Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2022 08:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mögulegt að hópsýkingar apabólu muni koma upp hér á landi. Vísir/Vilhelm Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í færslu á vef Embættis landlæknis í morgun. Þar kemur fram að síðastliðinn sunnudag hafi apabóla verið staðfest hjá 59 einstaklingum í níu löndum Evrópu – Portúgal, Spáni, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi – og að auki hafi tíu verið grunaðir um að vera sýktir. Í gær var greint frá því að tilfelli hafi svo komið upp í Danmörku. Sömuleiðis hafi sýkingin greinst í löndum utan Evrópu líkt og Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Ísrael. Er því líklegt að smit séu útbreiddari en núverandi tölur sýna. Manna í millum Þórólfur segir að af fyrirliggjandi faraldsfræðilegum upplýsingum sé ljóst að flest smitin hafi orðið á milli manna en ekki frá dýrum í menn og þá við náið samneyti eins og kynmök í mörgum tilfellum. „Til að minnka líkur á að apabóla berist til Íslands og að frekari dreifing verði innanlands, vill sóttvarnalæknir vekja athygli almennings á eftirfarandi: Forðist náin samneyti við ókunnuga á ferðalagi erlendis þ.m.t. kynmök. Ef einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi erlendis fá sjúkdómseinkenni sem bent geta til apabólu (sjá fréttatilkynningu sóttvarnalæknis) er þeim bent á að fara í einangrun og hafa samband við heilsugæsluna símleiðis. Þeir sem eru sýktir þurfa að halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá öðrum og forðast að deila fatnaði, handklæðum og rúmfötum með öðrum þar sem að smit getur borist á milli manna á þann hátt. Smitaðir einstaklingar ættu einnig að forðast samneyti við dýr á meðan þeir eru smitandi. Fólk er smitandi þar til að síðustu blöðrur á húð hafa þornað en það getur tekið 2–3 vikur. Á þessari stundu eru ekki tiltæk hér á landi bóluefni eða veirulyf gegn sýkingunni en í samvinnu við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) er unnið að því að kanna gagnsemi ákveðinna veirulyfja og bóluefna. Á vegum sóttvarnalæknis er verið að vinna að gerð leiðbeininga fyrir almenning og heilbrigðisstarfsmenn um sýkingavarnir til að lágmarka áhættu á smiti milli manna,“ segir í tilkynningunni frá sóttvarnalækni. Sjá má viðtal Sindra Sindrasonar við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan. Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Fleiri fréttir Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í færslu á vef Embættis landlæknis í morgun. Þar kemur fram að síðastliðinn sunnudag hafi apabóla verið staðfest hjá 59 einstaklingum í níu löndum Evrópu – Portúgal, Spáni, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi – og að auki hafi tíu verið grunaðir um að vera sýktir. Í gær var greint frá því að tilfelli hafi svo komið upp í Danmörku. Sömuleiðis hafi sýkingin greinst í löndum utan Evrópu líkt og Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Ísrael. Er því líklegt að smit séu útbreiddari en núverandi tölur sýna. Manna í millum Þórólfur segir að af fyrirliggjandi faraldsfræðilegum upplýsingum sé ljóst að flest smitin hafi orðið á milli manna en ekki frá dýrum í menn og þá við náið samneyti eins og kynmök í mörgum tilfellum. „Til að minnka líkur á að apabóla berist til Íslands og að frekari dreifing verði innanlands, vill sóttvarnalæknir vekja athygli almennings á eftirfarandi: Forðist náin samneyti við ókunnuga á ferðalagi erlendis þ.m.t. kynmök. Ef einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi erlendis fá sjúkdómseinkenni sem bent geta til apabólu (sjá fréttatilkynningu sóttvarnalæknis) er þeim bent á að fara í einangrun og hafa samband við heilsugæsluna símleiðis. Þeir sem eru sýktir þurfa að halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá öðrum og forðast að deila fatnaði, handklæðum og rúmfötum með öðrum þar sem að smit getur borist á milli manna á þann hátt. Smitaðir einstaklingar ættu einnig að forðast samneyti við dýr á meðan þeir eru smitandi. Fólk er smitandi þar til að síðustu blöðrur á húð hafa þornað en það getur tekið 2–3 vikur. Á þessari stundu eru ekki tiltæk hér á landi bóluefni eða veirulyf gegn sýkingunni en í samvinnu við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) er unnið að því að kanna gagnsemi ákveðinna veirulyfja og bóluefna. Á vegum sóttvarnalæknis er verið að vinna að gerð leiðbeininga fyrir almenning og heilbrigðisstarfsmenn um sýkingavarnir til að lágmarka áhættu á smiti milli manna,“ segir í tilkynningunni frá sóttvarnalækni. Sjá má viðtal Sindra Sindrasonar við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í spilaranum að neðan.
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Fleiri fréttir Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent