Flugvélin fundin Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 19:59 Allar björgunarsveitir á Austurlandi tóku þátt í aðgerðunum. Vísir/Vilhelm Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg en það var áhöfn flugvélar Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina. Áhöfn ferðaþjónustuþyrlu frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki. Öðrum viðbragðsaðilum var í kjölfarið snúið við. Komin að vélinni Í samtali við fréttastofu segist Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins um borð að svo stöddu. Viðbragðsaðilar hafi nú komist að vélinni. Boð barst frá neyðarsendi um borð í fjögurra sæta Cessna 172 flugvél nálægt Breiðdalsheiði um klukkan sex í kvöld. Ekki náðist samband við vélina og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Náði leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt og byggði á neyðarboðinu og vitnisburði sjónarvotta sem töldu sig hafa séð til vélarinnar. Lögreglan á Austurlandi tók einnig þátt í aðgerðum og var þeim stýrt af Landhelgisgæslunni úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg en það var áhöfn flugvélar Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina. Áhöfn ferðaþjónustuþyrlu frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki. Öðrum viðbragðsaðilum var í kjölfarið snúið við. Komin að vélinni Í samtali við fréttastofu segist Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ekki hafa upplýsingar um líðan fólksins um borð að svo stöddu. Viðbragðsaðilar hafi nú komist að vélinni. Boð barst frá neyðarsendi um borð í fjögurra sæta Cessna 172 flugvél nálægt Breiðdalsheiði um klukkan sex í kvöld. Ekki náðist samband við vélina og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Náði leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt og byggði á neyðarboðinu og vitnisburði sjónarvotta sem töldu sig hafa séð til vélarinnar. Lögreglan á Austurlandi tók einnig þátt í aðgerðum og var þeim stýrt af Landhelgisgæslunni úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Fréttir af flugi Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent