Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2023 20:07 Laxalús hefur herjað á eldiskvíar í Patreksfjarðarflóa undanfarið. Stöð 2/Einar Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. Þetta segir í frétt Heimildarinnar. Þar er haft eftir Karli Steinari Óskarssyni, sviðsstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að enginn hafi séð álíka útbreiðslu laxalúsar og er nú í kvíum Arctic fish og Arnarlax í Tálknafirði. Illa gengið að hafa stjórn á fjölgun lúsarinnar Í tilkynningu sem birt var á vef MAST í dag segir að laxeldisfyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum hafi gengið erfiðlega að hafa stjórn á fjölgun laxalúsar í sjóeldiskvíum í Patreksfjarðarflóa síðan í vor. Síðan þá hafi Matvælastofnun beint þeim tilmælum til viðkomandi fyrirtækja að útvega sem fyrst erlendis frá svonefnt meðhöndlunarskip, sem gerir það kleift að meðhöndla lax gegn lús án lyfja. Um sé að ræða meðhöndlanir eins og ferskvatnsmeðhöndlun, hitameðhöndlun og burstun. Slík meðhöndlun drepi lúsina á öllum stigum og hafi nær engin umhverfisáhrif. Tilraunir hafi verið gerðar í haust af fyrirtækjunum til að fá til landsins meðhöndlunarskip en svo virðist sem fyrirvarinn hafi þurft að vera meiri, eftirspurn sé mikil eftir umræddum skipum. Ekki hafi náðst að fá skip til landsins fyrr en um miðjan október. Að mati Matvælastofnunar sé nauðsynlegt að slíkt skip sé staðsett á Vestfjörðum frá maí og fram í október ár hvert og fyrirtækin stefni á að svo verði frá og með vorinu 2024. Fiskarnir veiklist og drepist á skömmum tíma Rannsóknir á fiskum úr Táknafirði hafi leitt í ljós að umhverfisbakteríur hafi sýkt sárin sem mynduðust vegna lúsa og gert þau mun umfangsmeiri. Þessi sár geri það að verkum að fiskurinn missir getuna til að halda lífsnauðsynlegu jónajafnvægi í líkamanum. Í Tálknafirði hafi þetta gert það að verkum að hluti fisksins hefur veiklast á skömmum tíma. Sá fiskur sem nú er verið að farga fari í meltugerð sem notuð sé meðal annars í loðdýrafóður. Fiskurinn fari ekki til manneldis. Matvælastofnun muni fara yfir atburðarásina með fyrirtækjunum þegar aðgerðum er lokið og leggja til leiðir sem ættu að takmarka slíka atburði í framtíðinni. Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Þetta segir í frétt Heimildarinnar. Þar er haft eftir Karli Steinari Óskarssyni, sviðsstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að enginn hafi séð álíka útbreiðslu laxalúsar og er nú í kvíum Arctic fish og Arnarlax í Tálknafirði. Illa gengið að hafa stjórn á fjölgun lúsarinnar Í tilkynningu sem birt var á vef MAST í dag segir að laxeldisfyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum hafi gengið erfiðlega að hafa stjórn á fjölgun laxalúsar í sjóeldiskvíum í Patreksfjarðarflóa síðan í vor. Síðan þá hafi Matvælastofnun beint þeim tilmælum til viðkomandi fyrirtækja að útvega sem fyrst erlendis frá svonefnt meðhöndlunarskip, sem gerir það kleift að meðhöndla lax gegn lús án lyfja. Um sé að ræða meðhöndlanir eins og ferskvatnsmeðhöndlun, hitameðhöndlun og burstun. Slík meðhöndlun drepi lúsina á öllum stigum og hafi nær engin umhverfisáhrif. Tilraunir hafi verið gerðar í haust af fyrirtækjunum til að fá til landsins meðhöndlunarskip en svo virðist sem fyrirvarinn hafi þurft að vera meiri, eftirspurn sé mikil eftir umræddum skipum. Ekki hafi náðst að fá skip til landsins fyrr en um miðjan október. Að mati Matvælastofnunar sé nauðsynlegt að slíkt skip sé staðsett á Vestfjörðum frá maí og fram í október ár hvert og fyrirtækin stefni á að svo verði frá og með vorinu 2024. Fiskarnir veiklist og drepist á skömmum tíma Rannsóknir á fiskum úr Táknafirði hafi leitt í ljós að umhverfisbakteríur hafi sýkt sárin sem mynduðust vegna lúsa og gert þau mun umfangsmeiri. Þessi sár geri það að verkum að fiskurinn missir getuna til að halda lífsnauðsynlegu jónajafnvægi í líkamanum. Í Tálknafirði hafi þetta gert það að verkum að hluti fisksins hefur veiklast á skömmum tíma. Sá fiskur sem nú er verið að farga fari í meltugerð sem notuð sé meðal annars í loðdýrafóður. Fiskurinn fari ekki til manneldis. Matvælastofnun muni fara yfir atburðarásina með fyrirtækjunum þegar aðgerðum er lokið og leggja til leiðir sem ættu að takmarka slíka atburði í framtíðinni.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59
Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45