Landspítalinn

Fréttamynd

Hættu­á­stand skapaðist á Land­spítalanum

Spilliefnaleki kom upp á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala. Atvikið átti sér stað um svipað leyti og sprening var gerð á framkvæmdasvæði þó að óljóst sé hvort málin tengist.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga í ályktun sem það hefur sent samninganefnd ríkisins og tveimur ráðuneytum. Varar það við því að þjónusta eigi eftir að skerðast verulega ef til verkfalls kemur.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ísland með efniviðinn í annan faraldur

Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi.

Innlent
Fréttamynd

Heimsóknarbann á bráðamóttöku

Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Aðstandendur fá að fylgja konum á kvennadeild eftir helgi

Opnað verður fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á Landspítalanum í flestum tilfellum frá og með mánudeginum 18. maí, þar á meðal í ómskoðun og eftir fæðingu. Ákveðnar takmarkanir verða þó áfram í gildi.

Innlent
Fréttamynd

Enginn lengur á Landspítalanum með Covid-19

Vatnaskil urðu í kórónuveirufaraldrinum á Íslandi í dag en nú liggur enginn sjúklingur lengur inni á Landspítalanum með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Engu að síður en níu sjúklingar enn á sjúkrahúsinu sem eru jafna sig á alvarlegum veikindum.

Innlent
Fréttamynd

Í fimmta skipti greindist ekkert smit

Enginn greindist með kórónuveirusmit hér á landi síðastliðinn sólarhring samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.799 greinst með veiruna hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraliðanám - það er málið!

Ungt fólk, sem er að velta fyrir sér námsbraut næsta haust, ætti að skoða sjúkraliðanámið af kostgæfni. Fjölmargar ástæður eru fyrir því. Sjúkraliðastarfið er í senn gefandi og skemmtilegt en um leið krefjandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki orðið af hátt í 500 aðgerðum vegna kórónuveirunnar

Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi.

Innlent