Fjármálaráðherra segir ekki lausn í kreppunni að fjölga opinberum starfsmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2020 20:00 Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að kórónuveirufaraldurinn hefði sýnt fram á bráða þörf á fjölgun heilbrigðisstarfsmanna. Fjármálaráðherra segist ósammála. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ekki forgangsmál að fjölga opinberum starfsmönnum heldur að auka fjárfestingar fyrirtækja til að fjölga störfum. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að kórónuveirufaraldurinn hefði sýnt fram á bráða þörf á fjölgun heilbrigðisstarfsmanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti einnig að fjölga opinberum starfsmönnum á ýmsum öðrum sviðum til að bæta þjónustu við almenning samhliða því að styðja við einkageirann í kreppunni. „En það er ekki nóg að byggja spítala og hjúkrunarheimili. Það þarf að manna þau. Mönnunarvandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er risavaxin áskorun og kallar á langtíma áætlun um að bæta aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta. Við í Samfylkingunni höfum tlað fyrir því að ráðist verði í átak gegn undirmönnun í almannaþjónustu. Til að fjölga störfum í atvinnukreppu, bæta heilbrigðisþjónustu og mikilvæga þjónustu við fólk," sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hugmyndafræði Samfylkingarinnar um að hægt væri að komast út úr kreppunni með fjölgun opinberra starfsmanna ekki taka á rót vandans. „Rót vandans sem við stöndum frami fyrir núna er hrun í einkageiranum. Það er rót vandans og við verðum að ráðast á þá rót með því að örva, skapa, tryggja að viðspyrna sé til staðar. Auka landsframleiðsluna að nýju. Vegna þess að ef það mistekst höfum við ekki efni á að halda úti þeirri opinberu þjónustu sem við höldum úti í dag. Hvað þá að fara að stækka kökuna," sagði Bjarni. Landspítalinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki forgangsmál að fjölga opinberum starfsmönnum heldur að auka fjárfestingar fyrirtækja til að fjölga störfum. Formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að kórónuveirufaraldurinn hefði sýnt fram á bráða þörf á fjölgun heilbrigðisstarfsmanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti einnig að fjölga opinberum starfsmönnum á ýmsum öðrum sviðum til að bæta þjónustu við almenning samhliða því að styðja við einkageirann í kreppunni. „En það er ekki nóg að byggja spítala og hjúkrunarheimili. Það þarf að manna þau. Mönnunarvandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er risavaxin áskorun og kallar á langtíma áætlun um að bæta aðbúnað og kjör heilbrigðisstétta. Við í Samfylkingunni höfum tlað fyrir því að ráðist verði í átak gegn undirmönnun í almannaþjónustu. Til að fjölga störfum í atvinnukreppu, bæta heilbrigðisþjónustu og mikilvæga þjónustu við fólk," sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hugmyndafræði Samfylkingarinnar um að hægt væri að komast út úr kreppunni með fjölgun opinberra starfsmanna ekki taka á rót vandans. „Rót vandans sem við stöndum frami fyrir núna er hrun í einkageiranum. Það er rót vandans og við verðum að ráðast á þá rót með því að örva, skapa, tryggja að viðspyrna sé til staðar. Auka landsframleiðsluna að nýju. Vegna þess að ef það mistekst höfum við ekki efni á að halda úti þeirri opinberu þjónustu sem við höldum úti í dag. Hvað þá að fara að stækka kökuna," sagði Bjarni.
Landspítalinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent