Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 16:06 Rúmlega þrjátíu sinnum fleiri smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra en árið 2022. EPA/HOTLI SIMANJUNTAK Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. Talið er að þetta sé vegna þess að færri börn voru bólusett gegn mislingum á meðan faraldur Covid-19 var hvað fyrirferðarmestur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði að nærri því 21 þúsund manns hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús vegna mislinga og fimm hefðu dáið. Ástandið væri alvarlegt. „Bóluefni eru eina leiðin til að verja börn gegn þessum sjúkdómi sem getur reynst hættulegur,“ sagði Kluge samkvæmt frétt BBC. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur en í grein eftir Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, sem birt var á Vísindavefnum árið 2005 sagði hann mislinga vera óþægilegasta barnasjúkdóminn og þann hættulegasta af þeim sem valda útbrotum. Hann sagði sjúkdóminn geta haft alvarlega fylgikvilla. Þórólfur skrifaði þá einnig að sem betur fer væru mislingar í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hefðu verið bólusett gegn þeim í mörg ár. Árið 2019 kom þó upp mislingasmit hér á Íslandi og var það í fyrsta sinn frá því sjúkdómnum var útrýmt hér á landi. Þar var um að ræða barn sem talið er hafa smitast í Svíþjóð. WHO segir smit síðasta árs hafa náð til allra aldurshópa. Mislingar geta verið alvarlegir fyrir fólk á öllum aldri en dánartíðni er hæst hjá ungbörnum. Þeir hefjast oft með hita og útbrotum en fylgikvillar þeirra geta oft verið lungnabólga, heilahimnubólga, blinda og köst. Bóluefni gegn mislingum, hettustótt og rauðum hundum.AP/Elaine Thompson Áður en bóluefni við mislingum var búið til árið 1963 skullu faraldrar reglulega upp kollinum leiddu hundruð þúsunda til dauða á ári hverju. Í frétt BBC segir að tíðni bólusetninga fyrsta skammts MMR-bóluefnisins gegn mislingum hafi dregist saman úr 96 prósentum árið 2019 í 93 prósent árið 2022. Tíðini seinni skammtsins dróst einnig saman úr 92 prósentum í 91 prósent. Þessi tiltölulega litla fækkun þýðir að rúmlega 1,8 milljónir barna í Evrópu voru ekki bólusett gegn mislingum á þessum tveimur árum. Mislingar náðu útbreiðslu í bæ í Bretlandi í síðustu viku. Guardian segir áætlað að rúmlega 3,4 milljónir barna undir sextán ára aldri í Bretlandi séu ekki með mótefni við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Rúmlega þrjú hundruð smit hafa greinst í Bretlandi frá 23. október til 15. janúar. Sambærileg staða er uppi á borðinu í Bandaríkjunum. Í frétt sem birt var á vef CNN í dag segir að tilfelli hafi greinst víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum vikum. Í báðum löndum hefur tíðni bólusetninga barna gegn mislinum og öðrum sjúkdómum dregist saman um nokkur prósentustig á undanförnum árum. Heilbrigðismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Talið er að þetta sé vegna þess að færri börn voru bólusett gegn mislingum á meðan faraldur Covid-19 var hvað fyrirferðarmestur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði að nærri því 21 þúsund manns hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús vegna mislinga og fimm hefðu dáið. Ástandið væri alvarlegt. „Bóluefni eru eina leiðin til að verja börn gegn þessum sjúkdómi sem getur reynst hættulegur,“ sagði Kluge samkvæmt frétt BBC. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur en í grein eftir Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, sem birt var á Vísindavefnum árið 2005 sagði hann mislinga vera óþægilegasta barnasjúkdóminn og þann hættulegasta af þeim sem valda útbrotum. Hann sagði sjúkdóminn geta haft alvarlega fylgikvilla. Þórólfur skrifaði þá einnig að sem betur fer væru mislingar í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hefðu verið bólusett gegn þeim í mörg ár. Árið 2019 kom þó upp mislingasmit hér á Íslandi og var það í fyrsta sinn frá því sjúkdómnum var útrýmt hér á landi. Þar var um að ræða barn sem talið er hafa smitast í Svíþjóð. WHO segir smit síðasta árs hafa náð til allra aldurshópa. Mislingar geta verið alvarlegir fyrir fólk á öllum aldri en dánartíðni er hæst hjá ungbörnum. Þeir hefjast oft með hita og útbrotum en fylgikvillar þeirra geta oft verið lungnabólga, heilahimnubólga, blinda og köst. Bóluefni gegn mislingum, hettustótt og rauðum hundum.AP/Elaine Thompson Áður en bóluefni við mislingum var búið til árið 1963 skullu faraldrar reglulega upp kollinum leiddu hundruð þúsunda til dauða á ári hverju. Í frétt BBC segir að tíðni bólusetninga fyrsta skammts MMR-bóluefnisins gegn mislingum hafi dregist saman úr 96 prósentum árið 2019 í 93 prósent árið 2022. Tíðini seinni skammtsins dróst einnig saman úr 92 prósentum í 91 prósent. Þessi tiltölulega litla fækkun þýðir að rúmlega 1,8 milljónir barna í Evrópu voru ekki bólusett gegn mislingum á þessum tveimur árum. Mislingar náðu útbreiðslu í bæ í Bretlandi í síðustu viku. Guardian segir áætlað að rúmlega 3,4 milljónir barna undir sextán ára aldri í Bretlandi séu ekki með mótefni við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Rúmlega þrjú hundruð smit hafa greinst í Bretlandi frá 23. október til 15. janúar. Sambærileg staða er uppi á borðinu í Bandaríkjunum. Í frétt sem birt var á vef CNN í dag segir að tilfelli hafi greinst víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum vikum. Í báðum löndum hefur tíðni bólusetninga barna gegn mislinum og öðrum sjúkdómum dregist saman um nokkur prósentustig á undanförnum árum.
Heilbrigðismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira