Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 08:52 Sam Bankman-Fried var stungið í steininn fyrir fjársvikin sem felldu FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphöll heims fyrir tveimur árum. Vísir/EPA Fyrrverandi viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar FTX eiga von á allt að 16,5 milljörðum dollurum upp í kröfur sínar þegar skiptum á þrotabúinu lýkur. Sumir þeirra gætu fengið allt að fimmtungi hærri upphæð til baka en þeir áttu þegar félagið fór í þrot. FTX varð gjaldþrota eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup á kauphöllina í kjölfar frétta af vafasömum viðskiptaháttum stjórnenda hennar í nóvember 2022. Milljónir viðskiptavina hennar misstu þá aðgang að reikningum sínum. Sam Bankman-Fried, stofnandi og forstjóri FTX, var handtekinn og ákærður fyrir stórfelld fjársvik en hann hafði fært innistæður viðskiptavina FTX út úr kauphöllinni til þess að halda rafmyntavogunarsjóðinum Alameda Research á floti. Alls reyndust átta milljarða dollarar horfnir út úr FTX þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Bankman-Fried var dæmdur í 25 ára fangelsi í fyrra. Nú segir skiptastjóri FTX að tekist hafi að endurheimta á bilinu 14,7 til 16,5 milljarða dollara af eignum FTX, að hluta til með því að seljar eignir eins og hlut í gervigreindarfyrirtækinu Anthropic. Þannig fái fyrrverandi viðskiptavinir FTX allt að 119 prósent af innistæðum sínum til baka á næstu mánuðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sumum viðskiptavinum finnst það þó ekki nóg. Innistæður þeirra væru mun meira virði ef þeim hefði ekki verið stolið. Þeir benda máli sínu til stuðnings á að virði rafmyntarinnar bitcoin hafi þrefaldast frá því að FTX varð gjaldþrota. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. 25. september 2024 10:11 Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44 Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
FTX varð gjaldþrota eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup á kauphöllina í kjölfar frétta af vafasömum viðskiptaháttum stjórnenda hennar í nóvember 2022. Milljónir viðskiptavina hennar misstu þá aðgang að reikningum sínum. Sam Bankman-Fried, stofnandi og forstjóri FTX, var handtekinn og ákærður fyrir stórfelld fjársvik en hann hafði fært innistæður viðskiptavina FTX út úr kauphöllinni til þess að halda rafmyntavogunarsjóðinum Alameda Research á floti. Alls reyndust átta milljarða dollarar horfnir út úr FTX þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Bankman-Fried var dæmdur í 25 ára fangelsi í fyrra. Nú segir skiptastjóri FTX að tekist hafi að endurheimta á bilinu 14,7 til 16,5 milljarða dollara af eignum FTX, að hluta til með því að seljar eignir eins og hlut í gervigreindarfyrirtækinu Anthropic. Þannig fái fyrrverandi viðskiptavinir FTX allt að 119 prósent af innistæðum sínum til baka á næstu mánuðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sumum viðskiptavinum finnst það þó ekki nóg. Innistæður þeirra væru mun meira virði ef þeim hefði ekki verið stolið. Þeir benda máli sínu til stuðnings á að virði rafmyntarinnar bitcoin hafi þrefaldast frá því að FTX varð gjaldþrota.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. 25. september 2024 10:11 Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44 Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. 25. september 2024 10:11
Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. 28. mars 2024 16:44
Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01