Fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga sprautu inn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2022 10:31 Jenna segir það einkennilegt að hver sem er megi í raun sprauta fylliefni eða bótoxi undir húð fólks. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir, ræddi við Sindra Sindrason um húðmeðferðir eins og bótox í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jenna segir að þeir einu sem ættu að mega sprauta bótoxi í fólk séu læknar, ekki snyrtifræðingar eða hjúkrunarfræðingar. „Í fegrunarmeðferðum er bótox alltaf vinsælast. Það hefur verið það í mörg ár og ekkert sem toppar það,“ segir Jenna og bætir við að það sé mesti misskilningur að það séu bara konur sem hafi áhuga og að karlmenn séu farnir að nýta sér meðferðir af þessu toga í auknu mæli. „Svo eru það fylliefnin og þá sjáum við mjög mikið ákveðnar tískubylgjur eins og núna er flott að vera með mjög stórar varir og kannski mikið kinnbein. Þetta fer svolítið eftir Hollywood trendunum, hvað Kardashian er að gera og fleiri. Þetta er mikið til umræðu á öllum þessum þingum sem við förum á erlendis. Hvernig við eigum að koma í veg fyrir þessa offyllingu því fólk á það til að missa sig,“ segir Jenna sem bætir við að viðskiptavinir hennar séu aðallega á aldrinum fjörutíu til sextíu ára. „Það er ábyrgð þín sem meðferðaraðila að stoppa viðkomandi af þegar hann er að missa sig. Mér finnst alveg fáránlegt að það séu ekki reglur um það hverjir megi sprauta svona efnum inn í líkama fólks. Í fyrsta lagi þá erum við með nál og við stingum undir húð hjá fólki. Þetta er aðskotahlutur og þú þarft að þekkja anótómíuna og þú þarft að vita hvar eru æðarnar, taugarnar og líkamsfræði húðarinnar. Mér finnst fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga inn,“ segir Jenna. „Vandamálið er að við erum ekki með neina reglugerð og það er mín skoðun að aðeins læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar undir eftirliti lækna megi sprauta. Svoleiðis er þetta í Danmörku og Svíþjóð,“ segir Jenna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Jenna segir að þeir einu sem ættu að mega sprauta bótoxi í fólk séu læknar, ekki snyrtifræðingar eða hjúkrunarfræðingar. „Í fegrunarmeðferðum er bótox alltaf vinsælast. Það hefur verið það í mörg ár og ekkert sem toppar það,“ segir Jenna og bætir við að það sé mesti misskilningur að það séu bara konur sem hafi áhuga og að karlmenn séu farnir að nýta sér meðferðir af þessu toga í auknu mæli. „Svo eru það fylliefnin og þá sjáum við mjög mikið ákveðnar tískubylgjur eins og núna er flott að vera með mjög stórar varir og kannski mikið kinnbein. Þetta fer svolítið eftir Hollywood trendunum, hvað Kardashian er að gera og fleiri. Þetta er mikið til umræðu á öllum þessum þingum sem við förum á erlendis. Hvernig við eigum að koma í veg fyrir þessa offyllingu því fólk á það til að missa sig,“ segir Jenna sem bætir við að viðskiptavinir hennar séu aðallega á aldrinum fjörutíu til sextíu ára. „Það er ábyrgð þín sem meðferðaraðila að stoppa viðkomandi af þegar hann er að missa sig. Mér finnst alveg fáránlegt að það séu ekki reglur um það hverjir megi sprauta svona efnum inn í líkama fólks. Í fyrsta lagi þá erum við með nál og við stingum undir húð hjá fólki. Þetta er aðskotahlutur og þú þarft að þekkja anótómíuna og þú þarft að vita hvar eru æðarnar, taugarnar og líkamsfræði húðarinnar. Mér finnst fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga inn,“ segir Jenna. „Vandamálið er að við erum ekki með neina reglugerð og það er mín skoðun að aðeins læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar undir eftirliti lækna megi sprauta. Svoleiðis er þetta í Danmörku og Svíþjóð,“ segir Jenna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira