Heilbrigðismál

Fréttamynd

Að vera sænskur jafnaðar­maður eða ís­lenskur

Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða.

Skoðun
Fréttamynd

„Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“

Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýna mann­eklu á sjúkra­húsum og seina­gang stjórn­kerfisins

Félag sjúkrahúslækna segir að álag á starfsstéttinni sé óviðunandi. Fjöldi lækna sem starfi á sjúkrahúsum landsins sé ekki ásættanlegur og tryggja þurfi eðlilegt framboð sjúkrarúma sömuleiðis. Þá ályktaði félagið um úrbætur á réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks, sem félagið segir ekki nógu skýra.

Innlent
Fréttamynd

Lagt til að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar

Lagt er til að tannréttingar barna verði gjaldfrjálsar og að heilbrigðisráðherra verði gert að leggja fram frumvarp þess efnis í þingsályktunartillögu sem Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram. Tillöguna styðja einnig aðrir þingmenn Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19

Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er  til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. 

Innlent
Fréttamynd

Andstaða almennings vísbending til stjórnmálamanna

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun BSRB. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor, sem annaðist rannsóknina, segir að stjórnmálaöfl sem vilji afla sér fylgis þurfi að hafa þennan almannavilja í huga.

Innlent
Fréttamynd

Aðstandendur langveikra bólusettir í dag

Í dag verða aðstandendur langveikra einstaklinga bólusettir með bóluefninu frá Pfizer. Þá mun nokkur fjöldi fá seinni skammt af bóluefninu. Bólusett verður frá kl. 9 til 14.30.

Innlent
Fréttamynd

„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“

Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda.

Innlent
Fréttamynd

„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“

Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir.

Innlent
Fréttamynd

Ó­háðir aðilar taka út al­var­legar auka­verkanir

Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að kalla til óháða aðila til að rannsaka andlát og myndun blóðtappa sem tilkynnt hafa verið til Lyfjastofnunar í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Teknar verða fyrir fimm tilkynningar sem borist hafa um andlát, ásamt fimm tilkynningum um myndun blóðtappa.

Innlent
Fréttamynd

Lægri laun ekki for­senda rekstrarins

Ó­vissa ríkir um fram­tíðar­kjör starfs­manna Öldrunar­heimila Akur­eyrar eftir að Heilsu­vernd Hjúkrunar­heimili tók við rekstri þeirra af Akur­eyrar­bæ um síðustu mánaða­mót. Við­ræður um nýja kjara­samninga starfs­manna milli stéttar­fé­laga þeirra og Heilsu­verndar Hjúkrunar­heimilis á Akur­eyri eru á frum­stigi en Teitur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Heilsu­verndar, segir að fyrir­tækið þurfi að semja upp á nýtt.

Innlent
Fréttamynd

„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Stytta sér leið með kaupunum á Lumina

Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Komur barna á sjúkrahús vegna gleyptra segla fimmfaldast

Á síðustu fimm árum hefur þeim tilvikum fjölgað fimmfalt í Lundúnum þar sem leitað er með börn á sjúkrahús eftir að þau hafa gleypt segla. Þá hefur komum á sjúkrahús vegna aðskotahluta í meltingarfærum fjölgað almennt.

Erlent
Fréttamynd

Nei, ráðherra

Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk.

Skoðun