Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 14. júní 2023 08:00 Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Í viðtalinu fullyrðir Hörður að orkan úr væntanlegri Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til bitcoinvinnslu. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að verði Hvammsvirkjun að veruleika mun raforkan þaðan að sjálfsögðu streyma um kerfið í heild sinni, og þar með til þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun og grafa eftir bitcoin. Eða ætlar Hörður kannski að sortera raforkuna úr Hvammsvirkjun frá í línunum og passa að hún fari ekki til þessara viðskiptavina Landsvirkjunar, sem hann vill helst sem allra minnst kannast við núna? Hvernig ætlar hann sér að standa við þessa fullyrðingu gagnvart landsmönnum, einkum íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra sem er ætlað í dag að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun og fórna þar landi og náttúru í raforkuhít Landsvirkjunar? Hvort Landsvirkjun selji forgangs- eða afgangsorku í bitcoingröft er fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Hvernig sölusamningur vegna bitcoinvinnslu lítur út á pappírum Landsvirkjunar breytir engu um að það er óverjandi að fórna náttúruauðæfum Íslands til að grafa eftir slíkum sýndarverðmætum, sem kemur auk þess sífellt betur í ljós að er gróðrarstía blekkinga og fjársvika. Þökk sé orkufyrirtækjum landsins tekur Ísland nú þátt í þeim leik af miklum móð. Landsvirkjun hefur í næstum tvö ár sagt að verið sé að „fasa út“ raforkusölu í bitcoingröft en það virðist ganga hægt. Í viðtali gærdagsins hafnar Hörður hvorki né staðfestir tölur hins norska greinanda Jaran Mellerud sem telur um 120 MW vera notuð í bitcoingröft á Íslandi. Sé sú tala rétt fer meiri raforka í bitcoingröft heldur en samanlagt til allra íslenskra heimila. Nú þegar Hörður er búinn að hefja samtalið þarf bara eitt heiðarlegt svar frá honum: Hversu mikla raforku hefur Landsvirkjun selt í bitcoingröft síðustu tólf mánuði? Þá tölu þarf ekki að greina niður eftir stökum gagnaverum, hér þarf bara heildarraforkumagn sem Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins í almannaeigu, selur til bitcoinvinnslu. Raforkunotkun allra atvinnuvega á Íslandi kemur fram í opinberum gögnum – við vitum nákvæmlega hve mikil orka fer í ylrækt, mjólkuriðnað og steinullargerð, svo dæmi séu tekin. Af hverju þykir það ekki sjálfsagt mál að allir Íslendingar fái að vita hve mikil orka fer í bitcoingröft? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Rafmyntir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Í viðtalinu fullyrðir Hörður að orkan úr væntanlegri Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til bitcoinvinnslu. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að verði Hvammsvirkjun að veruleika mun raforkan þaðan að sjálfsögðu streyma um kerfið í heild sinni, og þar með til þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun og grafa eftir bitcoin. Eða ætlar Hörður kannski að sortera raforkuna úr Hvammsvirkjun frá í línunum og passa að hún fari ekki til þessara viðskiptavina Landsvirkjunar, sem hann vill helst sem allra minnst kannast við núna? Hvernig ætlar hann sér að standa við þessa fullyrðingu gagnvart landsmönnum, einkum íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra sem er ætlað í dag að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun og fórna þar landi og náttúru í raforkuhít Landsvirkjunar? Hvort Landsvirkjun selji forgangs- eða afgangsorku í bitcoingröft er fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Hvernig sölusamningur vegna bitcoinvinnslu lítur út á pappírum Landsvirkjunar breytir engu um að það er óverjandi að fórna náttúruauðæfum Íslands til að grafa eftir slíkum sýndarverðmætum, sem kemur auk þess sífellt betur í ljós að er gróðrarstía blekkinga og fjársvika. Þökk sé orkufyrirtækjum landsins tekur Ísland nú þátt í þeim leik af miklum móð. Landsvirkjun hefur í næstum tvö ár sagt að verið sé að „fasa út“ raforkusölu í bitcoingröft en það virðist ganga hægt. Í viðtali gærdagsins hafnar Hörður hvorki né staðfestir tölur hins norska greinanda Jaran Mellerud sem telur um 120 MW vera notuð í bitcoingröft á Íslandi. Sé sú tala rétt fer meiri raforka í bitcoingröft heldur en samanlagt til allra íslenskra heimila. Nú þegar Hörður er búinn að hefja samtalið þarf bara eitt heiðarlegt svar frá honum: Hversu mikla raforku hefur Landsvirkjun selt í bitcoingröft síðustu tólf mánuði? Þá tölu þarf ekki að greina niður eftir stökum gagnaverum, hér þarf bara heildarraforkumagn sem Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins í almannaeigu, selur til bitcoinvinnslu. Raforkunotkun allra atvinnuvega á Íslandi kemur fram í opinberum gögnum – við vitum nákvæmlega hve mikil orka fer í ylrækt, mjólkuriðnað og steinullargerð, svo dæmi séu tekin. Af hverju þykir það ekki sjálfsagt mál að allir Íslendingar fái að vita hve mikil orka fer í bitcoingröft? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar