Heilbrigðismál Veirulyf styttir batatímann en dregur ekki úr innlögnum eða dauðsföllum Veirulyfið Molnupiravir dregur úr veirumagninu í líkamanum og styttir batatímann eftir Covid-veikindi hjá þeim sem hafa verið bólusettir. Það virðist hins vegar ekki fækka sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum, eins og áður var talið. Erlent 23.12.2022 08:47 Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Innlent 22.12.2022 13:53 Gott að eldast Það að eldast er gæfa og við sem á eftir komum eigum fyrri kynslóðum margt að þakka. Aldursamsetning þjóðarinnar er að breytast vegna þess að velferðarkerfið okkar er gott. Þessi breyting er því ekki aðeins jákvæð heldur líka fyrirsjáanleg og það er okkur sem samfélagi mikilvægt að undirbúa hana vel. Skoðun 21.12.2022 16:01 Tekist á um frumvarp Willums: Vill að saumaklúbbarnir fái sínar mentólsígarettur Tekist var á um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á Alþingi í gær. Fari frumvarpið í gegn væru mentólsígarettur ekki lengur leyfilegar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarpið einna helst hafa áhrif á saumaklúbba landsins. Innlent 16.12.2022 08:08 Mögulega viðvarandi mengun í borginni Loftmengun var mikil í frosti og hægviðri í höfuðborginni í dag. Spáð er svipuðu veðri áfram og því vara borgaryfirvöld við því að mengunin gæti orðið viðvarandi. Hvetja yfirvöld almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins á meðan. Innlent 15.12.2022 20:05 Vilja tryggja brotaþolum sálfræðistuðning eftir skýrslutöku Dóms- og heilbrigðisráðherra ætla að vinna að því að tryggja brotaþolum kynferðisofbeldis stuðning hjá sálfræðingi að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Einnig ætla þeir að auka samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins um þjónustu vegna kynferðisofbeldis. Innlent 14.12.2022 18:33 Spilavítishugmyndinni kastað fram en ekki skoðuð nánar Hugmynd HHÍ um að setja á laggirnar spilavíti hér á landi var einungis pæling sem kastað var fram við gerð tillaga um breytingar á lögum og reglugerðum um happdrætti. Forstjóri HHÍ segir að stjórnvöld þurfi að breyta reglugerðum um fjárhættuspil á netinu ef bregðast á við tekjutapi og leggja upp úr heilbrigðari spilun. Innlent 14.12.2022 14:00 Fagnar því að hafa lokið meðferð eftir að hafa glímt við átröskun í rúmlega fimm ár Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, fagnaði mikilvægum áfanga í gær þegar hún útskrifaðist úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar, eftir rúmlega fimm ára baráttu við sjúkdóminn. Lífið 14.12.2022 13:38 Guðlaug Rakel í heilbrigðisráðuneytið Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, hefur verið ráðin til tímabundinna verkefna hjá heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 13.12.2022 16:49 Greindi eiginmanninn á Google eftir stutt stopp á bráðamóttöku „Það versta er að læknar þola ekki sjálfsgreiningar af Google, en almúginn þarf samt að greina sig sjálfur til að fá hjálp,“ segir Karen Bereza. Eiginmaður hennar var sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans með verkjalyf þrátt fyrir sárar höfuðkvalir og hnakkastífni. Innlent 13.12.2022 15:14 Heilbrigðiskerfið sem fékk lítinn plástur Nýlega heyrðum við af uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga. Hún treysti sér ekki til að sinna starfinu með þeim fjárveitingum sem Sjúkratryggingum er úthlutað. Í framhaldinu heyrðust síðan þau merkilegu viðbrögð heilbrigðisráðherra að uppsögnin hafi ekki komið honum á óvart. Skoðun 12.12.2022 16:01 „Á okkar ábyrgð að það fari ekki með verri geðheilsu heim“ „Umræðan um geðheilsu hefur breyst mikið á undanförnum árum. Ungt fólk hefur verið leiðandi í að opna umræðuna um geðheilbrigðismál og við sem eldri erum þurfum að taka þau til fyrirmyndar,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Fyrirtækið var að gefa út sérstaka geðheilsustefnu. Heilsa 12.12.2022 13:30 Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein. Innlent 11.12.2022 13:31 Útilokar ekki að hafa átt óformleg samtöl vegna vanvirðandi framkomu ráðherra Forsætisráðherra virðist ekki útiloka það í svörum sínum við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að starfsmenn Stjórnarráðsins hafi leitað til hennar óformlega vegna vanvirðandi framkomu af hálfu annarra ráðherra. Innlent 9.12.2022 08:16 Drengur dæmdur í umsjá lækna til að gangast undir hjartaaðgerð Drengur sem dæmdur var í umsjá lækna hefur gengist undir lífsnauðsynlega hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Auckland á Nýja-Sjálandi. Erlent 9.12.2022 07:53 Tíðni andvana fæðinga lág en þungburafæðinga há Tíðni andvana fæðinga á Íslandi hefur alla jafna verið lág og var 1,7 til 3,2 á hver 1.000 fædd börn árin 2015-2019. Þá var tíðni