Landhelgisgæslan Sá látni líklega ferðamaðurinn sem var leitað Skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld fann áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar látna manneskju og telur lögreglan að líkur séu á því að um ferðamanninn sem leitað var að fyrr í dag sé að ræða. Innlent 28.7.2022 22:01 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþega af skemmtiferðaskipi Farþegi á skemmtiferðaskipi var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar grunnt undan Vestfjörðum í kvöld. Mun farþeginn hafa verið slasaður. Innlent 16.7.2022 22:23 Keppandi í Laugavegshlaupinu slappur og sóttur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti keppanda í Laugavegshlaupinu í dag eftir keppandinn hafði komið að drykkjarstöðinni í Emstrum. Þar var tekin ákvörðun að hann gæti ekki haldið áfram. Innlent 16.7.2022 17:29 Þyrlan sótti slasaða hestakonu Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt í þessu með slasaða hestakonu innanborðs. Innlent 13.7.2022 16:28 Tveimur bjargað úr lekum báti Tveimur mönnum var bjargað úr strandveiðibát á Breiðafirði í morgun. Mikill leki hafði komið að bátnum og dælur hans höfðu ekki undan. Aðeins sex mínútum eftir að neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði mönnunum verið bjargað í næstaddan bát. Innlent 13.7.2022 13:15 Tveir sóttir með þyrlu á Snæfellsnes eftir bílveltu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum í dag vegna bílslyss austan við Grundarfjörð. Innlent 11.7.2022 13:07 Tveir alvarlega slasaðir í umferðarslysi nálægt Kirkjubæjarklaustri Tveir eru alvarlega slasaðir eftir að bíll sem ók eftir Meðallandsvegi nálægt Kirkjubæjarklaustri hafnaði utan vegar í nótt og valt. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti með tvo sjúklinga á Landspítalanum klukkan hálf sex í morgun. Innlent 8.7.2022 07:13 Sóttu slasaðan skipverja á þyrlunni Skömmu fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar aðstoðarbeiðni frá erlendu skipi sem var um 100 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, vegna slasaðs skipverja. Innlent 5.7.2022 16:12 Vélarvana bátur dreginn í höfn á Drangsnesi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust upplýsingar um vélarvana bát norðan við Drangsnes á Ströndum um hádegisbil í dag. Nálægum fiskibát tókst að draga bátinn í land með aðstoð stýrimanns þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 5.7.2022 15:09 Neyðarsendir franskra ferðamanna fór í gang Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem væri í vöktun hjá þeim hefði farið í gang. Að sögn neyðarþjónustunnar var neyðarsendirinn staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls. Innlent 24.6.2022 22:45 Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. Innlent 18.6.2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. Innlent 18.6.2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. Innlent 18.6.2022 12:53 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. Innlent 18.6.2022 10:33 Einn fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann með mann sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi austan við Vík í Mýrdal nú um klukkan 18:00. Bifreiðar úr gangstæðri átt skullu saman á þjóðvegi 1 við Kúðafljót. Innlent 16.6.2022 18:11 Alvarlegt umferðarslys austur af Vík Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. Innlent 16.6.2022 17:09 Forsetinn varð sjóveikur um borð í Óðni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að sjóferð með varðskipinu Óðni frá Reykjavíkur til Grindavíkur í gær hafi verið kaflaskipt. Innlent 12.6.2022 13:27 Banaslys í Reynisfjöru Erlendur ferðamaður, karlmaður á áttræðisaldri lést í gær þegar alda hreif hann með sér úr Reynisfjöru og út í sjó. Innlent 11.6.2022 09:44 Þyrla Landshelgisgæslunnar náði manni úr sjónum við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um fimmleytið í dag þar sem erlendur ferðamaður hafði lent í sjónum við Reynisfjöru. Þyrlan kom á vettvang tæpri klukkustund síðar og náði manninum úr sjónum. Innlent 10.6.2022 18:56 Fluttur á Landspítala eftir vélsleðaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag kölluð út að sækja mann sem hafði slasast á vélsleða á Geldingafelli við Langjökul. Ekki er vitað um alvarleika slyssins. Innlent 4.6.2022 15:59 Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. Innlent 1.6.2022 10:48 Þyrlan send til Eyja vegna þoku í Reykjavík Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík í nótt. Innlent 30.5.2022 23:13 Þyrlan sótti göngumann sem rann í skriðum við Stafsnes Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns sem slasaðist þegar hann hrasaði í skriðu fyrir ofan Stafsnes í Eyjum í hádeginu. Þyrlan sótti manninn. Innlent 28.5.2022 13:22 Örmagna ferðamenn og slasaður fjallgöngumaður Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö útköll í dag. Annað var vegna tveggja erlendra ferðamanna sem örmögnuðust við Trölladyngju, en hitt vegna slasaðs göngumanns á Esjunni. Innlent 21.5.2022 16:00 Þyrlan kölluð út vegna mótorhjólaslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á Snæfellsnes að sækja slasaðan bifhjólamann. Innlent 14.5.2022 17:29 Þyrluflugstjóri Landhelgisgæslunnar sendur í leyfi Einn þyrluflugstjóra Landhelgisgæslunnar hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna lögreglurannsóknar sem hann sætir. Innlent 13.5.2022 18:44 Er lífið lotterí? Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp. Skoðun 12.5.2022 18:01 „Þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið. Innlent 10.5.2022 16:59 Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Innlent 10.5.2022 15:31 Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. Innlent 10.5.2022 13:24 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 29 ›
Sá látni líklega ferðamaðurinn sem var leitað Skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld fann áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar látna manneskju og telur lögreglan að líkur séu á því að um ferðamanninn sem leitað var að fyrr í dag sé að ræða. Innlent 28.7.2022 22:01
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþega af skemmtiferðaskipi Farþegi á skemmtiferðaskipi var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar grunnt undan Vestfjörðum í kvöld. Mun farþeginn hafa verið slasaður. Innlent 16.7.2022 22:23
Keppandi í Laugavegshlaupinu slappur og sóttur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti keppanda í Laugavegshlaupinu í dag eftir keppandinn hafði komið að drykkjarstöðinni í Emstrum. Þar var tekin ákvörðun að hann gæti ekki haldið áfram. Innlent 16.7.2022 17:29
Þyrlan sótti slasaða hestakonu Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt í þessu með slasaða hestakonu innanborðs. Innlent 13.7.2022 16:28
Tveimur bjargað úr lekum báti Tveimur mönnum var bjargað úr strandveiðibát á Breiðafirði í morgun. Mikill leki hafði komið að bátnum og dælur hans höfðu ekki undan. Aðeins sex mínútum eftir að neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði mönnunum verið bjargað í næstaddan bát. Innlent 13.7.2022 13:15
Tveir sóttir með þyrlu á Snæfellsnes eftir bílveltu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum í dag vegna bílslyss austan við Grundarfjörð. Innlent 11.7.2022 13:07
Tveir alvarlega slasaðir í umferðarslysi nálægt Kirkjubæjarklaustri Tveir eru alvarlega slasaðir eftir að bíll sem ók eftir Meðallandsvegi nálægt Kirkjubæjarklaustri hafnaði utan vegar í nótt og valt. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti með tvo sjúklinga á Landspítalanum klukkan hálf sex í morgun. Innlent 8.7.2022 07:13
Sóttu slasaðan skipverja á þyrlunni Skömmu fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar aðstoðarbeiðni frá erlendu skipi sem var um 100 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, vegna slasaðs skipverja. Innlent 5.7.2022 16:12
Vélarvana bátur dreginn í höfn á Drangsnesi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust upplýsingar um vélarvana bát norðan við Drangsnes á Ströndum um hádegisbil í dag. Nálægum fiskibát tókst að draga bátinn í land með aðstoð stýrimanns þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 5.7.2022 15:09
Neyðarsendir franskra ferðamanna fór í gang Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem væri í vöktun hjá þeim hefði farið í gang. Að sögn neyðarþjónustunnar var neyðarsendirinn staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls. Innlent 24.6.2022 22:45
Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. Innlent 18.6.2022 15:45
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. Innlent 18.6.2022 14:08
Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. Innlent 18.6.2022 12:53
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. Innlent 18.6.2022 10:33
Einn fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann með mann sem slasaðist í alvarlegu umferðarslysi austan við Vík í Mýrdal nú um klukkan 18:00. Bifreiðar úr gangstæðri átt skullu saman á þjóðvegi 1 við Kúðafljót. Innlent 16.6.2022 18:11
Alvarlegt umferðarslys austur af Vík Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. Innlent 16.6.2022 17:09
Forsetinn varð sjóveikur um borð í Óðni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að sjóferð með varðskipinu Óðni frá Reykjavíkur til Grindavíkur í gær hafi verið kaflaskipt. Innlent 12.6.2022 13:27
Banaslys í Reynisfjöru Erlendur ferðamaður, karlmaður á áttræðisaldri lést í gær þegar alda hreif hann með sér úr Reynisfjöru og út í sjó. Innlent 11.6.2022 09:44
Þyrla Landshelgisgæslunnar náði manni úr sjónum við Reynisfjöru Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um fimmleytið í dag þar sem erlendur ferðamaður hafði lent í sjónum við Reynisfjöru. Þyrlan kom á vettvang tæpri klukkustund síðar og náði manninum úr sjónum. Innlent 10.6.2022 18:56
Fluttur á Landspítala eftir vélsleðaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag kölluð út að sækja mann sem hafði slasast á vélsleða á Geldingafelli við Langjökul. Ekki er vitað um alvarleika slyssins. Innlent 4.6.2022 15:59
Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. Innlent 1.6.2022 10:48
Þyrlan send til Eyja vegna þoku í Reykjavík Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík í nótt. Innlent 30.5.2022 23:13
Þyrlan sótti göngumann sem rann í skriðum við Stafsnes Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns sem slasaðist þegar hann hrasaði í skriðu fyrir ofan Stafsnes í Eyjum í hádeginu. Þyrlan sótti manninn. Innlent 28.5.2022 13:22
Örmagna ferðamenn og slasaður fjallgöngumaður Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö útköll í dag. Annað var vegna tveggja erlendra ferðamanna sem örmögnuðust við Trölladyngju, en hitt vegna slasaðs göngumanns á Esjunni. Innlent 21.5.2022 16:00
Þyrlan kölluð út vegna mótorhjólaslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á Snæfellsnes að sækja slasaðan bifhjólamann. Innlent 14.5.2022 17:29
Þyrluflugstjóri Landhelgisgæslunnar sendur í leyfi Einn þyrluflugstjóra Landhelgisgæslunnar hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna lögreglurannsóknar sem hann sætir. Innlent 13.5.2022 18:44
Er lífið lotterí? Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp. Skoðun 12.5.2022 18:01
„Þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið. Innlent 10.5.2022 16:59
Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Innlent 10.5.2022 15:31
Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. Innlent 10.5.2022 13:24