Rafmyntir

Fréttamynd

ONE um allan heim

Rafmyntina ONE er nú að finna í 194 löndum og telur milljónir notenda og tólf milljónir reikninga. Hagkerfi hefur því myndast. Myntin byggir á því í kjölinn að fara eftir öllum reglum, reglugerðum og lögum í hverju því landi sem myntin er í.

Skoðun
Fréttamynd

Rafmyntasjóðurinn Viska hækkaði um 29 prósent í októ­ber

Gengi Visku rafmyntasjóðs hækkaði verulega í október samhliða miklum hækkunum á Bitcoin, en mörgum öðrum rafmyntum vegnaði ekki eins vel. Um var að ræða besta mánuð sjóðsins frá stofnun hans, þar síðasta sumar. Sjóðurinn hefur tvöfaldast að stærð á innan við ári. 

Innherji
Fréttamynd

Eru peningar okkar að viðhalda stríðum?

Öll stríð ganga á og hrifsa burt eignir fólks. Í þeim heimi sem við lifum við í dag er ofbeldi og líkamleg valdbeiting þeir þættir sem hvað mest vega þegar yfirráðum skal náð yfir tilteknum landsvæðum á kostnað þeirra sem búa á þeim. Stríðum er svo viðhaldið með því að hrifsa burt tiltekinn eignarflokk af fólki utan stríðsátaka, nánar tiltekið pening þess til að fjármagna og viðhalda þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­mynt­a­sjóð­ur­inn Visk­a með 23 prós­ent­a á­vöxt­un á fyrst­a starfs­ár­i

Ávöxtun rafmyntasjóðsins Visku nam 23 prósent á fyrsta starfsári sínu sem lauk í júní. „Það hefur sýnt sig að varfærin nálgun okkar og stífar kröfur gagnvart mótaðilum eru að skila árangri,“ segja stjórnendur sjóðsins. Fjölmargir rafmyntasjóðir hafi lent illa í því síðastliðið ár og hætt starfsemi í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna. „Að okkar mati er það versta yfirstaðið og útlitið fyrir næstu ár er afar spennandi.“

Innherji
Fréttamynd

Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður?

Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­lýsingar Lands­virkjunar um raf­mynta­gröft séu loðnar

Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum.

Innlent
Fréttamynd

Bitcoinvirkjunin

Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Ná saman um regluverk um rafmyntir

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjórnvöld að setja sér sambærileg lög.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Byltingar­sinnaðir fjár­festar veðja á nýjan leik CCP: „Heims­yfir­ráð eða dauði“ á nýjan leik

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, á tveggja áratuga starf að baki hjá fyrirtækinu, en lítur svo á að hann sé rétt að byrja. Þróun er hafin á nýjum tölvuleik, sem gerist í sama umhverfi og EVE Online, en þar sem fjármálakerfið verður byggt á bálkakeðjutækni. Peningarnir verða með öðrum orðum í sömu mynd og Bitcoin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum“

Daði Kristjánsson hreifst af rafmyntum fyrir nokkrum árum, hætti svo í hefðbundna bankageiranum og rekur nú fyrsta íslenska rafmyntafjárfestingasjóðinn, Viska Digital, ásamt meðstofnendum og viðskiptafélögum. Hann segir rafmyntir langtímaverkefni, nýtt áhugavert hliðarkerfi, en ekki leið til skjótfengins gróða: „Þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir hann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viska skilaði 11 prósenta á­vöxtun í krefjandi fjár­festinga­um­hverfi

Gengi Visku rafmyntasjóðs, fyrsta íslenska fagfjárfestasjóðsins sem sérhæfir sig í rafmyntum, hækkaði um 11 prósent frá stofnun sjóðsins í júlí fram til áramóta. Á tímabilinu þróaðist gengi sjóðsins með hagfelldari hætti en gengi tveggja stærstu rafmyntanna, íslensku úrvalsvísitölunnar og hinnar bandarísku S&P 500.

Innherji
Fréttamynd

Yfir­lög­fræðingur FTX sagður vinna með sak­sóknurum

Fyrrverandi yfirlögfræðingur fallna rafmyntafyrirtækisins FTX er sagður hafa veitt bandarískum yfirvöldum upplýsingar um hvernig Sam Bankman-Fried notaði innistæður viðskiptavini til að fjármagna eigin viðskipti. Búist er við því að hann verði eitt af lykilvitnum ákæruvaldsins gegn Bankman-Fried.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikill fjöldi við­skipta­vina hluti af hóplög­sókn

Viðskiptavinir rafmyntaverkvangsins FTX hafa nú stofnað til hóplögsóknar og freista þess að fá eitthvað af eignum sínum til baka eftir fall fyrirtækisins. Mögulegt er að hóplögsóknin muni ná yfir eina milljón viðskiptavina sem halda því fram að þeir eigi fyrstir rétt á greiðslu frá fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rann­saka kosninga­fram­lög FTX-for­kólfa

Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent