Betra fyrir andlega heilsu að borða nóg en að borða hollt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 23:02 Berglind Soffía Blöndal næringarfræðingur segir mikilvægt fyrir andlega heilsu að fólk uppfylli kaloríuþörf líkamans. Bylgjan Næringarfræðingur segir nýja rannsókn, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ hefur tekið þátt í, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. Meira máli skiptir þó að fólk borði nóg en að það borði hollt. „Það skiptir meira máli að ná að uppfylla orkuþörfina heldur en endilega að spá mikið í hvort eitthvað sé hollt eða óhollt,“ sagði Berglind Soffía Blöndal næringarfræðingur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Berglind tók þátt í MooDFOOD-verkefninu, á vegum Heilbrigðisstofnunar HÍ, þar sem tengsl mataræðis og geðheilsu voru könnuð. Berglind hefur sjálf gert rannsóknar viðlíka MooDFOOD-verkefninu, en bæði í masters- og doktorsrannsókn hennar rannsakaði hún áhrif bætts mataræðis á geðheilsu aldraðra. Niðurstöður MooDFOOD-verkefnisins, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ er hluti af, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. https://t.co/dpXB9F7XhL— Háskóli Íslands (@Haskoli_Islands) May 25, 2022 „Fyrsta sæti ætti að vera það að ná að uppfylla orkuþörf og svo er hægt að vinna í að breyta alls konar,“ segir Berglind. Hún segir sérstaklega fólk í viðkvæmum hópum, sem eigi erfitt með að uppfylla orkuþörf sína, eins og til dæmis aldraða, þurfa að passa upp á að fá nóga orku og nægt prótín. Þetta sé sérstaklega mikilvægt hjá eldra fólki og fleiri í viðkvæmum hópum þar sem matarlyst minnki með árunum og nauðsynlegt sé fólki yfir sextugu að innbyrða nægt prótín til þess að viðhalda vöðvamassa og virki ónæmiskerfisins. „Það er sama og kom í MooDFOOD rannsókninni að það var í rauninni skipti ekki miklu máli með óhollustu heldur að fólk setti inn góða hluti,“ segir Berglind. Fólk þurfi að hætta að setja mat í neikvæða flokka Hún segir þá mikilvægt að við breytum afstöðu okkar til fæðu. Fólk þurfi að hætta að flokka suman mat sem óhollan og annan mat sem hollan. Frekar eigi að einblína á að borða næringarríkan mat. Hún tekur dæmi um að flestir líti á hamborgara sem óholla, en þeir séu í grunninn ekkert annað en brauð, prótín og grænmeti, sem allt sé mikilvæg fæða. „Maður á að hugsa um næringarríkan mat og reyna að borða vel af honum og leyfa hinu að vera líka því það gerir ákvðena hluti fyrir okkur, þó það sé ekki gott næringarlega séð þá getur það verið andlega gott,“ segir Berglind. Hún segir að enn hafi ekki verið sýnt fram á neikvæð áhrif óholls mataræðis á geðheilbrigði. „Það hefur lengi verið reynt að sýna einhver [tengsl], fókusinn hefur bara verið á að reyna að sýna fram á að ef þú borðar óholt að þá verðurðu þunglyndur en það hefur ekki verið hægt að sýna fram á það,“ segir Berglind. Kaloríuskert mataræði auki líkur á þunglyndi og kvíða Ljóst sé að fólk sem borði of fáar kaloríur sé í meiri áhættu á að glíma við geðsjúkdóma. „Það er það sem við sjáum í rannsóknum í gegnum árin hjá fólki sem fer á kaloríuskert fæði og líka margar rannsóknir sem hafa verið gerðar á átröskunarsjúklingum, fólk sem er ekki að borða nóg það er í mikilli áhættu á að glíma vð þunglyndi og kvíða,“ segir Berglind. „Allir kúrar eru þannig að þeir snúast um að þú borðir minna en þú þarft og allir kúrar hafa þessar afleiðingar. Þeir hafa ekki góðar afleiðingar fyrir andlega heilsu okkar.“ Aðspurð hvort einhver ákveðin fæða hafi neikvæð áhrif á andlega líðan, eins og sykur, segir hún svo ekki vera. „Nei, ég myndi frekar segja að einhæft fæði hafi verstar afleiðingar af því að þú nærð ekki að uppfylla vítamín og steinefnaþörf líkamans ef þú borðar bara alltaf það sama. Það er miklu betra að vera með fjölbreytileikan,“ segir Berglind. „Ef þú ert að borða rosalega lítið af kaloríum þá getiði rétt ímyndað ykkur að þá er rosalega erfitt að fá nóg magn af vítamínum og steinefnum og trefjum og prótínum og öllu þessu. Þú þarft eiginlega að borða mjög „fullkomið“ til þess að ná að uppfylla það.“ Matur Heilbrigðismál Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Fleiri fréttir Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Sjá meira
„Það skiptir meira máli að ná að uppfylla orkuþörfina heldur en endilega að spá mikið í hvort eitthvað sé hollt eða óhollt,“ sagði Berglind Soffía Blöndal næringarfræðingur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Berglind tók þátt í MooDFOOD-verkefninu, á vegum Heilbrigðisstofnunar HÍ, þar sem tengsl mataræðis og geðheilsu voru könnuð. Berglind hefur sjálf gert rannsóknar viðlíka MooDFOOD-verkefninu, en bæði í masters- og doktorsrannsókn hennar rannsakaði hún áhrif bætts mataræðis á geðheilsu aldraðra. Niðurstöður MooDFOOD-verkefnisins, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ er hluti af, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. https://t.co/dpXB9F7XhL— Háskóli Íslands (@Haskoli_Islands) May 25, 2022 „Fyrsta sæti ætti að vera það að ná að uppfylla orkuþörf og svo er hægt að vinna í að breyta alls konar,“ segir Berglind. Hún segir sérstaklega fólk í viðkvæmum hópum, sem eigi erfitt með að uppfylla orkuþörf sína, eins og til dæmis aldraða, þurfa að passa upp á að fá nóga orku og nægt prótín. Þetta sé sérstaklega mikilvægt hjá eldra fólki og fleiri í viðkvæmum hópum þar sem matarlyst minnki með árunum og nauðsynlegt sé fólki yfir sextugu að innbyrða nægt prótín til þess að viðhalda vöðvamassa og virki ónæmiskerfisins. „Það er sama og kom í MooDFOOD rannsókninni að það var í rauninni skipti ekki miklu máli með óhollustu heldur að fólk setti inn góða hluti,“ segir Berglind. Fólk þurfi að hætta að setja mat í neikvæða flokka Hún segir þá mikilvægt að við breytum afstöðu okkar til fæðu. Fólk þurfi að hætta að flokka suman mat sem óhollan og annan mat sem hollan. Frekar eigi að einblína á að borða næringarríkan mat. Hún tekur dæmi um að flestir líti á hamborgara sem óholla, en þeir séu í grunninn ekkert annað en brauð, prótín og grænmeti, sem allt sé mikilvæg fæða. „Maður á að hugsa um næringarríkan mat og reyna að borða vel af honum og leyfa hinu að vera líka því það gerir ákvðena hluti fyrir okkur, þó það sé ekki gott næringarlega séð þá getur það verið andlega gott,“ segir Berglind. Hún segir að enn hafi ekki verið sýnt fram á neikvæð áhrif óholls mataræðis á geðheilbrigði. „Það hefur lengi verið reynt að sýna einhver [tengsl], fókusinn hefur bara verið á að reyna að sýna fram á að ef þú borðar óholt að þá verðurðu þunglyndur en það hefur ekki verið hægt að sýna fram á það,“ segir Berglind. Kaloríuskert mataræði auki líkur á þunglyndi og kvíða Ljóst sé að fólk sem borði of fáar kaloríur sé í meiri áhættu á að glíma við geðsjúkdóma. „Það er það sem við sjáum í rannsóknum í gegnum árin hjá fólki sem fer á kaloríuskert fæði og líka margar rannsóknir sem hafa verið gerðar á átröskunarsjúklingum, fólk sem er ekki að borða nóg það er í mikilli áhættu á að glíma vð þunglyndi og kvíða,“ segir Berglind. „Allir kúrar eru þannig að þeir snúast um að þú borðir minna en þú þarft og allir kúrar hafa þessar afleiðingar. Þeir hafa ekki góðar afleiðingar fyrir andlega heilsu okkar.“ Aðspurð hvort einhver ákveðin fæða hafi neikvæð áhrif á andlega líðan, eins og sykur, segir hún svo ekki vera. „Nei, ég myndi frekar segja að einhæft fæði hafi verstar afleiðingar af því að þú nærð ekki að uppfylla vítamín og steinefnaþörf líkamans ef þú borðar bara alltaf það sama. Það er miklu betra að vera með fjölbreytileikan,“ segir Berglind. „Ef þú ert að borða rosalega lítið af kaloríum þá getiði rétt ímyndað ykkur að þá er rosalega erfitt að fá nóg magn af vítamínum og steinefnum og trefjum og prótínum og öllu þessu. Þú þarft eiginlega að borða mjög „fullkomið“ til þess að ná að uppfylla það.“
Matur Heilbrigðismál Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Fleiri fréttir Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent