Fiskeldi

Fréttamynd

Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis

Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Íbúar hér vilja þetta bara ekki“

Ný skoðanakönnun Gallup sem gerð var meðal þeirra sem búsettir eru í póstnúmerum 710 og 711 sýnir að mikill meirihluti eða þrír fjórðu þeirra eru andvíg sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Rúmur helmingur lýsir sig alfarið andvígan þeim fyrirætlunum.

Innlent
Fréttamynd

Hús­karlar fara ham­förum

Þekkt aðferð manna með veikan málstað er að ráðast á þann sem er ósammála þeim í stað þess að rökræða við hann. Stundum er notað íþróttamál og þá er þetta kallað að fara í manninn en ekki boltann, viðkomandi er sem sagt svo slakur á vellinum að hann ræður ekkert við boltann og reynir því í vanmætti sínum að meiða mótherjann í staðinn. Slík hegðun þykir ekki stórmannleg.

Skoðun
Fréttamynd

Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið

Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Uppvakningahugmyndir um sjóeldi

Uppvakningahugmynd (e. zombie ideas) er hugmynd eða hugarfóstur sem hefði átt að vera drepin með staðreyndum en nær samt að lifa áfram og vakna aftur til lífsins sama hvað á dynur, og er þannig haldið á lofti í umræðunni eins og sannindum þrátt fyrir að staðreyndir tali öðru máli.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisendurskoðandi segist ekki vera vanhæfur

Ríkisendurskoðandi segir formennsku eiginkonu sinnar í veiðifélaginu Laxá ekki hafa áhrif á hæfi sitt við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi. Einnig segir hann að auglýsing frá árinu 2004 og störf í NASCO geri sig ekki vanhæfan.

Innlent
Fréttamynd

Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir al­mennings

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings.

Innlent
Fréttamynd

Vilja láta banna fisk­eldi í sjó­kvíum

Landvernd vill láta banna frekari vöxt sjókvíaeldis við strendur landsins þar til bætt hefur verið úr regluverki. Áhrif hagsmunaaðila á lagasetningu og umgjörð greinarinnar geti ekki talist eðlileg.

Innlent
Fréttamynd

Laxa­slagurinn mikli

Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð.

Skoðun
Fréttamynd

Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt

Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 

Innlent
Fréttamynd

„Án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda“

Það er mjög auðvelt að ofnota hugtök á borð við „svört skýrsla“ og „áfellisdómur“. Það má hins vegar vel færa rök fyrir því að þessi hugtök nái ekki alveg yfir inntakið í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu sjókvíaeldis sem kynnt var í gær, svo alvarleg er hún.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum

Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis.

Innlent
Fréttamynd

„Mun litlum árangri skila að leggjast í skot­grafir stjórn­málanna“

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

Veðja á nýja at­vinnu­grein og á­forma tug­milljarða hluta­fjár­söfnun

Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“

Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum.

Innlent
Fréttamynd

Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Norska skatta­flótta­fólkið og fyrir­heitna landið Ís­land

Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Ný landsstjórn hyggst hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi

Ný landsstjórn Færeyja, sem tók við völdum í dag, hyggst styrkja sjálfstæði Færeyinga með því að draga úr þeim fjárhagsstuðningi sem þeir þiggja frá Dönum. Þá verða gjöld á sjávarútveg og fiskeldi hækkuð samhliða því sem sveitarfélög fá stærri hlut af atvinnuvegasköttum.

Erlent
Fréttamynd

Upp­söfnun líf­rænna efna og hvíld fisk­eldis­svæða

Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast.

Skoðun
Fréttamynd

„Náttúran nýtur ekki vafans“

Stjórn Landverndar hvetur matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt umhverfisslys við Örlygshöfn og styrkja og bæta allt regluverk fyrir fiskeldi í opnum sjávarkvíum. Þá eru ráðherrarnir hvattir til banna frekari vöxt fiskeldis þar til þekking um langtímaáhrif þess eldis sem þegar er komið af stað á Íslandi er fyrir hendi.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd fíflast með fram­tíð fisk­eldis

Í umræðu liðinna daga hefur nokkuð verið rætt um gjaldtöku af fiskeldi. Tilefnið er fyrst og fremst boðuð áform núverandi ríkisstjórnar um nærri tvöföldun á auðlindagjaldi vegna fiskeldis, sem innheimt er af þeim sem hafa leyfi til sjókvíaeldis við Ísland.

Skoðun