nýbura- og ungbarnadauða mjög lág á Íslandi árið 2019, eða 0,5 og 0,9 börn af 1.000 lifandi börnum. Innlent 9.12.2022 06:54 Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. Innlent 8.12.2022 19:00 Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. Innlent 8.12.2022 14:37 Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Innlent 8.12.2022 13:30 Það á að vera gott að eldast á Íslandi Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað. Skoðun 8.12.2022 13:01 Bæjarstjóri segir læknisleysið óboðlegt Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ. Innlent 7.12.2022 16:41 Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag. Innlent 7.12.2022 13:02 Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“ Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga. Innlent 7.12.2022 11:41 Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega. Innlent 7.12.2022 11:39 Breytingar á lögum um hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna komnar í samráðsgátt Frumvarp að lögum varðandi hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt og gert er ráð fyrir að lagabreytingin taki gildi 1. janúar 2024, þ.e. eftir rúmt ár. Innlent 6.12.2022 18:14 Lífslöngunin endurnærð á Reykjalundi Á túnfleti við endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund stendur listaverkið Lífslöngun eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Verkið hefur staðið þarna frá því sumarið 1993 og má gera ráð fyrir því að framhjá því hafi gengið tugþúsundir einstaklinga sem hafa þurft á þverfaglegri þjónustu Reykjalundar að halda. Skoðun 6.12.2022 12:30 Sálræn áföll og ofþyngd Vitað er að orsakir ofþyngdar hjá einstaklingum eru margar og mismunandi. Ekki er hægt að benda á eina algjöra orsök fyrir ofþyngd en þær eru margar og mismunandi. Sú orsök sem fjallað verður um hér eru sálræn áföll. Skoðun 5.12.2022 20:30 Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. Innlent 5.12.2022 20:00 Vilja samþætta þjónustu fyrir aldraða Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að gera eldra fólki kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu lengur. Liður í því er sérstök aðgerðaráætlun um endurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Innlent 5.12.2022 19:23 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. Innlent 5.12.2022 13:12 « ‹ 50 51 52 53 54 55 56 57 58 … 216 ›
Veirulyf styttir batatímann en dregur ekki úr innlögnum eða dauðsföllum Veirulyfið Molnupiravir dregur úr veirumagninu í líkamanum og styttir batatímann eftir Covid-veikindi hjá þeim sem hafa verið bólusettir. Það virðist hins vegar ekki fækka sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum, eins og áður var talið. Erlent 23.12.2022 08:47
Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Innlent 22.12.2022 13:53
Gott að eldast Það að eldast er gæfa og við sem á eftir komum eigum fyrri kynslóðum margt að þakka. Aldursamsetning þjóðarinnar er að breytast vegna þess að velferðarkerfið okkar er gott. Þessi breyting er því ekki aðeins jákvæð heldur líka fyrirsjáanleg og það er okkur sem samfélagi mikilvægt að undirbúa hana vel. Skoðun 21.12.2022 16:01
Tekist á um frumvarp Willums: Vill að saumaklúbbarnir fái sínar mentólsígarettur Tekist var á um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á Alþingi í gær. Fari frumvarpið í gegn væru mentólsígarettur ekki lengur leyfilegar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarpið einna helst hafa áhrif á saumaklúbba landsins. Innlent 16.12.2022 08:08
Mögulega viðvarandi mengun í borginni Loftmengun var mikil í frosti og hægviðri í höfuðborginni í dag. Spáð er svipuðu veðri áfram og því vara borgaryfirvöld við því að mengunin gæti orðið viðvarandi. Hvetja yfirvöld almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins á meðan. Innlent 15.12.2022 20:05
Vilja tryggja brotaþolum sálfræðistuðning eftir skýrslutöku Dóms- og heilbrigðisráðherra ætla að vinna að því að tryggja brotaþolum kynferðisofbeldis stuðning hjá sálfræðingi að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Einnig ætla þeir að auka samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins um þjónustu vegna kynferðisofbeldis. Innlent 14.12.2022 18:33
Spilavítishugmyndinni kastað fram en ekki skoðuð nánar Hugmynd HHÍ um að setja á laggirnar spilavíti hér á landi var einungis pæling sem kastað var fram við gerð tillaga um breytingar á lögum og reglugerðum um happdrætti. Forstjóri HHÍ segir að stjórnvöld þurfi að breyta reglugerðum um fjárhættuspil á netinu ef bregðast á við tekjutapi og leggja upp úr heilbrigðari spilun. Innlent 14.12.2022 14:00
