„Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2023 12:10 Lax úr kvíum Arctic Fish í Tálknafirði. Myndirnar voru teknar föstudaginn 27. október síðastliðinn. Veiga Grétarsdóttir Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. Heimildin fjallaði í gær um sjókvíar Arctic Fish í Tálknafirði og greindu frá því að verið væri að farga öllum fiskum í ákveðnum kvíum félagsins vegna lúsafaraldurs þar. Hefur Heimildin það eftir deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun að um milljón eldislaxar hafi drepist eða fargað vegna lúsarinnar í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Segir deildarstjórinn að norskur dýralæknir væri staddur hér á landi vegna málsins og að hann hafi aldrei séð neitt jafn slæmt og þetta á þrjátíu ára ferli sínum. Kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók myndir og myndbönd af sjókvíunum fyrir sex dögum síðan. Hún segist ekki hafa séð einn einasta heilbrigða lax þar ofan í. Veiga Grétarsdóttir, náttúruverndarsinni. „Ég flaug drónanum út og ákvað að sjá hvort ég sæi eitthvað. Svo þegar ég fór að zoom-a ofan í kvíarnar fór ég að sjá hvíta kolla út um allt sem ég hef aldrei séð áður. Ég zoom-aði neðar og nær ofan í kvíarnar, þá kom þetta bara í ljós. Lúsétnir laxar, dauðir laxar, bara orðnir skinnlausir og nánast holdlausir á hausnum. Ég ætlaði varla að trúa þessu,“ segir Veiga í samtali við fréttastofu . Veiga segist hafa verið hálf orðlaus vegna þess sem hún sá þarna ofan í. „Þetta var skelfilegt. Þetta var sjokkerandi, mér brá. Ég ætlaði ekki að trúa þessu sem ég sá. Ég varð hálf orðlaus. Það var erfitt að hætta að mynda,“ segir Veiga. Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Lax Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira
Heimildin fjallaði í gær um sjókvíar Arctic Fish í Tálknafirði og greindu frá því að verið væri að farga öllum fiskum í ákveðnum kvíum félagsins vegna lúsafaraldurs þar. Hefur Heimildin það eftir deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun að um milljón eldislaxar hafi drepist eða fargað vegna lúsarinnar í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Segir deildarstjórinn að norskur dýralæknir væri staddur hér á landi vegna málsins og að hann hafi aldrei séð neitt jafn slæmt og þetta á þrjátíu ára ferli sínum. Kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók myndir og myndbönd af sjókvíunum fyrir sex dögum síðan. Hún segist ekki hafa séð einn einasta heilbrigða lax þar ofan í. Veiga Grétarsdóttir, náttúruverndarsinni. „Ég flaug drónanum út og ákvað að sjá hvort ég sæi eitthvað. Svo þegar ég fór að zoom-a ofan í kvíarnar fór ég að sjá hvíta kolla út um allt sem ég hef aldrei séð áður. Ég zoom-aði neðar og nær ofan í kvíarnar, þá kom þetta bara í ljós. Lúsétnir laxar, dauðir laxar, bara orðnir skinnlausir og nánast holdlausir á hausnum. Ég ætlaði varla að trúa þessu,“ segir Veiga í samtali við fréttastofu . Veiga segist hafa verið hálf orðlaus vegna þess sem hún sá þarna ofan í. „Þetta var skelfilegt. Þetta var sjokkerandi, mér brá. Ég ætlaði ekki að trúa þessu sem ég sá. Ég varð hálf orðlaus. Það var erfitt að hætta að mynda,“ segir Veiga.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Lax Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira