Erlent

Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjár­svik og peninga­þvott

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bankman-Fried verður gerð refsing á næsta ári.
Bankman-Fried verður gerð refsing á næsta ári. AP/Seth Wenig

Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu.

Hinn 31 árs gamli milljarðamæringur var handtekinn í gær eftir að FTX varð gjaldþrota. Hann á yfir höfði sér margra áratuga fangelsi en verður ekki gerð refsing fyrr en 28. mars á næsta ári.

Eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir sagði ríkissaksóknarinn Damian Williams í yfirlýsingu að Bankman-Fried hefði orðið uppvís að einum stærsta fjármálaglæpnum í sögu Bandaríkjanna, sem hefði miðað að því að gera hann að „konungi rafmyntanna“.

Málið snérist um lygar og svik og þjófnað.

Bankman-Fried var sakaður um að hafa logið að fjárfestum og lánastofnunum og stolið milljörðum dala í gegnum FTX, sem varð fyrirtækinu á endanum að falli. Hann sagðist saklaus af öllum ákæruliðum; hann hefði gert mistök en í góðri trú.

Lögmaður Bankman-Fried sagðist virða niðurstöðu kviðdómsins en hún hefði engu að síður valdið vonbrigðum. Því hefur ekki verið svarað beint út hvort niðurstöðunni verði áfrýjað en lögmaðurinn sagði hins vegar að baráttunni væri ekki lokið.

Þrír nánir vinir og samstarfsmenn Bankman-Fried, þeirra á meðal fyrrverandi kærasta hans, játuðu og samþykktu að bera vitni í málinu í von um vægari dóma. Þeim verður gerð refsing síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×