Ástarsamband við lækni talið rýra framburð Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2024 09:00 Saga Ýrr greindi frá ástarsambandi sínu við lækni, lykilvitni í málinu, áður en aðalmeðferð í því hófst. Dómari taldi ástarsambandið rýra trúverðugleika Sturlu sem vitnis. Karlmaður var á dögunum sýknaður af ákæru þess efnis að hafa tekið dreng hálstaki. Dómari í málinu leit til þess við ákvörðun sína að læknirinn hefði skrifað upp á áverkavottorð eftir mynd af áverkum sem ósannreynt var hvenær var tekin. Þá yrði ekki litið fram hjá því að réttargæslumaður drengsins og læknirinn ættu í ástarsambandi. Réttargæslumaðurinn er auk þess mjög góð vinkona móður drengsins til langs tíma. Málið má rekja til mars 2021. Þá leitaði drengur ásamt móður sinni á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu og kærði líkamsárás sem hann kvaðst hafa orðið fyrir tíu dögum fyrr. Hann hefði gert dyraat hjá nágranna sínum ásamt tveimur vinum. Nágranninn hefði fundið þá á leikvelli í grenndinni og hafi ásamt eiginkonu sinni sakað þá um að hafa skemmt bílsskúrshurð með grjótkasti. Nágranninn hefði tekið hann hálstaki í nokkrar sekúndur og svo sagt þeim að elta sig heim til sín sem þeir hefðu gert. Að lokum hefði annar vina hans gefið upp símanúmer eins föður og fór svo að annar faðir sótti drengina. Beygla á bílskúrshurð Nágranninn sagðist hafa verið heima hjá sér klukkan hálftíu á föstudagskvöldi þegar hann og eiginkonan heyrðu þungt högg. Þau hefðu farið út og séð þrjá stráka fela sig bak við bíl nágranna þeirra. Hann hafi litið á bílskúrshurðina, þaðan sem hann taldi sig hafa heyrt höggið, og sá beyglu á henni sem hann taldi eftir spark eða steinkast. Þau hafi leitað að drengjunum, fundið á leikvelli og viljað fá að vita hvar þeir byggju vegna skemmdanna á bílskúrshurðinni. Drengirnir vildu ekki segja þeim það og sögðust ekki vera með síma á sér. Hávaxnasti strákurinn vildi stinga af en maðurinn þá gripið í peysu hans og haldið í líklega fimm sekúndur. Kona hans hafi lagt til að þeir kæmu heim með þeim þar sem þeir myndu ekki heimilisföng sín og væru ekki með síma en leysa þyrfti málið. Kalt var úti og þau ekki í yfirhöfnum. Hafi drengirnir samþykkt að koma með. Faðir eins drengins hefði svo komið, beðið þau afsökunar á skemmdunum á bílskúrshurðinni og sagst ætla að ræða við drengina. Móðir hávaxna drengsins hafi svo komið, verið æst og öskrað á þau. Tjónið á bílskúrshurðinni hafi ekki verið mikið en þó haft áhrif á virkni hennar. Þau hafi þá ákveðið að láta kyrrt liggja eftir að hafa áttað sig á því að hávaxni drengurinn var nágranni þeirra. Myndin af áverka talin hafa lítið gildi Meðal lykilgagna í málinu var læknisvottorð frá heimilislækni sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Sturla B. Johnsen, annar eigandi Heilsuverndar og vinur móður drengsins á Facebook. Fram kemur í dómnum að drengurinn hafi leitað til Sturlu fjórum dögum eftir hina meintu árás. Drengurinn hafi ekki verið með neina áverka en mætt með ljósmynd og sagt hana tekna fjórum dögum fyrr. Þar hefði mátt sjá rautt far á hálsi sem læknirinn sagði passa við lýsingu drengsins á árásinni. Þá var í vottorðinu lýst andlegri líðan móður eftir atvikið. Í vottorðinu mátti sjá að vottorðið var að mestu byggt á samtölum Sturlu við móður drengsins. Björn Þorvaldsson, fyrrverandi saksóknari og nú dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fór í gegnum vitnisburð ákærða, brotaþola og vitna í niðurstöðukafla dómsins. Þar rifjaði hann upp að nágranninn hefði sagst hafa umfram allt viljað komast í samband við foreldra drengjanna. Hann hefði talið einn drenginn ætla að forða sér og því gripið í peysu hans og haldið í nokkrar sekúndur. Taldi hann drenginn varla hafa meitt sig við það. Dómari sagði framburð nágrannans hafa verið stöðugan og trúverðugan um atburðarásina umrætt kvöld og fá stoð í framburði eiginkonu hans. Ólíkar lýsingar drengjanna Teknar voru skýrslur af drengnum og vinum hans í Barnahúsi. Hann sagði nágranna sinn hafa veist að sér og „eiginlega kyrkt“ hann. Nágranninn hefði tekið með annarri hendinni um öxl hans og með hinni um háls hans í þrjár til fjórar sekúndur. Annar vinur hans sagði nágrannann hafa kyrkt drenginn með báðum höndum í tíu til þrjátíu sekúndur. Hann myndi það þó ekki alveg. Hinn vinurinn sagði nágrannann hafa tekið um háls drengsins