Íslendingar að renna út á tíma í málum aldraðra Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 16. september 2023 23:01 Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir Íslendinga vera að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Stöð 2 Fimm hundruð eru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og byggja þarf ígildi níu hjúkrunarheimila bara í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun í elstu hópum. Forstjóri Sóltún segir að þjóðin sé að renna út á tíma í málum aldraðra. Íslenska þjóðin eldist á ógnarhraða og á næstu fimmtán árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgað um 85 prósent. Sá hópur færi úr því að vera um ellefu þúsund manns í dag yfir í að vera um tuttugu þúsund árið 2038. Bara í Reykjavík vantar um 700 hjúkrunarrými, þetta er ígildi um átta til níu heilla hjúkrunarheimila. Á næstu fimmtán árum er talið að fólki á aldrinum 80 til 89 ára gæti fjölgað um 85 prósent. Eitt af stærstu viðfangsefnum næstu ára er hvernig eigi að mæta þeirri fjölgun.Stöð 2 Fimm hundruð á biðlista „Það eru fimm hundruð manns á landinu á biðlista eftir hjúkrunarrými í dag. Ég held að það séu um 250, síðast þegar ég gáði, á biðlista eftir hjúkrunarrými bara á höfuðborgarsvæðinu. Við erum kannski aðeins runnin út á tíma með þetta,“ sagði Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns. „Eitt nýtt hjúkrunarheimili kostar svona fimm-sex milljarða. Sú uppbygging þarf að vera hraðari,“ sagði hún einnig. Næstu hjúkrunarrými sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu eru einmitt á Sóltúni, sextíu talsins og verða tilbúin eftir eitt til tvö ár. Slík uppbygging á þó vissulega til að dragast á langinn. Vorið 2021 undirrituðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri samkomulag um að reisa hjúkrunarheimili fyrir allt að 144 íbúa á lóð við Mosaveg í Reykjavík á móti Borgarholtsskóla. Í samkomulaginu var talað um að undirbúningur framkvæmda myndi hefjast seinna það sama ár og að hjúkrunarheimilið yrði tilbúið til notkunar. En nú er langt liðið á 2023 og enn hefur ekkert gerst á lóðinni. Íslendingar þurfi að spýta í lófana Martin Green, framkvæmdastjóri Care England, stærstu atvinnugreinasamtaka í einkarekinni umönnun aldraðra á Bretlandi, segir Íslendinga verða að spýta í lófana í málaflokknum. „Ég held að það verði líka vandamál, hvort þið hafið efni á að þjóna öllum þegar við lítum á aukna þörf. Ísland er ekkert öðruvísi en hin G20-ríkin. Það er aukin þörf hjá okkur öllum og við finnum að það eru minni fjármunir hjá stjórnvöldum,“ sagði Green við fréttastofu. Martin Green segir Íslendinga í sama vanda og önnur G20-ríki.Stöð 2 Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Sjá meira
Íslenska þjóðin eldist á ógnarhraða og á næstu fimmtán árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgað um 85 prósent. Sá hópur færi úr því að vera um ellefu þúsund manns í dag yfir í að vera um tuttugu þúsund árið 2038. Bara í Reykjavík vantar um 700 hjúkrunarrými, þetta er ígildi um átta til níu heilla hjúkrunarheimila. Á næstu fimmtán árum er talið að fólki á aldrinum 80 til 89 ára gæti fjölgað um 85 prósent. Eitt af stærstu viðfangsefnum næstu ára er hvernig eigi að mæta þeirri fjölgun.Stöð 2 Fimm hundruð á biðlista „Það eru fimm hundruð manns á landinu á biðlista eftir hjúkrunarrými í dag. Ég held að það séu um 250, síðast þegar ég gáði, á biðlista eftir hjúkrunarrými bara á höfuðborgarsvæðinu. Við erum kannski aðeins runnin út á tíma með þetta,“ sagði Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns. „Eitt nýtt hjúkrunarheimili kostar svona fimm-sex milljarða. Sú uppbygging þarf að vera hraðari,“ sagði hún einnig. Næstu hjúkrunarrými sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu eru einmitt á Sóltúni, sextíu talsins og verða tilbúin eftir eitt til tvö ár. Slík uppbygging á þó vissulega til að dragast á langinn. Vorið 2021 undirrituðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri samkomulag um að reisa hjúkrunarheimili fyrir allt að 144 íbúa á lóð við Mosaveg í Reykjavík á móti Borgarholtsskóla. Í samkomulaginu var talað um að undirbúningur framkvæmda myndi hefjast seinna það sama ár og að hjúkrunarheimilið yrði tilbúið til notkunar. En nú er langt liðið á 2023 og enn hefur ekkert gerst á lóðinni. Íslendingar þurfi að spýta í lófana Martin Green, framkvæmdastjóri Care England, stærstu atvinnugreinasamtaka í einkarekinni umönnun aldraðra á Bretlandi, segir Íslendinga verða að spýta í lófana í málaflokknum. „Ég held að það verði líka vandamál, hvort þið hafið efni á að þjóna öllum þegar við lítum á aukna þörf. Ísland er ekkert öðruvísi en hin G20-ríkin. Það er aukin þörf hjá okkur öllum og við finnum að það eru minni fjármunir hjá stjórnvöldum,“ sagði Green við fréttastofu. Martin Green segir Íslendinga í sama vanda og önnur G20-ríki.Stöð 2
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Sjá meira