Kóngafólk

Fréttamynd

Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs

Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni.

Erlent
Fréttamynd

Harry stefnir út­gefanda Daily Mail

Harry Bretaprins hefur höfðað meiðyrðamál gegn útgefanda breska dagblaðsins Daily Mail vegna greinar sem Mail On Sunday birti á sunnudag um öryggismál Harry og fjölskyldu.

Erlent
Fréttamynd

Elísa­bet Breta­drottning með Co­vid

Elísa­bet Breta­drottning hefur greinst með kórónu­veiruna. Í til­kynningu frá bresku konungs­fjöl­skyldunni segir að hún sé með væg kvef­ein­kenni eins og er.

Erlent
Fréttamynd

Andrés semur við Giuffre

Andrés prins hefur gert samkomulag við Virginiu Giuffre, sem hefur sakað hann um að misnota sig kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Giuffre segist hafa verið fórnarlamb mannsals og segir Andrés hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimilum auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein.

Erlent
Fréttamynd

Elísabet II hin sprækasta eftir sjö áratugi á valdastóli

Elísabet önnur drottning Bretlands og fjórtán samveldisríkja hefur í dag verið drottning í sjötíu ár, lengur en nokkur annar hefur setið í hásæti í Bretlandi. Hún lýsti því yfir í gær að Kamilla eiginkona Karls Bretaprins fái drottningartitil þegar hann tekur við krúnunni.

Erlent
Fréttamynd

Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience.

Tónlist
Fréttamynd

Neitar að hafa verið góður vinur Ghisla­ine Maxwell

Andrés prins sem sakaður er um kynferðisbrot í einkamáli í Bandaríkjunum neitar því að hann hafi verið góður vinur Ghislaine Maxwell, sem á dögunum var sakfelld fyrir mansal og kynferðisbrot í tengslum við milljarðamæringinn Jeffrey Epstein. Prinsinn neitar einnig öllum sakargiftum.

Erlent
Fréttamynd

Margrét nú verið drottning í hálfa öld

Danir fagna því í dag að fimmtíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur varð drottning landsins. Fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna valdaafmælisins hafði áður verið frestað til næsta hausts vegna heimsfaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Andrés missir titla sína

Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar.

Erlent
Fréttamynd

Viktoría krón­prinsessa greindist aftur með Co­vid-19

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar greindist í dag með Covid-19. Þetta er í annað sinn sem prinsessan fær sjúkdóminn en fram kom í mars síðastliðnum að hún og eiginmaður hennar Daníel Prins væru komin í einangrun. Þá veiktust hvorugt þeirra illa.

Erlent
Fréttamynd

Dómarinn á báðum áttum vegna sam­komu­lagsins við Ep­stein

Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins virðist á báðum áttum þegar kemur að tilraun lögmanna Andrésar til að nýta sér gamalt samkomulag Giuffre við Jeffrey Epstein til að fá málinu vísað frá dómstólum. Dómarinn er þó sagður hafa virst efins um þessa túlkun lögmanna prinsins.

Erlent
Fréttamynd

Vörð­ur drottn­ing­ar­inn­ar steig á barn

Einn af vörðum drottningarinnar í London gekk nýverið yfir og steig á barn við Tower of London-virkið. Tveir hermenn voru í varðferð þegar barnið varð á vegi þeirra og annar hermaðurinn gekk á það og yfir.

Erlent