Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 10:20 Tölvugerð mynd sýnir farþegaferju sigla um göngin. Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. Þetta þýðir þó ekki að göngin séu komin á beinu brautina. Sá varnagli er sleginn í fréttatilkynningu iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins að tilboð berist innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið markaði árið 2021, upp á ríflega fimm milljarða norskra króna, á verðlagi ársins 2024, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fáist ekkert tilboð frá hæfum bjóðanda innan þess ramma þarf að bera málið aftur undir Stórþingið en þar hafa margir þingmenn verulegar efasemdir um verkefnið. Svona sjá menn fyrir sér að göngin verði að innanverðu. Meðfram bakkanum verður 3,5 metra breið flóttaleið sem einnig gefur færi á viðhaldsvinnu.KYSTVERKET/SNØHETTA/PLOMP Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Þau eiga að verða nægilega stór fyrir farþegaskip Hurtigruten og Kystruten og stefnt að opnun árið 2030. Megintilgangurinn er að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá veðravíti og svæsinni röst á siglingaleiðinni utan við Stað sunnan Álasunds. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 130 milljónum norskra króna, um 1.600 milljónum íslenskra, til forvinnu og framkvæmdar útboðsins árið 2024. Meðal annars er fyrirhugað að verktakar sem valdir verða í forvali fái greitt upp í þann kostnað sem fylgir tilboðsgerð. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.STAD SKIPSTUNNEL Siglingastofnunin norska hefur þegar auglýst samkeppnisútboð um ráðgjöf vegna skipaganganna, verkefni sem metið er 30 til 90 milljónir norskra króna, eða yfir 1,1 milljarð íslenskra. Sá sem hreppir þann samning yrði tæknilegur ráðgjafi í öllu ferlinu þar til göngin verða fullbyggð, allt frá útboði til lokafrágangs. Ráðgjafarfyrirtækið myndi aðstoða við verkfræðivinnu innan allra nauðsynlegra tæknigreina. „Við erum að upplifa mikinn áhuga á fyrstu skipagöngum heims. Þetta er stórkostlegt verkefni, bæði á norskan og alþjóðlegan mælikvarða, þannig að við gerum ráð fyrir að það séu nokkuð mörg ráðgjafafyrirtæki sem vilja leggja þessu lið,“ er haft eftir Terje Skjeppestad, verkefnisstjóra skipaganganna, í fréttatilkynningu Kystverket. Fyrir sjö árum sýndi Stöð 2 frétt þar sem skipstjórar prófuðu göngin í siglingahermi: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Þetta þýðir þó ekki að göngin séu komin á beinu brautina. Sá varnagli er sleginn í fréttatilkynningu iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins að tilboð berist innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið markaði árið 2021, upp á ríflega fimm milljarða norskra króna, á verðlagi ársins 2024, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fáist ekkert tilboð frá hæfum bjóðanda innan þess ramma þarf að bera málið aftur undir Stórþingið en þar hafa margir þingmenn verulegar efasemdir um verkefnið. Svona sjá menn fyrir sér að göngin verði að innanverðu. Meðfram bakkanum verður 3,5 metra breið flóttaleið sem einnig gefur færi á viðhaldsvinnu.KYSTVERKET/SNØHETTA/PLOMP Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Þau eiga að verða nægilega stór fyrir farþegaskip Hurtigruten og Kystruten og stefnt að opnun árið 2030. Megintilgangurinn er að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá veðravíti og svæsinni röst á siglingaleiðinni utan við Stað sunnan Álasunds. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 130 milljónum norskra króna, um 1.600 milljónum íslenskra, til forvinnu og framkvæmdar útboðsins árið 2024. Meðal annars er fyrirhugað að verktakar sem valdir verða í forvali fái greitt upp í þann kostnað sem fylgir tilboðsgerð. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.STAD SKIPSTUNNEL Siglingastofnunin norska hefur þegar auglýst samkeppnisútboð um ráðgjöf vegna skipaganganna, verkefni sem metið er 30 til 90 milljónir norskra króna, eða yfir 1,1 milljarð íslenskra. Sá sem hreppir þann samning yrði tæknilegur ráðgjafi í öllu ferlinu þar til göngin verða fullbyggð, allt frá útboði til lokafrágangs. Ráðgjafarfyrirtækið myndi aðstoða við verkfræðivinnu innan allra nauðsynlegra tæknigreina. „Við erum að upplifa mikinn áhuga á fyrstu skipagöngum heims. Þetta er stórkostlegt verkefni, bæði á norskan og alþjóðlegan mælikvarða, þannig að við gerum ráð fyrir að það séu nokkuð mörg ráðgjafafyrirtæki sem vilja leggja þessu lið,“ er haft eftir Terje Skjeppestad, verkefnisstjóra skipaganganna, í fréttatilkynningu Kystverket. Fyrir sjö árum sýndi Stöð 2 frétt þar sem skipstjórar prófuðu göngin í siglingahermi:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44
Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00
Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30