Ég skipti engu máli í þessu – jú víst Magnús Guðmundsson skrifar 9. október 2023 09:01 Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7.október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum. Takk Guðlaugur Þór fyrir að mæta og taka við yfirlýsingu fundarins. Umhverfisógnin, sem gengur nú yfir, er ekki bara af því að regluverkið er slælegt. Laxaflóttinn í Patreksfirði er af mannavöldum, því fyrirtækið fylgdi ekki reglum. Umhverfisráðherra má ekki og getur ekki fríað sig af þeirri ógn, sem er að raungerast. Kynþroska eldislax syndir upp í bæði stórar og smáar ár, og snorklandi rekkafarar á eftir þeim með spjótin sín. Og þetta er að gerast á versta tíma þegar hrygning er að hefjast, og þessar ár eru að stórum hluta á friðuðum svæðum við Íslandsstrendur. Umhverfisstofnun, sem fellur undir Umhverfisráðuneytið, gefur út starfsleyfi fyrir skjókvíaeldi, sem kæranleg eru til umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, þú skiptir því máli í laxeldisdeilunni. Þetta er á þínu borði. Strandsvæðaskipulag Strandsvæðaskipulag Vest- og Austfjarða, sem var samþykkt af Sigurði Inga innviðaráðherra í mars s.l. hefur áhrif á fjögur önnur ráðuneyti, Umhverfis-, Matvæla-, Dómsmála- og Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðuneyti. Þetta á alla vega við í Seyðisfirði, þar sem mikill meirihluti íbúa hefur harðlega mótmælt sjókvíaeldi. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, ég ætla að benda á umhverfisþætti í Seyðisfirði, sem eru ekki í lagi og hafa ekki verið virtir fram að þessu, en ég vonast til að það breytist skv. orðum þínum í gær. Í umhverfismatsskýrslu er bara fjallað um tvo valkosti í Seyðisfirði, A og B, eins og kortin sýna, og að sjálfsögðu er A alltaf fyrsti valkostur, Seyðisfjörður án sjókvíaeldis. Í samþykktu strandsvæðaskipulagi er þetta kort hins vegar niðurstaðan. Grænt svæði í Skálanesbót hefur verið þurrkað út og nýtingarsvæðin öll stækkuð. Þetta kom ekki úr umhverfismati, eins og sést á kortunum fyrir ofan, og var aldrei kynnt og er kæranlegt til þín ef starfsleyfi verður gefið út á forsendum strandsvæðaskipulagsins. Þarna er hrygningarsvæði og uppeldissvæði fiska og fugla. Það hefði verið nær að stækka það og tengja við friðað sjófuglavarp í Skálanesbjargi. Þetta heyrir klárlega undir umhverfisráðherra. Ofanflóð Skv. minnisblaði Veðurstofu er svæðið SN2 í Selstaðavík á C-svæði vegna ofanflóða og reiknilíkan Veðurstofunnar vegna snjóflóða úr Brimnesfjalli lítur svona út, með 12 upptökusvæðum sem öll fara langt í sjó fram, allt að 700 m. Þú hefur sagt opinberlega að það þurfi að drífa í að kortleggja ofanflóðahættu bæði í þéttbýli og dreifbýli, verja það sem hægt er að verja og veita ekki leyfi fyrir nýjum mannvirkjum á hættusvæðum. Sjókvíarnar á þessu korti eru kolrangt staðsettar. Þær þurfa að færast miklu nær landi vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins, og auk þess vantar allar akkerisfestingar sjókvíanna og allt annað athafnasvæði þeirra inn á kortið. Þetta verður alltaf á snjóflóðahættusvæði og/eða inni í helgunarsvæði Farice-1. Guðlaugur Þór, Veðurstofan heyrir undir þig. Afhverju er þetta svæði ennþá opið fyrir starfsleyfisveitingar? Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sækir stíft í að komast í Seyðisfjörð þrátt fyrir allar þessar hindranir og umhverfisógnir. Í forsvari þess er Jens Garðar Helgason, sem jafnframt starfar í umboði umhverfisráðherra sem formaður ”Stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum”. Þetta tvennt fer ekki saman. Nú treysta Seyðfirðingar því að þú standir við orð þín á Austurvelli í gær og orð þín um ofanflóðahættu. Fyrsta skrefið gæti verið að stuðla ekki að fleiri umhverfisslysum með nýjum leyfum. Út frá umhverfissjónarmiðum steinliggur þetta í Seyðisfirði. Náttúran verður látin víkja og tólf kvíar á snjóflóðasvæði eru bein ávísun á stórt umhverfisslys. Guðlaugur Þór, stattu nú við stóru orðin og brettu upp ermarnar. Þú skiptir víst máli. Starfsleyfi sjókvíaeldis eru gefin út af Umhverfisstofnun, sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7.október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum. Takk Guðlaugur Þór fyrir að mæta og taka við yfirlýsingu fundarins. Umhverfisógnin, sem gengur nú yfir, er ekki bara af því að regluverkið er slælegt. Laxaflóttinn í Patreksfirði er af mannavöldum, því fyrirtækið fylgdi ekki reglum. Umhverfisráðherra má ekki og getur ekki fríað sig af þeirri ógn, sem er að raungerast. Kynþroska eldislax syndir upp í bæði stórar og smáar ár, og snorklandi rekkafarar á eftir þeim með spjótin sín. Og þetta er að gerast á versta tíma þegar hrygning er að hefjast, og þessar ár eru að stórum hluta á friðuðum svæðum við Íslandsstrendur. Umhverfisstofnun, sem fellur undir Umhverfisráðuneytið, gefur út starfsleyfi fyrir skjókvíaeldi, sem kæranleg eru til umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, þú skiptir því máli í laxeldisdeilunni. Þetta er á þínu borði. Strandsvæðaskipulag Strandsvæðaskipulag Vest- og Austfjarða, sem var samþykkt af Sigurði Inga innviðaráðherra í mars s.l. hefur áhrif á fjögur önnur ráðuneyti, Umhverfis-, Matvæla-, Dómsmála- og Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðuneyti. Þetta á alla vega við í Seyðisfirði, þar sem mikill meirihluti íbúa hefur harðlega mótmælt sjókvíaeldi. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, ég ætla að benda á umhverfisþætti í Seyðisfirði, sem eru ekki í lagi og hafa ekki verið virtir fram að þessu, en ég vonast til að það breytist skv. orðum þínum í gær. Í umhverfismatsskýrslu er bara fjallað um tvo valkosti í Seyðisfirði, A og B, eins og kortin sýna, og að sjálfsögðu er A alltaf fyrsti valkostur, Seyðisfjörður án sjókvíaeldis. Í samþykktu strandsvæðaskipulagi er þetta kort hins vegar niðurstaðan. Grænt svæði í Skálanesbót hefur verið þurrkað út og nýtingarsvæðin öll stækkuð. Þetta kom ekki úr umhverfismati, eins og sést á kortunum fyrir ofan, og var aldrei kynnt og er kæranlegt til þín ef starfsleyfi verður gefið út á forsendum strandsvæðaskipulagsins. Þarna er hrygningarsvæði og uppeldissvæði fiska og fugla. Það hefði verið nær að stækka það og tengja við friðað sjófuglavarp í Skálanesbjargi. Þetta heyrir klárlega undir umhverfisráðherra. Ofanflóð Skv. minnisblaði Veðurstofu er svæðið SN2 í Selstaðavík á C-svæði vegna ofanflóða og reiknilíkan Veðurstofunnar vegna snjóflóða úr Brimnesfjalli lítur svona út, með 12 upptökusvæðum sem öll fara langt í sjó fram, allt að 700 m. Þú hefur sagt opinberlega að það þurfi að drífa í að kortleggja ofanflóðahættu bæði í þéttbýli og dreifbýli, verja það sem hægt er að verja og veita ekki leyfi fyrir nýjum mannvirkjum á hættusvæðum. Sjókvíarnar á þessu korti eru kolrangt staðsettar. Þær þurfa að færast miklu nær landi vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins, og auk þess vantar allar akkerisfestingar sjókvíanna og allt annað athafnasvæði þeirra inn á kortið. Þetta verður alltaf á snjóflóðahættusvæði og/eða inni í helgunarsvæði Farice-1. Guðlaugur Þór, Veðurstofan heyrir undir þig. Afhverju er þetta svæði ennþá opið fyrir starfsleyfisveitingar? Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sækir stíft í að komast í Seyðisfjörð þrátt fyrir allar þessar hindranir og umhverfisógnir. Í forsvari þess er Jens Garðar Helgason, sem jafnframt starfar í umboði umhverfisráðherra sem formaður ”Stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum”. Þetta tvennt fer ekki saman. Nú treysta Seyðfirðingar því að þú standir við orð þín á Austurvelli í gær og orð þín um ofanflóðahættu. Fyrsta skrefið gæti verið að stuðla ekki að fleiri umhverfisslysum með nýjum leyfum. Út frá umhverfissjónarmiðum steinliggur þetta í Seyðisfirði. Náttúran verður látin víkja og tólf kvíar á snjóflóðasvæði eru bein ávísun á stórt umhverfisslys. Guðlaugur Þór, stattu nú við stóru orðin og brettu upp ermarnar. Þú skiptir víst máli. Starfsleyfi sjókvíaeldis eru gefin út af Umhverfisstofnun, sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun