MeToo

Fréttamynd

Gerendur þurfi að axla fulla ábyrgð stígi þeir fram

Talskona Stígamóta segir það jákvæða breytingu að gerandi stígi fram til að axla ábyrgð á sínum gjörðum eins og tónlistarmaðurinn Auður gerði í viðtali fréttastofu í vikunni. Það sé þó of snemmt að ræða hvort hvort gerendur eigi afturkvæmt í samfélagið.

Innlent
Fréttamynd

„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“

Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum.

Innlent
Fréttamynd

Af­leiðingar of­beldis sem fjórða valdið beitir þol­endur

Stórt hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eru í kjölfarið opinberlega smánaðar með fjölmiðlaumfjöllun. Það hefur viðgengist að fjölmiðlar grafi upp hluti um þolendur sem koma ofbeldinu sem þau urðu fyrir ekkert við, til þess eins að rengja sögu þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Of­beldi gegn konum í krafti fjórða valdsins

Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar.

Skoðun
Fréttamynd

Áhyggjur meðal starfsmanna eftir ráðningu Leifs

Starfsfólki Stapaskóla í Reykjanesbæ var tilkynnt fyrir helgi að búið væri að ráða Leif Sigfinn Garðarsson sem nýjan deildarstjóra á unglingasviði skólans. Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, segir í samtali við Vísi að ráðningin hafi vakið áhyggjur meðal starfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

„Hann tók á­kvörðun og hann braut á mér“

Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Segir MeToo-hreyfinguna vera hryðjuverkasamtök

Lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla hefur sakað MeToo-hreyfinguna og baráttusamtök hinsegin fólks um að vera hryðjuverkasamtök. Hún hefur sjálf verið kærð fyrir stórfelldan ritstuld og hefur nú látið af störfum við háskólann.

Erlent
Fréttamynd

Víta­lía kærir Þórð, Ara og Hregg­við fyrir kyn­ferðis­brot

Vítalía Lazareva ætlar að kæra Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hefur bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglu til að leggja kæruna fram. Vítalía hefur sakað þá um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðarferð í desember 2020. 

Innlent
Fréttamynd

Ingó segist ekki hafa neinu að tapa lengur

Síðasta tæpa ár hefur reynst Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni þungbært en hann hefur setið undir ásökunum um margvíslegt kynferðislegt ofbeldi. Ingólfur vísar ásökunum alfarið á bug og hefur nú skrifað grein þar sem hann fer ítarlega yfir sína hlið mála.

Innlent
Fréttamynd

Sekur á sam­fé­lags­miðlum

Undanfarna mánuði hef ég verið borinn þungum sökum sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum og setið undir ósannindum af ýmsu tagi. Ég hef til að mynda verið kallaður ofbeldismaður, nauðgari og barnaníðingur þó það gæti ekki verið fjær sannleikanum.

Skoðun
Fréttamynd

Frosti kominn í leyfi frá störfum

Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Frosti gengst við á­sökunum fyrr­verandi kærustu

Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, segist gangast við ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar um andlegt ofbeldi en viðtal við hana birtist í Stundinni í morgun. Hann er kominn í leyfi frá störfum hjá Stöð 2.

Innlent
Fréttamynd

Réttarvitund almennings

Með réttarvitund almennings er átt við ríkjandi viðhorf þorra manna í samfélaginu á hverjum tíma um það hvernig gildandi réttur er eða eigi að vera í ákveðnu tilviki eða tilvikum. Um er að ræða hugmyndir hvers einstaklings um lög og réttlæti. Ef réttarvitund helst stöðug og henni er fylgt, getur hún orðið að venju. Sumir halda því fram að sú niðurstaða sé eðlilegust sem er í samræmi við réttarvitund almennings á hverjum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

#Met­oo - Jafn­rétti og fjöl­breyti­leiki er lykillinn

Fyrirtækjamenning verður ekki til af sjálfu sér, menning er ákvörðun og að gera ekkert er líka ákvörðun. Margt af því sem við upplifum sem náttúrulögmál er mannanna verk og þeim má breyta. Við mótum það samfélag sem við lifum í sem svo mótar okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Öfgar höfnuðu samstarfi við Róbert Wessman

Félagasamtökin Öfgar neituðu beiðni Róberts Wessman um aðstoð við verkefni sem sneri að opnun nýs úrræðis fyrir þolendur ofbeldis. Öfgar segja að Róbert sé ekki einstaklingur sem samræmist þeirra gildum.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­lýsing til Körfu­knatt­leiks­sam­bands Ís­lands (KKÍ)

„KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug“ er fyrirsögnin þar sem yfirlýsing stjórnar KKÍ var birt og þeir árétta ásakanirnar. Það fyrsta sem þeir árétta er að árið 2009 hafi þjálfara kvennalandsliðsins í körfubolta verið sagt upp vegna trúnaðarbrests og með því halda þeir áfram þöggunartilburðum.

Skoðun
Fréttamynd

#Met­oo-byltingin étur blaða­menn

Gott fólk hefur nú ólmast við það áratugum saman að teygja hugtakið „kynferðisbrot” út og suður svo það hefur nánast glatað merkingu sinni. Tilgangurinn er göfugur. Kona sem verður fyrir barðinu á kynlífsfrekju skal fá atvikið viðurkennt sem svívirðilegan glæp.

Skoðun
Fréttamynd

Við trúum Geira X

Við trúum frásögnum þolenda kynferðisofbeldis. Ef einstaklingur stígur fram með sína sögu þá veljum við ekki hverjum er trúað og hverjum ekki trúað. Við viljum einfaldlega lýsa stuðningi við hvern þann karl eða konu eða kván sem kemur fram með reynslu af kynferðisofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi

Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi.

Körfubolti
Fréttamynd

Í skjóli umræðunnar

Flest ef ekki öll erum við sammála um það að vilja búa í samfélagi án ofbeldis. Við viljum samfélag þar sem umburðarlyndi og jafnrétti ríkir og þar sem ofbeldi er einfaldlega ekki liðið.

Skoðun