með annarri hendi, lyfti honum og bent í andlitið hans með hinni. Hefði hann haldið honum þannig í tíu til fimmtán sekúndur. Dómari taldi ekki samræmi í framburði drengsins og vinar hans um hina meintu árás nágrannans. Þá fann dómari að því að læknirinn hefði ekki hitt drenginn fyrr en fjórum dögum eftir atvikið. Enginn áverki hefði verið eftir hina meintu árás. Læknirinn byggði því vottorðið á myndum sem drengurinn kvaðst sjálfur hafa tekið. Þá virtist sem lögregla hefði ekki gert neina tilraun til að kanna uppruna myndanna eða sannreyna hvenær þær voru teknar. Óvænt ást setur strik í reikninginn Þá horfði dómarinn til þess að Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður drengsins, hefði upplýst áður en aðalmeðferð í málinu hófst að hún ætti í ástarsambandi við Sturlu B. Johnsen, lækninn sem skrifaði upp á vottorðið eftir mynd sem drengurinn sýndi honum. Ástarsambandið hefði staðið yfir síðan í september 2022. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nær vinskapur þeirra lengra aftur áður en ástir tókust með Sögu og Sturlu. Dómari í málinu taldi að meta þyrfti framburð Sturlu læknis með hliðsjón af því að hann ætti í ástarsambandi með Sögu sem gætti réttinda drengsins. Saga Ýrr og móðir drengsins eru sem fyrr segir nánar vinkonur. Með hliðsjón af ólíkum vitnisburði drengjanna og ástarsambandinu taldi dómarinn verulegan vafa leika á því að atvik hafi orðið með þeim hætti sem drengurinn lýsti og ákært var fyrir. Sömuleiðis að afleiðingarnar hafi orðið eins og þar er lýst; veist með ofbeldi að drengnum og hann tekinn hálstaki með þeim afleiðingum að hann missti andann og hlaut roða á hálsi. Þannig hafi hann beitt drenginn ógnunum og sýnt vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Var nágranninn því sýknaður í málinu. Umtalað viðtal Saga Ýrr vakti athygli þegar hún tók viðtal við Sölva Tryggvason í Podcasti Sölva í maí 2021 í kjölfar ásakana á hendur honum. Síðar sagði hún sig frá máli Sölva og sagði meintan brotaþola Sölva vera skjólstæðing sinn í öðru máli. Hún gætir hagsmuna fjölda kvenna í alþjóðlegri málsókn vegna PIP-brjóstapúða. Sturla á fjörutíu prósenta hlut í Heilsuvernd á móti Lilju Þóreyju Guðmundsdóttur, eiginkonu Teits Guðmundssonar læknis sem fór áður með eignarhlutinn. Sturla steig til hliðar um tíma úr starfi árið 2022 vegna ásakana sem hann sagði ekki eiga við nein rök að styðjast. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Lögmennska Heilbrigðismál PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Málið má rekja til mars 2021. Þá leitaði drengur ásamt móður sinni á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu og kærði líkamsárás sem hann kvaðst hafa orðið fyrir tíu dögum fyrr. Hann hefði gert dyraat hjá nágranna sínum ásamt tveimur vinum. Nágranninn hefði fundið þá á leikvelli í grenndinni og hafi ásamt eiginkonu sinni sakað þá um að hafa skemmt bílsskúrshurð með grjótkasti. Nágranninn hefði tekið hann hálstaki í nokkrar sekúndur og svo sagt þeim að elta sig heim til sín sem þeir hefðu gert. Að lokum hefði annar vina hans gefið upp símanúmer eins föður og fór svo að annar faðir sótti drengina. Beygla á bílskúrshurð Nágranninn sagðist hafa verið heima hjá sér klukkan hálftíu á föstudagskvöldi þegar hann og eiginkonan heyrðu þungt högg. Þau hefðu farið út og séð þrjá stráka fela sig bak við bíl nágranna þeirra. Hann hafi litið á bílskúrshurðina, þaðan sem hann taldi sig hafa heyrt höggið, og sá beyglu á henni sem hann taldi eftir spark eða steinkast. Þau hafi leitað að drengjunum, fundið á leikvelli og viljað fá að vita hvar þeir byggju vegna skemmdanna á bílskúrshurðinni. Drengirnir vildu ekki segja þeim það og sögðust ekki vera með síma á sér. Hávaxnasti strákurinn vildi stinga af en maðurinn þá gripið í peysu hans og haldið í líklega fimm sekúndur. Kona hans hafi lagt til að þeir kæmu heim með þeim þar sem þeir myndu ekki heimilisföng sín og væru ekki með síma en leysa þyrfti málið. Kalt var úti og þau ekki í yfirhöfnum. Hafi drengirnir samþykkt að koma með. Faðir eins drengins hefði svo komið, beðið þau afsökunar á skemmdunum á bílskúrshurðinni og sagst ætla að ræða við drengina. Móðir hávaxna drengsins hafi svo komið, verið æst og öskrað á þau. Tjónið á bílskúrshurðinni hafi ekki verið mikið en þó haft áhrif á virkni hennar. Þau hafi þá ákveðið að láta kyrrt liggja