Heilbrigðismál

Fréttamynd

Kalla inn starfs­menn úr sumar­leyfum

Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins.

Innlent
Fréttamynd

Endó­metríósa eða móður­sýki?

Á liðnum vetri fór ég til kvensjúkdómalæknis sem ég hef ekki farið til áður. Hann hefur ágæta þekkingu á endómetríósu og þess vegna ákvað ég að spyrja hann hvers vegna svo fáir greinist með sjúkdóminn árlega á Íslandi. Ég velti því upp hvort það væri vegna langra biðlista eða gamalgróinna viðhorfa um að túrverkir væru eðlilegir? Eða var það kannski vegna þess að ekki er hlustað á konur?

Skoðun
Fréttamynd

Fordómar í heilbrigðiskerfinu og bankakerfinu á Íslandi

Fyrst vil ég segja að mín upplifun er sú að við teljum okkur flest fordómalaus en kannski ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og fer í heiðarlega sjálfsskoðun gæti maður fundið einhverskonar snefil af fordómum innra með sér sem maður er ómeðvitaður um. Þannig enginn er að mínu mati ,,heilagur” í þessum efnum. Oftast er þetta eitthvað í undirvitundinni hjá okkur en ekki á yfirborðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Sköpum bjarta framtíðarsýn á sviði augnlækninga á Íslandi

Einn helsti styrkur íslenska heilbrigðiskerfisins er flest í því að hér á landi þurfa læknar að sækja sér framhaldsmenntun erlendis. Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og hefur orðið til þess að hér á landi hefur safnast mikil alþjóðleg þekking og góð yfirsýn yfir ólík vinnubrögð, hugmyndir og nýjungar í læknisfræði.

Skoðun
Fréttamynd

Oln­boga­börn þjóð­fé­lagsins, þá og nú

Með lögum nr. 64/2010 var samþykkt að nýr Landspítali skyldi rísa við Hringbraut. Lengi hafði verið kallað eftir því að umönnun og aðbúnaður sjúklinga myndi færður til nútímahorfs með byggingu nýs hátæknisjúkrahúss enda húsakostur gamla Landspítalans óhagkvæmur og kominn til ára sinna. 

Skoðun
Fréttamynd

Mann­réttinda­brot framin á stofnunum landsins „nær dag­lega“

Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir.

Innlent
Fréttamynd

Viðbragðsteymi bráðaþjónustu ræðst í aðgerðir

Viðbragðsteymi bráðaþjónustu í landinu hefur ráðist í aðgerðir. Meðal þeirra er opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma, ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga og ráðning tveggja erlendra sérfræðinga í bráðalækningum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­metan­legt að fagna fjöru­tíu ára af­mælinu

Fjörutíu ár eru í dag síðan starfsemi hófst á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Heimilismenn, starfsfólk og gestir fögnuðu afmælinu við hátíðlega athöfn í garði heimilisins, þar sem boðið var upp á veitingar og fjölbreytt tónlistaratriði. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil ó­þolin­mæði í sam­fé­laginu

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að fólk geti verið nokkuð rólegt yfir því að verið sé að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslnanna. Breytingin tekur gildi 1. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí

Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health.

Innlent
Fréttamynd

„Við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu“

Ákvörðun um að færa faglega símaþjónustu læknavaktarinnar til heilsugæslunnar eru kaldar kveðjur til starfsfólks að mati Gunnlaugs Sigurjónssonar stjórnarformanns Læknavaktarinnar sem óttast að stór mistök séu í uppsiglingu.

Innlent
Fréttamynd

Krefst þyngri refsingar yfir plast­barka­lækninum

Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm.

Erlent
Fréttamynd

Eining um stjórn Landspítala

Við stöndum frammi fyrir því að á næstu 20 árum mun Íslendingum yfir 65 ára aldri fjölga um 40 þúsund. Það er ekki valkostur að gera alltaf meira af því sama. Margt sem gekk í fortíð gengur ekki endilega upp í nútíð

Skoðun
Fréttamynd

Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar

Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi sjálfs­víga 2021 svipaður og síðustu ár

Alls sviptu 38 manns sig lífi á Íslandi á árinu 2021, eða 10,2 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn er áþekkum þeim á síðustu árum, en að meðaltali voru 38 sjálfsvíg á ári síðustu fimm árin, 2017 til 2021, eða 10,7 á hverja 100 þúsund íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Skaðleg efni leynast víða

Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í þrávirkum efnum hjá Umhverfisstofnun segir PFAS efni leynast víða og geta valdið hinum ýmsu heilsukvillum eins og frjósemis- og skjaldkirtilsvandamálum.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að setja hámark á magn nikótíns í vindlingum

Bandaríkjastjórn hyggst leggja til staðla um hámarksmagn nikótíns í vindlingum. Tillagan er liður í áætlun ríkisstjórnar Joes Biden forseta um að fækka dauðsföllum af völdum krabbameins um helming næsta aldarfjórðunginn.

Erlent
Fréttamynd

Anna Hildur endurkjörin formaður SÁÁ

Anna Hildur Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður SÁÁ nú fyrr í kvöld og Þráinn Farestveit varaformaður sömuleiðis. Núverandi stjórn félagasamtakanna hélt velli þrátt fyrir mótframboð. 368 einstaklingar sóttu fundinn og fór hann vel fram að sögn varaformanns.

Innlent
Fréttamynd

Nýr sóttvarnarlæknir vonast eftir meiri ró í embætti

Guðrún Aspelund, nýr sóttvarnarlæknir mætti í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún er sérhæfð í almennum barnaskurðlækningum og vann á sóttvarnasviði áður en hún sótti um embætti sóttvarnarlæknis. Hún vonast eftir meiri ró í starfi en Þórólfur. 

Innlent