Byrjum á rafrænu sjúkraskránni Steinunn Þórðardóttir skrifar 23. maí 2022 12:30 Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir. Raunar þarf einnig að verða bylting varðandi kjör og starfsaðstæður heilbirgðisstétta samhliða þessu, því stafrænar lausnir og nýsköpun duga skammt ef sérhæft starfsfólk fæst ekki til þessara starfa í framtíðinni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar nú úthlutun styrkja til fumkvöðla- og sprotafyrirtækja í nýsköpun til að bregðast við hrópandi þörf á betri lausnum innan heilbrigðiskerfisins. Læknafélag Íslands skorar á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að tryggja breitt samráð og þarfagreiningu áður en lengra er haldið til að tryggja að þessir fjármunir lendi á borði þeirra sem mestu geta skilað heilbrigðiskerfinu til heilla. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk býr í veruleika kerfisins alla daga og brestirnir eru okkur augljósir og eins hvaða lausnir er brýnast að þróa. Þar ber fyrst að nefna rafrænt sjúkraskrárkerfi. Sögukerfið var sett á laggirnar árið 1992 og var í raun bein yfirfærsla á eyðublöðum sem áður höfðu verið á pappír yfir á rafrænt form. Þetta kerfi er löngu orðið barn síns tíma, er þungt í vöfum, tímafrekt í notkun og gefur mjög takmarkaða yfirsýn, langan tíma tekur að innleiða breytingar og það talar illa við önnur kerfi. Ofan á Sögukerfið hefur verið bætt ýmsum lausnum í þeirri viðleitni að sníða vankantana af Sögukerfinu og eins hafa sumar stofnanir og fyrirtæki ákveðið að nota önnur kerfi fyrir sín sjúkraskrárgögn. Það skýtur skökku við að í litlu samfélagi eins og íslensku samfélagi hafi ekki tekist að innleiða samræmt rafrænt sjúkraskrárkerfi á landsvísu þar sem sjúkraskráin er eign einstaklingsins og fylgir honum hvert sem hann kýs að sækja sér þjónustu. Eins er mikil sóun fólgin í því að mörg kerfi séu í notkun sem ekki tala saman og að upplýsingar, jafnvel lífsnauðsynlegar, flæði ekki á milli kerfa. Kerfin styðja ekki heilbrigðisstarfsmanninn nægilega vel við sína vinnu og virka ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til að tryggja öryggi sjúklinga, en í nútíma stafrænu umhverfi myndi maður telja sjálfsagt að viðvaranir og áminningar væru innbyggðar í rafræn kerfi til að minnka líkur á mannlegum mistökum. Þessu er ábótavant í dag. Nokkrir innlendir aðilar hafa beitt sér á vettvangi rafrænnar sjúkraskrár í þeirri viðleitni að bregðast við þessum veruleika og létta heilbrigðisstarfsfólki lífið. Mikilvægt er að þekking þeirra sé nýtt í framhaldinu til þróunar alvöru lausna sem duga, en ekki til að setja enn fleiri plástra á það svöðusár sem við blasir í dag. Eins og fyrr segir fögnum við þeirri viðleitni að styrkja nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Við, sem störfum í fjársveltu kerfi dags daglega, sem oft og tíðum er ekki samkeppnishæft um sérhæft starfsfólk, væntum þess að þessum peningum verði úthlutað að mjög vel ígrunduðu máli og í samráði við heilbrigðisstarfsfólk sem best þekkir hvar skórinn kreppir. Ef sporna á við þeirri miklu kostnaðaraukningu sem blasir við til ársins 2040 höfum við ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir. Raunar þarf einnig að verða bylting varðandi kjör og starfsaðstæður heilbirgðisstétta samhliða þessu, því stafrænar lausnir og nýsköpun duga skammt ef sérhæft starfsfólk fæst ekki til þessara starfa í framtíðinni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar nú úthlutun styrkja til fumkvöðla- og sprotafyrirtækja í nýsköpun til að bregðast við hrópandi þörf á betri lausnum innan heilbrigðiskerfisins. Læknafélag Íslands skorar á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að tryggja breitt samráð og þarfagreiningu áður en lengra er haldið til að tryggja að þessir fjármunir lendi á borði þeirra sem mestu geta skilað heilbrigðiskerfinu til heilla. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk býr í veruleika kerfisins alla daga og brestirnir eru okkur augljósir og eins hvaða lausnir er brýnast að þróa. Þar ber fyrst að nefna rafrænt sjúkraskrárkerfi. Sögukerfið var sett á laggirnar árið 1992 og var í raun bein yfirfærsla á eyðublöðum sem áður höfðu verið á pappír yfir á rafrænt form. Þetta kerfi er löngu orðið barn síns tíma, er þungt í vöfum, tímafrekt í notkun og gefur mjög takmarkaða yfirsýn, langan tíma tekur að innleiða breytingar og það talar illa við önnur kerfi. Ofan á Sögukerfið hefur verið bætt ýmsum lausnum í þeirri viðleitni að sníða vankantana af Sögukerfinu og eins hafa sumar stofnanir og fyrirtæki ákveðið að nota önnur kerfi fyrir sín sjúkraskrárgögn. Það skýtur skökku við að í litlu samfélagi eins og íslensku samfélagi hafi ekki tekist að innleiða samræmt rafrænt sjúkraskrárkerfi á landsvísu þar sem sjúkraskráin er eign einstaklingsins og fylgir honum hvert sem hann kýs að sækja sér þjónustu. Eins er mikil sóun fólgin í því að mörg kerfi séu í notkun sem ekki tala saman og að upplýsingar, jafnvel lífsnauðsynlegar, flæði ekki á milli kerfa. Kerfin styðja ekki heilbrigðisstarfsmanninn nægilega vel við sína vinnu og virka ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til að tryggja öryggi sjúklinga, en í nútíma stafrænu umhverfi myndi maður telja sjálfsagt að viðvaranir og áminningar væru innbyggðar í rafræn kerfi til að minnka líkur á mannlegum mistökum. Þessu er ábótavant í dag. Nokkrir innlendir aðilar hafa beitt sér á vettvangi rafrænnar sjúkraskrár í þeirri viðleitni að bregðast við þessum veruleika og létta heilbrigðisstarfsfólki lífið. Mikilvægt er að þekking þeirra sé nýtt í framhaldinu til þróunar alvöru lausna sem duga, en ekki til að setja enn fleiri plástra á það svöðusár sem við blasir í dag. Eins og fyrr segir fögnum við þeirri viðleitni að styrkja nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Við, sem störfum í fjársveltu kerfi dags daglega, sem oft og tíðum er ekki samkeppnishæft um sérhæft starfsfólk, væntum þess að þessum peningum verði úthlutað að mjög vel ígrunduðu máli og í samráði við heilbrigðisstarfsfólk sem best þekkir hvar skórinn kreppir. Ef sporna á við þeirri miklu kostnaðaraukningu sem blasir við til ársins 2040 höfum við ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun