Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. maí 2023 18:30 Þyrlan lék lykilhlutverk í æfingunni. Vísir/Steingrímur Dúi Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. Lagt var af stað með frétta og tökumenn á sérútbúnum bát frá Reykjavíkurhöfn í morgun og tók siglingin um það bil fimmtán mínútur að æfingastaðnum en blíðskaparveður var á faxaflóa. Anton, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og æfingastjóri segir æfinguna umfangsmikla. „Við erum komnir á björgunaræfinguna Faxi 23 sem er skipulögð af Landsbjörgu og öðrum viðbragðsaðilum í samstarfi við slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Almannavarnir, lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og fleiri. Þetta er hluti af æfingaseríu sem við erum að keyra í gang núna. Þetta er fyrsta æfingin og við munum svo keyra æfinguna í kringum landið með öllum björgunarsveitum. Í þessu tilfelli þá kom upp eldur í vélarrými skipsins. Tveir eru í vélarrúminu sem slökkviliðsmenn munu reykkafa og draga svo fólkið út. svo er sjúkrahópur frá slökkviliðinu að bráðaflokka og björgunarsveitirnar eru komnar til að flytja þá sem þarf yfir í varðskipið Þór.“ Mikill fjöldi fólks kom að æfingu dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Æfingin var mikið sjónarspil þar sem þyrla gæslunnar var í aðalhlutverki en fyrstu viðbrögð voru að flytja slökkviliðsmenn um borð í skipið, meta þá slösuðu og flytja þá mest slösuðu strax í land en aðrir voru fluttir í varðskipið þór. „Sko mestu máli skiptir að við erum að skipuleggja þetta saman þannig að allir viðbragsðaðilar koma að því og þannig kynnumst við betur og lærum verkferla hvers annars. Við skipuleggjum þetta þannig að hver og einn kemur með æfingamarkmið frá sér og svo keyrum við þetta saman og látum söguna ganga þannig að allir fái það sem þeir þurfa út úr æfingunni. Við æfum náttúrulega mjög oft en þessi æfing er sú fyrsta í þessari seríu sem er samhæfð með öllum öðrum viðbragðsaðilum.“ 23 farþegar voru í skipinu, sem voru ánægðir með björgunaraðilana. Þröstur Ólafsson vélstjóri hjá Eldingu er einn þeirra. „Ég tek ofan fyrir þessum mönnum og konum, þetta er geggjað lið svo ég noti nú slæm lýsingarorð. en þeir eiga skilin mikinn heiður.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slökkvilið Almannavarnir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Lagt var af stað með frétta og tökumenn á sérútbúnum bát frá Reykjavíkurhöfn í morgun og tók siglingin um það bil fimmtán mínútur að æfingastaðnum en blíðskaparveður var á faxaflóa. Anton, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og æfingastjóri segir æfinguna umfangsmikla. „Við erum komnir á björgunaræfinguna Faxi 23 sem er skipulögð af Landsbjörgu og öðrum viðbragðsaðilum í samstarfi við slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Almannavarnir, lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og fleiri. Þetta er hluti af æfingaseríu sem við erum að keyra í gang núna. Þetta er fyrsta æfingin og við munum svo keyra æfinguna í kringum landið með öllum björgunarsveitum. Í þessu tilfelli þá kom upp eldur í vélarrými skipsins. Tveir eru í vélarrúminu sem slökkviliðsmenn munu reykkafa og draga svo fólkið út. svo er sjúkrahópur frá slökkviliðinu að bráðaflokka og björgunarsveitirnar eru komnar til að flytja þá sem þarf yfir í varðskipið Þór.“ Mikill fjöldi fólks kom að æfingu dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Æfingin var mikið sjónarspil þar sem þyrla gæslunnar var í aðalhlutverki en fyrstu viðbrögð voru að flytja slökkviliðsmenn um borð í skipið, meta þá slösuðu og flytja þá mest slösuðu strax í land en aðrir voru fluttir í varðskipið þór. „Sko mestu máli skiptir að við erum að skipuleggja þetta saman þannig að allir viðbragsðaðilar koma að því og þannig kynnumst við betur og lærum verkferla hvers annars. Við skipuleggjum þetta þannig að hver og einn kemur með æfingamarkmið frá sér og svo keyrum við þetta saman og látum söguna ganga þannig að allir fái það sem þeir þurfa út úr æfingunni. Við æfum náttúrulega mjög oft en þessi æfing er sú fyrsta í þessari seríu sem er samhæfð með öllum öðrum viðbragðsaðilum.“ 23 farþegar voru í skipinu, sem voru ánægðir með björgunaraðilana. Þröstur Ólafsson vélstjóri hjá Eldingu er einn þeirra. „Ég tek ofan fyrir þessum mönnum og konum, þetta er geggjað lið svo ég noti nú slæm lýsingarorð. en þeir eiga skilin mikinn heiður.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slökkvilið Almannavarnir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira