Telur að bregðast þurfi strax við ásökunum um kynferðisbrot innan fyrirtækja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 07:21 Ingunn segir fyrirtækjum mun hagstæðara að segja upp einstaklingum sem sakaðir eru um brot gegn öðrum en að halda þeim í vinnu. Það eigi við sama hvort meint brot hafi verið kærð eða ekki. Vísir Á að byggja ákvarðanir sem teknar eru innan fyrirtækja á sömu hagsmunum og í refsimálum fyrir dómstólum? Er sambærilegt að missa starf og að vera dæmdur í fangelsi? Þessum spurningum veltir lögfræðingurinn Ingunn Agnes Kro upp í grein sem birtist í Lögmannablaðinu sem kom út á föstudaginn. Ingunn fjallar í greininni um viðbrögð vinnuveitenda við ásakanir sem kunna að vera bornar á hendur stjórnendum þeirra. Ingunn situr í fjölda stjórna fyrirtækja, þar á meðal í stjórnum Sjóvár, HS Orku og Iceland Seafood. Ingunn kom meðal annars fram í fjölmiðlum og ræddi þessi mál í kjölfar þess að ásakanir á hendur fimm háttsettum mönnum í íslensku þjóðfélagi komust í hámæli í byrjun janúar. Þrír þeirra sátu í stjórnum stórra fyrirtækja en viku frá í kjölfar þess að ásakanirnar, sem Vítalía Lazareva bar á þá, voru umfjöllunarefni fjölmiðla. Í ljós kom að stjórn Ísey útflutnings, sem Ari Edwald var framkvæmdastjóri hjá, var meðvituð um ásakanirnar áður en þær voru til umfjöllunar hjá fjölmiðlum en tekin hafði verið ákvörðun um það í stjórninni að ekkert yrði aðhafst nema meira kæmi fram um málið. Spyr hvort fyrirtæki vilji hafa stjórnendur sem hafa mögulega tekið ákvörðun um að brjóta á öðrum Ingunn veltir því upp í greininni hvort það sé fyrirtækjum til góðs að halda inni fólki sem hafi verið sakað um brot gegn annarri manneskju. Hún bendir á að aðeins um 10 prósent brotaþola kæri mál sín til lögreglu og ekki ákært nema í minnihluta þeirra mála. „Þá sit ég uppi með manneskju í fyrirtækinu mínu sem hefur að líkindum sýnt af sér gríðarlegan karakter- eða að minnsta kosti dómgreindarbrest. Er það ekki sama dómgreindin og viðkomandi notar við aðra ákvörðunartöku, meðal annars innan fyrirtækisins míns? Vil ég treysta á þesa dómgreind? Er þetta líka manneskja sem ég treysti fyrir því að byggja upp heilbrigða menningu innan fyrirtækisins?“ skrifar Ingunn í greininni. Sönnunarbyrði eigi ekki að vera sú sama og í dómsmáli Ingunn segir í samtali við fréttastofu að inni í fyrirtækjum hafi það tíðkast að þau taki ekki sjálf ákvörðun í málum sem þessum. „Og vísa yfir í dómskerfið sem síðan virkar ekki í þessum málum út af þessari ströngu sönnunarbyrði. Mér finnst ekki að fyrirtæki eigi að fara eftir sömu leikreglum og dómskerfið endilega því það eru ekki sömu hagsmunirnir þar að baki. Það á ekki að beita sömu sönnunarbyrðinni finnst mér varðandi það hvort þú ert að segja upp starfsmanni eða að dæma einhvern í fangelsi,“ segir Ingunn. Hún bendir á að sem löglærð manneskja komi hugtakið saklaus uns sekt er sönnuð upp í hugann þegar þessi mál eru annars vegar. Hún veltir hins vegar fyrir sér hvort sama regla eigi að gilda þegar fyrirtæki eru annars vegar. „Þegar dómstólar beita reglunni þá eru viðurlögin fangelsi. Frelsissvipting. Er það sambærilegt við það að missa ákveðið starf? Eru það grundvallarmannréttindi að vera í ákveðnu starfi? Þarf sönnunin að vera jafn ótvíræð?“ spyr Ingunn. Þolendur segi satt í yfir 90 prósent tilvika en aðeins 10 prósent kæri Hún segir að innan lögfræðinnar sjálfrar sé jafnstrangri sönnunarbyrði ekki beitt annars staðar og gert er í refsimálum. Stjórnendur fyrirtækja taki ákvarðanir um ráðningar og uppsagnir út frá alls kyns ástæðum. „Af hverju eiga þeir í erfiðustu málunum, þar sem áhrifin á fyrirtækið eru hvað mest, að vísa frá sér ábyrgðinni og láta annað kerfi, dómskerfið, um ákvarðanatökuna? Er það ekki hlutverk stjórnenda að taka erfiðar ákvarðanir? Er brottrekstur úr starfi ekki viðskiptaleg ákvörðun?“ Hún skrifar að sér líði ekki illa með þessa nálgun vegna þess að rannsóknir sýni að rangar sakargiftir séu einungis í 2-10 prósent tilvika: Þolendur segi satt í 90-98 prósentum tilvika. „Er ég þá orðin hluti af „dómstól götunnar“? Kannski. Ég er hins vegar að gera það sem mér er ætlað; að gæta hagsmuna fyrirtækisins með ákvörðun sem er byggð á mjög sterkum líkum.“ Umfjöllun fjölmiðla eigi ekki að vera útgangspunkturinn Hún segir í samtali við fréttastofu að út frá því hve hátt hlutfall sé að segja satt, samkvæmt þessum rannsóknum, eigi fyrirtæki að taka ásakanir alvarlega. „Mér finnst fyrirtæki ekki geta annað en að taka slíkt virkilega alvarlega ef einhver er borinn slíkum ásökunum innan fyrirtækisins,“ segir Ingunn. Þá segist hún þeirrar skoðunar að ákvörðun fyrirtækisins eigi ekki að byggja á mögulegri umfjöllun fjölmiðla um meint brot. „Það að málið komist í fjölmiðla á ekki að vera einhver ákvörðunarpunktur heldur að það sé einhver atburður sem þarf að skoða niður í kjölinn og taka ákvörðun út frá. Ekki út frá umræðunni.“ MeToo Vinnustaðurinn Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Ingunn fjallar í greininni um viðbrögð vinnuveitenda við ásakanir sem kunna að vera bornar á hendur stjórnendum þeirra. Ingunn situr í fjölda stjórna fyrirtækja, þar á meðal í stjórnum Sjóvár, HS Orku og Iceland Seafood. Ingunn kom meðal annars fram í fjölmiðlum og ræddi þessi mál í kjölfar þess að ásakanir á hendur fimm háttsettum mönnum í íslensku þjóðfélagi komust í hámæli í byrjun janúar. Þrír þeirra sátu í stjórnum stórra fyrirtækja en viku frá í kjölfar þess að ásakanirnar, sem Vítalía Lazareva bar á þá, voru umfjöllunarefni fjölmiðla. Í ljós kom að stjórn Ísey útflutnings, sem Ari Edwald var framkvæmdastjóri hjá, var meðvituð um ásakanirnar áður en þær voru til umfjöllunar hjá fjölmiðlum en tekin hafði verið ákvörðun um það í stjórninni að ekkert yrði aðhafst nema meira kæmi fram um málið. Spyr hvort fyrirtæki vilji hafa stjórnendur sem hafa mögulega tekið ákvörðun um að brjóta á öðrum Ingunn veltir því upp í greininni hvort það sé fyrirtækjum til góðs að halda inni fólki sem hafi verið sakað um brot gegn annarri manneskju. Hún bendir á að aðeins um 10 prósent brotaþola kæri mál sín til lögreglu og ekki ákært nema í minnihluta þeirra mála. „Þá sit ég uppi með manneskju í fyrirtækinu mínu sem hefur að líkindum sýnt af sér gríðarlegan karakter- eða að minnsta kosti dómgreindarbrest. Er það ekki sama dómgreindin og viðkomandi notar við aðra ákvörðunartöku, meðal annars innan fyrirtækisins míns? Vil ég treysta á þesa dómgreind? Er þetta líka manneskja sem ég treysti fyrir því að byggja upp heilbrigða menningu innan fyrirtækisins?“ skrifar Ingunn í greininni. Sönnunarbyrði eigi ekki að vera sú sama og í dómsmáli Ingunn segir í samtali við fréttastofu að inni í fyrirtækjum hafi það tíðkast að þau taki ekki sjálf ákvörðun í málum sem þessum. „Og vísa yfir í dómskerfið sem síðan virkar ekki í þessum málum út af þessari ströngu sönnunarbyrði. Mér finnst ekki að fyrirtæki eigi að fara eftir sömu leikreglum og dómskerfið endilega því það eru ekki sömu hagsmunirnir þar að baki. Það á ekki að beita sömu sönnunarbyrðinni finnst mér varðandi það hvort þú ert að segja upp starfsmanni eða að dæma einhvern í fangelsi,“ segir Ingunn. Hún bendir á að sem löglærð manneskja komi hugtakið saklaus uns sekt er sönnuð upp í hugann þegar þessi mál eru annars vegar. Hún veltir hins vegar fyrir sér hvort sama regla eigi að gilda þegar fyrirtæki eru annars vegar. „Þegar dómstólar beita reglunni þá eru viðurlögin fangelsi. Frelsissvipting. Er það sambærilegt við það að missa ákveðið starf? Eru það grundvallarmannréttindi að vera í ákveðnu starfi? Þarf sönnunin að vera jafn ótvíræð?“ spyr Ingunn. Þolendur segi satt í yfir 90 prósent tilvika en aðeins 10 prósent kæri Hún segir að innan lögfræðinnar sjálfrar sé jafnstrangri sönnunarbyrði ekki beitt annars staðar og gert er í refsimálum. Stjórnendur fyrirtækja taki ákvarðanir um ráðningar og uppsagnir út frá alls kyns ástæðum. „Af hverju eiga þeir í erfiðustu málunum, þar sem áhrifin á fyrirtækið eru hvað mest, að vísa frá sér ábyrgðinni og láta annað kerfi, dómskerfið, um ákvarðanatökuna? Er það ekki hlutverk stjórnenda að taka erfiðar ákvarðanir? Er brottrekstur úr starfi ekki viðskiptaleg ákvörðun?“ Hún skrifar að sér líði ekki illa með þessa nálgun vegna þess að rannsóknir sýni að rangar sakargiftir séu einungis í 2-10 prósent tilvika: Þolendur segi satt í 90-98 prósentum tilvika. „Er ég þá orðin hluti af „dómstól götunnar“? Kannski. Ég er hins vegar að gera það sem mér er ætlað; að gæta hagsmuna fyrirtækisins með ákvörðun sem er byggð á mjög sterkum líkum.“ Umfjöllun fjölmiðla eigi ekki að vera útgangspunkturinn Hún segir í samtali við fréttastofu að út frá því hve hátt hlutfall sé að segja satt, samkvæmt þessum rannsóknum, eigi fyrirtæki að taka ásakanir alvarlega. „Mér finnst fyrirtæki ekki geta annað en að taka slíkt virkilega alvarlega ef einhver er borinn slíkum ásökunum innan fyrirtækisins,“ segir Ingunn. Þá segist hún þeirrar skoðunar að ákvörðun fyrirtækisins eigi ekki að byggja á mögulegri umfjöllun fjölmiðla um meint brot. „Það að málið komist í fjölmiðla á ekki að vera einhver ákvörðunarpunktur heldur að það sé einhver atburður sem þarf að skoða niður í kjölinn og taka ákvörðun út frá. Ekki út frá umræðunni.“
MeToo Vinnustaðurinn Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14
Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29