. maí 2022 19:15 Mikil aukning hefur verið í fjölda sjúkraflutninga síðastliðinn áratug. Lítilsháttar fækkun átti sér þó stað á síðasta ári, sem er skiljanlegt þegar litið er til fækkunar á ferðamönnum í heimsfaraldrinum sem einkennt hefur líf okkar síðan í upphafi árs 2020. Sumrin hafa þó verið miklir álagspunktar í sjúkraflugum. Í júlí árið 2021 höfðu þó aldrei verið fleiri sjúkraflug flogin í einum mánuði. Þá voru flogin 100 sjúkraflug og sagði Oddur Ólafsson, forstöðulæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild skýringuna meðal annars geta verið aukning ferðamanna og að sérfræðingar á sjúkrastofnunum úti á landi séu í sumarfríi á þessum tíma og reynsluminna fólk í störfunum, þó ekki hafi verið farið í nákvæma greiningu. Í júlí 2019 voru sjúkraflugin 89, sem var stærsti mánuðurinn þar til í fyrra. Í gildi er samningur milli Landhelgisgæslunnar og Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraflutning með þyrlum á flugsvæði sjúkraflugs á norður- og austursvæði landsins auk Vestmannaeyja og Vestfjarða, vegna erfiðra veðurskilyrða. Aðeins um 10% af öllum sjúkraflutningum með þyrlum Landhelgisgæslunnar falla undir þennan samning. Nú hafa landamærin opnast á ný og við sjáum aukningu í heimsóknum ferðamanna. Við fögnum því að sjá líf glæðast enn frekar í ferðaþjónustunni en með fleiri heimsóknum getur orðið aukning slysa og sjúkdóma á ný. Á Suðurlandi nánast þrefaldast fólksfjöldi landshlutans yfir sumartímann og því þurfum við að vera vel í stakk búin til að bregðast við með réttum hætti og búa viðbragðsaðilum okkar þær aðstæður og búnaði að fumlaus vinnubrögð séu sjálfsögð. Í svari við fyrirspurn minni til Heilbrigðisráðherra um meðalviðbragðstíma þyrlna við útköll þá kemur fram að miðað við staðsetningar þeirra í dag, er viðbragðstíminn töluvert undir ásættanlegum viðbragstíma sem er ein klukkustund, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Flug að Selfossi tekur u.þ.b. 12 mínútur frá Reykjavík og flug þyrlna frá Reykjavík til Vestmannaeyja tekur um 25 mínútur. Ef það væri þyrla staðsett fyrir sjúkraflug á Suðurlandi myndi viðbragðstíminn minnka til muna. Hver mínúta skiptir, sérstaklega í neyðartilfellum, mjög miklu máli. Í samfélaginu okkar er uppi rík krafa um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Vegna þess hve fá við erum og byggðin dreifð, er þetta göfuga markmið langsótt. Hinsvegar er heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga gott og það eru leiðir til að jafna aðgengi landsmanna að þeirri sérhæfðu þjónustu sem ekki er raunhæft að halda úti í hverju héraði fyrir sig. Ein þessara leiða og kannski sú augljósa er að efla utanspítalaþjónustuna. Það net sjúkrabíla á landinu má þétta enn frekar en fyrst og síðast að efla þar mönnun og menntun.Annað úrræði sem þekkist víða í vestrænum heimi er notkun á sjúkraþyrlum sem bæði geta stytt flutningstíma til muna ásamt því að koma viðbragðsaðilum fyrr til skjólstæðinga svo hægt sé að hefja lífsbjargandi meðferð sem skiptir sköpum að sé rétt og skjót strax í upphafi en það hefur allt að segja um áframhaldandi bata skjólstæðingsins. Þyrlur sem sinna þessu hlutverki eru gríðarlega góð viðbót við það kerfi sem við nú þegar höfum en um er að ræða mikið og stórt skref í þá átt að jafna og tryggja aðgengi landmanna að heilbrigðisþjónustunni okkar allra. Þá er jákvætt að segja frá því að starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skilaði skýrslunni Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi í ágúst 2018 þar sem aðkoma Landhelgisgæslunnar var m.a. til skoðunar. Þó hópurinn hafi verið sammála um mikilvægi þess að efla sjúkraflutninga með þyrlum var ekki eining innan hans um leiðir að því markmiði. Starfshópurinn lagði því til að settur yrði á samráðshópur með aðkomu lykilaðila í sjúkraflugi og stefnt er að því að sá hópur hefji störf fljótlega. Við í Framsókn sjáum mikil tækifæri í því að hefja hér tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi líkt og lagt var af stað með árið 2020. Það skiptir sköpum að við komum því verkefni af stað að nýju, hefjum útboð á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og tryggjum enn betur öryggi þeirra sem hér búa. Staðan hefur ekki verið ásættanleg m.a. í Vestmannaeyjum og biðin eftir utanspítalaþjónustu vegna tímalengdar hefur reynst dýrkeypt og við þurfum að koma í veg fyrir að tjón skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins verði meira vegna þess að við höfum ekki tólin og tækin til að tryggja tafarlausa þjónustu til þeirra sem á henni þurfa. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður og Arnar Páll Gíslason, frambjóðandi á lista Framsóknar í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Árborg Heilbrigðismál Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil aukning hefur verið í fjölda sjúkraflutninga síðastliðinn áratug. Lítilsháttar fækkun átti sér þó stað á síðasta ári, sem er skiljanlegt þegar litið er til fækkunar á ferðamönnum í heimsfaraldrinum sem einkennt hefur líf okkar síðan í upphafi árs 2020. Sumrin hafa þó verið miklir álagspunktar í sjúkraflugum. Í júlí árið 2021 höfðu þó aldrei verið fleiri sjúkraflug flogin í einum mánuði. Þá voru flogin 100 sjúkraflug og sagði Oddur Ólafsson, forstöðulæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild skýringuna meðal annars geta verið aukning ferðamanna og að sérfræðingar á sjúkrastofnunum úti á landi séu í sumarfríi á þessum tíma og reynsluminna fólk í störfunum, þó ekki hafi verið farið í nákvæma greiningu. Í júlí 2019 voru sjúkraflugin 89, sem var stærsti mánuðurinn þar til í fyrra. Í gildi er samningur milli Landhelgisgæslunnar og Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraflutning með þyrlum á flugsvæði sjúkraflugs á norður- og austursvæði landsins auk Vestmannaeyja og Vestfjarða, vegna erfiðra veðurskilyrða. Aðeins um 10% af öllum sjúkraflutningum með þyrlum Landhelgisgæslunnar falla undir þennan samning. Nú hafa landamærin opnast á ný og við sjáum aukningu í heimsóknum ferðamanna. Við fögnum því að sjá líf glæðast enn frekar í ferðaþjónustunni en með fleiri heimsóknum getur orðið aukning slysa og sjúkdóma á ný. Á Suðurlandi nánast þrefaldast fólksfjöldi landshlutans yfir sumartímann og því þurfum við að vera vel í stakk búin til að bregðast við með réttum hætti og búa viðbragðsaðilum okkar þær aðstæður og búnaði að fumlaus vinnubrögð séu sjálfsögð. Í svari við fyrirspurn minni til Heilbrigðisráðherra um meðalviðbragðstíma þyrlna við útköll þá kemur fram að miðað við staðsetningar þeirra í dag, er viðbragðstíminn töluvert undir ásættanlegum viðbragstíma sem er ein klukkustund, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Flug að Selfossi tekur u.þ.b. 12 mínútur frá Reykjavík og flug þyrlna frá Reykjavík til Vestmannaeyja tekur um 25 mínútur. Ef það væri þyrla staðsett fyrir sjúkraflug á Suðurlandi myndi viðbragðstíminn minnka til muna. Hver mínúta skiptir, sérstaklega í neyðartilfellum, mjög miklu máli. Í samfélaginu okkar er uppi rík krafa um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Vegna þess hve fá við erum og byggðin dreifð, er þetta göfuga markmið langsótt. Hinsvegar er heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga gott og það eru leiðir til að jafna aðgengi landsmanna að þeirri sérhæfðu þjónustu sem ekki er raunhæft að halda úti í hverju héraði fyrir sig. Ein þessara leiða og kannski sú augljósa er að efla utanspítalaþjónustuna. Það net sjúkrabíla á landinu má þétta enn frekar en fyrst og síðast að efla þar mönnun og menntun.Annað úrræði sem þekkist víða í vestrænum heimi er notkun á sjúkraþyrlum sem bæði geta stytt flutningstíma til muna ásamt því að koma viðbragðsaðilum fyrr til skjólstæðinga svo hægt sé að hefja lífsbjargandi meðferð sem skiptir sköpum að sé rétt og skjót strax í upphafi en það hefur allt að segja um áframhaldandi bata skjólstæðingsins. Þyrlur sem sinna þessu hlutverki eru gríðarlega góð viðbót við það kerfi sem við nú þegar höfum en um er að ræða mikið og stórt skref í þá átt að jafna og tryggja aðgengi landmanna að heilbrigðisþjónustunni okkar allra. Þá er jákvætt að segja frá því að starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skilaði skýrslunni Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi í ágúst 2018 þar sem aðkoma Landhelgisgæslunnar var m.a. til skoðunar. Þó hópurinn hafi verið sammála um mikilvægi þess að efla sjúkraflutninga með þyrlum var ekki eining innan hans um leiðir að því markmiði. Starfshópurinn lagði því til að settur yrði á samráðshópur með aðkomu lykilaðila í sjúkraflugi og stefnt er að því að sá hópur hefji störf fljótlega. Við í Framsókn sjáum mikil tækifæri í því að hefja hér tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi líkt og lagt var af stað með árið 2020. Það skiptir sköpum að við komum því verkefni af stað að nýju, hefjum útboð á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og tryggjum enn betur öryggi þeirra sem hér búa. Staðan hefur ekki verið ásættanleg m.a. í Vestmannaeyjum og biðin eftir utanspítalaþjónustu vegna tímalengdar hefur reynst dýrkeypt og við þurfum að koma í veg fyrir að tjón skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins verði meira vegna þess að við höfum ekki tólin og tækin til að tryggja tafarlausa þjónustu til þeirra sem á henni þurfa. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður og Arnar Páll Gíslason, frambjóðandi á lista Framsóknar í Árborg.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun