Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2020 20:01 Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undirstrika þörfina á nýjum Landspítala sem muni gerbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Síðan verði að bregðast við því á næstu árum að þjóðin sé að eldast en ráðist hafi verið í átak í fjölgun hjúkrunarrýma. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakosti sem var afhent á föstudag sýnir að spítalinn var illa búinn til að verjast hópsýkingu sem þar kom upp og leiddi til dauða tólf manns. Forsætisráðherra segir að landlæknisembættið taki málið nú til skoðunar. Málið sé í hárréttum farvegi en skýrslan sýni þörfina á að reisa nýjan Landspítala. „Það var forgangsatriði hjá okkur að koma henni af stað. Því það hefur lengi legið fyrir að það er mikil þörf á að endurnýja húnsæðið,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/Vilhelm Síðan þurfi spítalinn að taka á ýmsum öðrum málum eins og sóttvarnaráðstöfunum, loftræstingu og fleira en skýrslan leiddi líka í ljós að undirmönnun eigi hlut að máli. Nýr Landspítali er hins vegar ekki sérstaklega hannaður til að eiga við einangrun eldri hópa í faröldum. Er kerfið þá ekki að sýna að þar er veikleiki? „Ég held að það sé mjög mikilvægt að nýji spítalinn mun skipta gríðarlegu máli fyrir bættar aðstæður í sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Hann mun líka gefa okkur aukið rými til að bæta eldri rými. Þnnig að unt sé að koma til móts við það sem þú ert að nefna hvað varðar umönnun eldra fólks,” segir forsætisráðherra. Mikill fjöldi eldra fólks hefur undanfarin ár legið inni á Landspítalanum en ætti í raun að vera á hjúkrunarheimilum. Katrín segir að þar hafi ríkisstjórnin ráðist í átak. „Og við höfum líka verið að styðja við verkefni sem lúta að alls konar valkostum hvað varðar til að mynda dagdvöl fyrir eldri borgara og fleira. Þannig að ég held að þar verði að horfa á fjölbreyttar leiðir. En þjóðin er að eldast og þetta er risastórt verkefni, hvernig við búum að okkar eldra fólki.,” segir Katrín. Þá sé ljóst af skýrslunni um Landakot að þar verði að ráðst í endurbætur ef spítalinn eigi áfram að sinna hlutverki sínu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59 Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51 „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undirstrika þörfina á nýjum Landspítala sem muni gerbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Síðan verði að bregðast við því á næstu árum að þjóðin sé að eldast en ráðist hafi verið í átak í fjölgun hjúkrunarrýma. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakosti sem var afhent á föstudag sýnir að spítalinn var illa búinn til að verjast hópsýkingu sem þar kom upp og leiddi til dauða tólf manns. Forsætisráðherra segir að landlæknisembættið taki málið nú til skoðunar. Málið sé í hárréttum farvegi en skýrslan sýni þörfina á að reisa nýjan Landspítala. „Það var forgangsatriði hjá okkur að koma henni af stað. Því það hefur lengi legið fyrir að það er mikil þörf á að endurnýja húnsæðið,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraVísir/Vilhelm Síðan þurfi spítalinn að taka á ýmsum öðrum málum eins og sóttvarnaráðstöfunum, loftræstingu og fleira en skýrslan leiddi líka í ljós að undirmönnun eigi hlut að máli. Nýr Landspítali er hins vegar ekki sérstaklega hannaður til að eiga við einangrun eldri hópa í faröldum. Er kerfið þá ekki að sýna að þar er veikleiki? „Ég held að það sé mjög mikilvægt að nýji spítalinn mun skipta gríðarlegu máli fyrir bættar aðstæður í sjúkrahúsþjónustu á Íslandi. Hann mun líka gefa okkur aukið rými til að bæta eldri rými. Þnnig að unt sé að koma til móts við það sem þú ert að nefna hvað varðar umönnun eldra fólks,” segir forsætisráðherra. Mikill fjöldi eldra fólks hefur undanfarin ár legið inni á Landspítalanum en ætti í raun að vera á hjúkrunarheimilum. Katrín segir að þar hafi ríkisstjórnin ráðist í átak. „Og við höfum líka verið að styðja við verkefni sem lúta að alls konar valkostum hvað varðar til að mynda dagdvöl fyrir eldri borgara og fleira. Þannig að ég held að þar verði að horfa á fjölbreyttar leiðir. En þjóðin er að eldast og þetta er risastórt verkefni, hvernig við búum að okkar eldra fólki.,” segir Katrín. Þá sé ljóst af skýrslunni um Landakot að þar verði að ráðst í endurbætur ef spítalinn eigi áfram að sinna hlutverki sínu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59 Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51 „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. 17. nóvember 2020 12:59
Helga Vala orðlaus yfir Kastljósi kvöldsins „Ég er bæði orðlaus og rasandi eftir áhorf á Kastljós rétt í þessu. Þetta var held ég nýtt met.“ 16. nóvember 2020 22:51
„Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34
Landakot er ekki hjúkrunarheimili Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum. 14. nóvember 2020 15:38