Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2023 15:49 Landhelgisgæslan kom líka að aðgerðum á Fáskrúðsfirði árið 2007 í Pólstjörnumálinu svokallaða. Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir aðgerðina hafa verið töluvert stóra en vill lítið gefa upp um hana að svo stöddu. Ráðist var í aðgerðirnar snemma morguns á laugardag. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að eftirlitsflugvélin TF-SIF hafi komið að aðgerðum, sömuleiðis þyrlusveit gæslunnar auk séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar á varðbátnum Óðni. Því til viðbótar naut lögregla liðsinnis tollgæslu, lögreglunnar á Suðurnesjum og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Nokkrir tugir manns komu því að aðgerðum. Fram kom í máli Gríms við Mbl.is að mennirnir væru af erlendu bergi brotnir. Sá elsti væri fæddur árið 1970 og sá yngsti árið 2002. Grímur vildi ekki upplýsa um hvort þeir eigi sér sögu hjá lögreglu eða hvers konar efni um ræðir. Tveir voru handteknir um borð í skútunni og sá þriðji í landi. Karlmennirnir þrír hafa allir verið úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, eða til 4. júlí. Grímur vill ekki gefa upp hvers konar efni um ræðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um að ræða kókaín heldur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla leggur hald á mikið magn fíkniefna um borð í skútu en sex karlmenn voru dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í héraðsdómi árið 2008 fyrir að reyna að smygla um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu í Færeyjum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Um var að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þá kom upp annað skútumál árið 2009 á Hornafirði en þar hlutu sex karlmenn þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklu smygli. Lögreglumál Landhelgisgæslan Fíkniefnabrot Smygl Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. 26. júní 2023 14:22 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir aðgerðina hafa verið töluvert stóra en vill lítið gefa upp um hana að svo stöddu. Ráðist var í aðgerðirnar snemma morguns á laugardag. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að eftirlitsflugvélin TF-SIF hafi komið að aðgerðum, sömuleiðis þyrlusveit gæslunnar auk séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar á varðbátnum Óðni. Því til viðbótar naut lögregla liðsinnis tollgæslu, lögreglunnar á Suðurnesjum og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Nokkrir tugir manns komu því að aðgerðum. Fram kom í máli Gríms við Mbl.is að mennirnir væru af erlendu bergi brotnir. Sá elsti væri fæddur árið 1970 og sá yngsti árið 2002. Grímur vildi ekki upplýsa um hvort þeir eigi sér sögu hjá lögreglu eða hvers konar efni um ræðir. Tveir voru handteknir um borð í skútunni og sá þriðji í landi. Karlmennirnir þrír hafa allir verið úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, eða til 4. júlí. Grímur vill ekki gefa upp hvers konar efni um ræðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um að ræða kókaín heldur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla leggur hald á mikið magn fíkniefna um borð í skútu en sex karlmenn voru dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í héraðsdómi árið 2008 fyrir að reyna að smygla um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu í Færeyjum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Um var að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þá kom upp annað skútumál árið 2009 á Hornafirði en þar hlutu sex karlmenn þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklu smygli.
Lögreglumál Landhelgisgæslan Fíkniefnabrot Smygl Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. 26. júní 2023 14:22 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. 26. júní 2023 14:22
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?