Fagnar því að hafa lokið meðferð eftir að hafa glímt við átröskun í rúmlega fimm ár Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og varaþingmaður Pírata, fagnaði mikilvægum áfanga í gær þegar hún útskrifaðist úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar, eftir rúmlega fimm ára baráttu við sjúkdóminn. Lífið 14.12.2022 13:38
Guðlaug Rakel í heilbrigðisráðuneytið Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, hefur verið ráðin til tímabundinna verkefna hjá heilbrigðisráðuneytinu. Innlent 13.12.2022 16:49
Greindi eiginmanninn á Google eftir stutt stopp á bráðamóttöku „Það versta er að læknar þola ekki sjálfsgreiningar af Google, en almúginn þarf samt að greina sig sjálfur til að fá hjálp,“ segir Karen Bereza. Eiginmaður hennar var sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans með verkjalyf þrátt fyrir sárar höfuðkvalir og hnakkastífni. Innlent 13.12.2022 15:14
Heilbrigðiskerfið sem fékk lítinn plástur Nýlega heyrðum við af uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga. Hún treysti sér ekki til að sinna starfinu með þeim fjárveitingum sem Sjúkratryggingum er úthlutað. Í framhaldinu heyrðust síðan þau merkilegu viðbrögð heilbrigðisráðherra að uppsögnin hafi ekki komið honum á óvart. Skoðun 12.12.2022 16:01
„Á okkar ábyrgð að það fari ekki með verri geðheilsu heim“ „Umræðan um geðheilsu hefur breyst mikið á undanförnum árum. Ungt fólk hefur verið leiðandi í að opna umræðuna um geðheilbrigðismál og við sem eldri erum þurfum að taka þau til fyrirmyndar,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Fyrirtækið var að gefa út sérstaka geðheilsustefnu. Heilsa 12.12.2022 13:30
Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein. Innlent 11.12.2022 13:31
Útilokar ekki að hafa átt óformleg samtöl vegna vanvirðandi framkomu ráðherra Forsætisráðherra virðist ekki útiloka það í svörum sínum við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að starfsmenn Stjórnarráðsins hafi leitað til hennar óformlega vegna vanvirðandi framkomu af hálfu annarra ráðherra. Innlent 9.12.2022 08:16
Drengur dæmdur í umsjá lækna til að gangast undir hjartaaðgerð Drengur sem dæmdur var í umsjá lækna hefur gengist undir lífsnauðsynlega hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Auckland á Nýja-Sjálandi. Erlent 9.12.2022 07:53
Tíðni andvana fæðinga lág en þungburafæðinga há Tíðni andvana fæðinga á Íslandi hefur alla jafna verið lág og var 1,7 til 3,2 á hver 1.000 fædd börn árin 2015-2019. Þá var tíðni nýbura- og ungbarnadauða mjög lág á Íslandi árið 2019, eða 0,5 og 0,9 börn af 1.000 lifandi börnum. Innlent 9.12.2022 06:54
Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. Innlent 8.12.2022 19:00
Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. Innlent 8.12.2022 14:37
Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Innlent 8.12.2022 13:30
Það á að vera gott að eldast á Íslandi Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað. Skoðun 8.12.2022 13:01
Bæjarstjóri segir læknisleysið óboðlegt Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ. Innlent 7.12.2022 16:41
Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag. Innlent 7.12.2022 13:02
Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“ Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga. Innlent 7.12.2022 11:41
Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega. Innlent 7.12.2022 11:39
Breytingar á lögum um hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna komnar í samráðsgátt Frumvarp að lögum varðandi hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að heilbrigðisstarfsfólki verði heimilað að starfa við heilbrigðisþjónustu hjá ríkinu eftir sjötugt og gert er ráð fyrir að lagabreytingin taki gildi 1. janúar 2024, þ.e. eftir rúmt ár. Innlent 6.12.2022 18:14
Lífslöngunin endurnærð á Reykjalundi Á túnfleti við endurhæfingarmiðstöðina Reykjalund stendur listaverkið Lífslöngun eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Verkið hefur staðið þarna frá því sumarið 1993 og má gera ráð fyrir því að framhjá því hafi gengið tugþúsundir einstaklinga sem hafa þurft á þverfaglegri þjónustu Reykjalundar að halda. Skoðun 6.12.2022 12:30
Sálræn áföll og ofþyngd Vitað er að orsakir ofþyngdar hjá einstaklingum eru margar og mismunandi. Ekki er hægt að benda á eina algjöra orsök fyrir ofþyngd en þær eru margar og mismunandi. Sú orsök sem fjallað verður um hér eru sálræn áföll. Skoðun 5.12.2022 20:30
Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. Innlent 5.12.2022 20:00
Vilja samþætta þjónustu fyrir aldraða Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að gera eldra fólki kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu lengur. Liður í því er sérstök aðgerðaráætlun um endurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Innlent 5.12.2022 19:23
María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. Innlent 5.12.2022 13:12