eftir að hafa áttað sig á því að hávaxni drengurinn var nágranni þeirra. Myndin af áverka talin hafa lítið gildi Meðal lykilgagna í málinu var læknisvottorð frá heimilislækni sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Sturla B. Johnsen, annar eigandi Heilsuverndar og vinur móður drengsins á Facebook. Fram kemur í dómnum að drengurinn hafi leitað til Sturlu fjórum dögum eftir hina meintu árás. Drengurinn hafi ekki verið með neina áverka en mætt með ljósmynd og sagt hana tekna fjórum dögum fyrr. Þar hefði mátt sjá rautt far á hálsi sem læknirinn sagði passa við lýsingu drengsins á árásinni. Þá var í vottorðinu lýst andlegri líðan móður eftir atvikið. Í vottorðinu mátti sjá að vottorðið var að mestu byggt á samtölum Sturlu við móður drengsins. Björn Þorvaldsson, fyrrverandi saksóknari og nú dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fór í gegnum vitnisburð ákærða, brotaþola og vitna í niðurstöðukafla dómsins. Þar rifjaði hann upp að nágranninn hefði sagst hafa umfram allt viljað komast í samband við foreldra drengjanna. Hann hefði talið einn drenginn ætla að forða sér og því gripið í peysu hans og haldið í nokkrar sekúndur. Taldi hann drenginn varla hafa meitt sig við það. Dómari sagði framburð nágrannans hafa verið stöðugan og trúverðugan um atburðarásina umrætt kvöld og fá stoð í framburði eiginkonu hans. Ólíkar lýsingar drengjanna Teknar voru skýrslur af drengnum og vinum hans í Barnahúsi. Hann sagði nágranna sinn hafa veist að sér og „eiginlega kyrkt“ hann. Nágranninn hefði tekið með annarri hendinni um öxl hans og með hinni um háls hans í þrjár til fjórar sekúndur. Annar vinur hans sagði nágrannann hafa kyrkt drenginn með báðum höndum í tíu til þrjátíu sekúndur. Hann myndi það þó ekki alveg. Hinn vinurinn sagði nágrannann hafa tekið um háls drengsins með annarri hendi, lyfti honum og bent í andlitið hans með hinni. Hefði hann haldið honum þannig í tíu til fimmtán sekúndur. Dómari taldi ekki samræmi í framburði drengsins og vinar hans um hina meintu árás nágrannans. Þá fann dómari að því að læknirinn hefði ekki hitt drenginn fyrr en fjórum dögum eftir atvikið. Enginn áverki hefði verið eftir hina meintu árás. Læknirinn byggði því vottorðið á myndum sem drengurinn kvaðst sjálfur hafa tekið. Þá virtist sem lögregla hefði ekki gert neina tilraun til að kanna uppruna myndanna eða sannreyna hvenær þær voru teknar. Óvænt ást setur strik í reikninginn Þá horfði dómarinn til þess að Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður drengsins, hefði upplýst áður en aðalmeðferð í málinu hófst að hún ætti í ástarsambandi við Sturlu B. Johnsen, lækninn sem skrifaði upp á vottorðið eftir mynd sem drengurinn sýndi honum. Ástarsambandið hefði staðið yfir síðan í september 2022. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nær vinskapur þeirra lengra aftur áður en ástir tókust með Sögu og Sturlu. Dómari í málinu taldi að meta þyrfti framburð Sturlu læknis með hliðsjón af því að hann ætti í ástarsambandi með Sögu sem gætti réttinda drengsins. Saga Ýrr og móðir drengsins eru sem fyrr segir nánar vinkonur. Með hliðsjón af ólíkum vitnisburði drengjanna og ástarsambandinu taldi dómarinn verulegan vafa leika á því að atvik hafi orðið með þeim hætti sem drengurinn lýsti og ákært var fyrir. Sömuleiðis að afleiðingarnar hafi orðið eins og þar er lýst; veist með ofbeldi að drengnum og hann tekinn hálstaki með þeim afleiðingum að hann missti andann og hlaut roða á hálsi. Þannig hafi hann beitt drenginn ógnunum og sýnt vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Var nágranninn því sýknaður í málinu. Umtalað viðtal Saga Ýrr vakti athygli þegar hún tók viðtal við Sölva Tryggvason í Podcasti Sölva í maí 2021 í kjölfar ásakana á hendur honum. Síðar sagði hún sig frá máli Sölva og sagði meintan brotaþola Sölva vera skjólstæðing sinn í öðru máli. Hún gætir hagsmuna fjölda kvenna í alþjóðlegri málsókn vegna PIP-brjóstapúða. Sturla á fjörutíu prósenta hlut í Heilsuvernd á móti Lilju Þóreyju Guðmundsdóttur, eiginkonu Teits Guðmundssonar læknis sem fór áður með eignarhlutinn. Sturla steig til hliðar um tíma úr starfi árið 2022 vegna ásakana sem hann sagði ekki eiga við nein rök að styðjast. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Lögmennska Heilbrigðismál PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira