Aðskilin smitsjúkdómadeild í nýjum Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 18:12 Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala. Vísir/Einar Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, gerir ráð fyrir að starfsemi Landspítalans muni sameinist í nýju húsi árið 2025 eða 2026. Gera megi ráð fyrir að uppsteypa taki um þrjú ár og að lokinni innivinnu og lokafrágangi muni spítalinn geta flutt í nýja húsnæðið. Gunnar var gestur í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann sagði að á nýjum spítala yrði að finna sérstaka smitsjúkdómadeild sem hægt yrði að aðgreina frá öðrum deildum. „Landspítalinn er í dag á sautján stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag í hundrað húsum. Markmiðið með Hringbrautarverkefninu er að sameina starfsemina, sameina gjörgæslur, bráðamóttökur og ýmislegt annað og að sjúklingarnir þurfi ekki að leita á marga staði,“ segir Gunnar. Byggingin breytileg Þá sé byggingin breytileg, hægt sé að mæta þörfum hverju sinni með því að breyta byggingunni innanhúss hverju sinni. „Byggingin er þannig að hægt er að breyta henni mjög auðveldlega, það er hægt að breyta henni innanhúss og það mun alveg gerast.“ Í meðferðarkjarnanum svokallaða verður fjölþætt starfsemi að sögn Gunnars. Það verður fyrst og fremst bráða- og háskólasjúkrahús. „Þessi spítali er auðvitað bráðaspítali, meðferðarspítali og tenging yfir í kennsluna,“ segir Gunnar. Aðskilin smitsjúkdómadeild Á fyrstu hæðinni er mjög stór bráðamóttaka. Á annarri hæðinni eru hlutir eins og speglun, röntgen og myndgreiningar og slíkt. Við erum líka með þar að vestan sérstaka smitsjúkdómadeild sem er að greind þannig að það er hægt að koma inn að vestan í húsinu og aðgreina það frá. Þar eru legurými líka þannig að það er búið að hugsa fyrir því í áratug og tengist í raun ebóla-veirunni á sínum tíma,“ segir Gunnar. Á smitsjúkdómadeildinni verða tuttugu legurými en byggingin er þannig hönnuð að hægt er að stækka rýmin og aðskilja þau. Þá verða um 200 legurými á fimmtu og sjöttu hæðinni. Þá eru einstaklingsherbergi í öllum legurýmum, ekki síst vegna sýkingavarna, og verður sér salernisaðstaða í hverju legurými fyrir sig. Enn verið að hanna spítalann innanhúss Hann segir miklu máli hve hönnunin sé sívirk. Enn sé verið að vinna að hönnun spítalans eftir því hvernig tæknin og þörfin breytist. „Það sem skiptir máli er að hönnun sé sívirk. Það má ekki hugsa það þannig að spítalinn hafi verið hannaður fyrir tíu árum. Við erum enn að hanna hann, burðarvirkin eru komin, þess vegna er verið að vinna á þeim og nú er verið að ljúka innri hönnun eða verkhönnun á öðrum svæðum,“ segir Gunnar. Þá verður annað hús byggt, svokallaður rannsóknarkjarni, þar sem rannsóknarvinna spítalans verður sameinuð. Þá verður einnig byggt svokallað bílastæða- og tæknihús þar sem varaaflskerfi spítalans verða. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Víglínan Tengdar fréttir Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, gerir ráð fyrir að starfsemi Landspítalans muni sameinist í nýju húsi árið 2025 eða 2026. Gera megi ráð fyrir að uppsteypa taki um þrjú ár og að lokinni innivinnu og lokafrágangi muni spítalinn geta flutt í nýja húsnæðið. Gunnar var gestur í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann sagði að á nýjum spítala yrði að finna sérstaka smitsjúkdómadeild sem hægt yrði að aðgreina frá öðrum deildum. „Landspítalinn er í dag á sautján stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag í hundrað húsum. Markmiðið með Hringbrautarverkefninu er að sameina starfsemina, sameina gjörgæslur, bráðamóttökur og ýmislegt annað og að sjúklingarnir þurfi ekki að leita á marga staði,“ segir Gunnar. Byggingin breytileg Þá sé byggingin breytileg, hægt sé að mæta þörfum hverju sinni með því að breyta byggingunni innanhúss hverju sinni. „Byggingin er þannig að hægt er að breyta henni mjög auðveldlega, það er hægt að breyta henni innanhúss og það mun alveg gerast.“ Í meðferðarkjarnanum svokallaða verður fjölþætt starfsemi að sögn Gunnars. Það verður fyrst og fremst bráða- og háskólasjúkrahús. „Þessi spítali er auðvitað bráðaspítali, meðferðarspítali og tenging yfir í kennsluna,“ segir Gunnar. Aðskilin smitsjúkdómadeild Á fyrstu hæðinni er mjög stór bráðamóttaka. Á annarri hæðinni eru hlutir eins og speglun, röntgen og myndgreiningar og slíkt. Við erum líka með þar að vestan sérstaka smitsjúkdómadeild sem er að greind þannig að það er hægt að koma inn að vestan í húsinu og aðgreina það frá. Þar eru legurými líka þannig að það er búið að hugsa fyrir því í áratug og tengist í raun ebóla-veirunni á sínum tíma,“ segir Gunnar. Á smitsjúkdómadeildinni verða tuttugu legurými en byggingin er þannig hönnuð að hægt er að stækka rýmin og aðskilja þau. Þá verða um 200 legurými á fimmtu og sjöttu hæðinni. Þá eru einstaklingsherbergi í öllum legurýmum, ekki síst vegna sýkingavarna, og verður sér salernisaðstaða í hverju legurými fyrir sig. Enn verið að hanna spítalann innanhúss Hann segir miklu máli hve hönnunin sé sívirk. Enn sé verið að vinna að hönnun spítalans eftir því hvernig tæknin og þörfin breytist. „Það sem skiptir máli er að hönnun sé sívirk. Það má ekki hugsa það þannig að spítalinn hafi verið hannaður fyrir tíu árum. Við erum enn að hanna hann, burðarvirkin eru komin, þess vegna er verið að vinna á þeim og nú er verið að ljúka innri hönnun eða verkhönnun á öðrum svæðum,“ segir Gunnar. Þá verður annað hús byggt, svokallaður rannsóknarkjarni, þar sem rannsóknarvinna spítalans verður sameinuð. Þá verður einnig byggt svokallað bílastæða- og tæknihús þar sem varaaflskerfi spítalans verða. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Víglínan Tengdar fréttir Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01