Kóngafólk Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. Lífið 9.5.2023 16:01 „Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíbahafi Forsætisráðherra eyjaríkisins Sankti Vinsent og Grenadína í Karíbahafi segir það „absúrd“ að Karl Bretakonungur sé þjóðhöfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valdatíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífstíð. Erlent 8.5.2023 22:46 Haraldur konungur lagður inn á sjúkrahús Haraldur Noregskonungur hefur verið lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Osló vegna sýkingar og þarf hann að gangast undir meðferð vegna þessa. Erlent 8.5.2023 07:47 Vilhjálmur sagði að Elísabet hefði verið stolt Tónleikar fóru í dag fram við Windsor-kastala í London í tilefni af krýningu Karls III Bretakonungs í gær. Segja má að viðburðurinn í dag hafi náð hámarki þegar Vilhjálmur krónprins tók til máls og klöppuðu áhorfendur gríðarlega þegar hann gekk upp á sviðið. Erlent 7.5.2023 23:51 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. Erlent 6.5.2023 22:42 Tíminn einn leiði í ljós hvort Karli farnist vel í embætti Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun. Erlent 6.5.2023 20:30 Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. Lífið 6.5.2023 14:38 Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. Erlent 6.5.2023 14:30 Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. Innlent 6.5.2023 13:00 Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. Lífið 6.5.2023 11:12 Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. Innlent 6.5.2023 07:00 Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. Erlent 5.5.2023 21:03 Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim. Erlent 5.5.2023 12:14 Love Island stjarna fékk óvænt boð í krýningu Karls Breska raunveruleikaþáttastjarnan Tasha Ghouri hefur fengið óvænt boð um að vera viðstödd hátíðarhöld vegna krýningu Karls Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi. Stjarnan greinir sjálf frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram. Lífið 4.5.2023 13:39 Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. Lífið 4.5.2023 09:34 Kastaði haglaskotum í höllina Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem sagður er hafa kastað haglaskotum og öðrum munum að Buckingham höll. Grunsamlegur poki sem maðurinn var með í fórum sínum var sprengdur í loft upp. Erlent 2.5.2023 20:40 Meghan segir fréttaflutning af bréfaskrifum til Karls ósannan Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, gagnrýnir breska fjölmiðla vegna fréttaflutnings af því að bréfaskrif á milli hennar og Karls konungs hins þriðja hafi haft áhrif á ákvörðun hennar um að mæta ekki til krýningar hans. Hún segir það fjarri sannleikanum. Lífið 23.4.2023 09:39 Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. Lífið 22.4.2023 08:01 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. Lífið 19.4.2023 15:41 Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. Lífið 12.4.2023 16:00 Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. Innlent 11.4.2023 12:53 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. Erlent 9.4.2023 22:21 Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). Erlent 5.4.2023 17:01 Til Þýskalands í sinni fyrstu opinberu heimsókn erlendis sem konungur Karl III Bretakonungur mun funda með helstu leiðtogum Þýskalands og ávarpa þýska þingið í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem konungur til erlends ríkis sem hefst í dag. Erlent 29.3.2023 08:29 Harry og Elton viðstaddir fyrirtöku hópmálssóknar gegn Daily Mail Harry Bretaprins og Elton John voru meðal viðstaddra þegar dómstóll í Lundúnum tók fyrir hópmálsókn gegn Associated Newspapers, sem á meðal annars og gefur út Daily Mail. Erlent 28.3.2023 10:58 Hættir við konunglega heimsókn vegna óróans í Frakklandi Karl þriðji Bretakonungur frestaði í dag fyrirhugaðri heimsókn sinni til Frakklands vegna uppþotanna sem þar geisa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór þess á leit að heimsókninni yrði slegið á frest. Erlent 24.3.2023 11:37 Harry og Meghan eigi að hugsa um sig og fjölskyldu sína Sjónvarpskonan Oprah Winfrey er á þeirri skoðun að Harry Bretaprins og hertogaynjan Meghan Markle eigi að fylgja hjartanu þegar kemur að því að ákveða hvort þau ætli að mæta á krýningarathöfn Karls konungs. Lífið 17.3.2023 14:43 Jóakim og fjölskyldan flytja til Bandaríkjanna Jóakim Danaprins hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu varnarmála í sendiráði Danmerkur í bandarísku höfuðborginni Washington DC. Hann mun flytja vestur um haf í sumar ásamt Mary eiginkonu sinni og yngstu börnum. Lífið 17.3.2023 13:13 „Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi“ Harry Bretaprins og Meghan Markle hefur verið boðið að vera viðstödd krýningu föður hans Karls III Bretakonungs 6. maí næstkomandi en ef marka má heimildarmenn Daily Mail hyggjast meðlimir konungsfjölskyldunnar hunsa þau ef þau mæta. Lífið 13.3.2023 11:11 Gerir Játvarð bróður sinn að hertoga af Edinborg Karl Bretakonungur útnefndi Játvarð bróður sinn hertoga af Edinborg í tilefni af 59 ára afmæli hans í dag. Játvarður tekur við tigninni af Filippusi prins föður sínum sem lést fyrir tveimur árum. Erlent 10.3.2023 10:14 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 28 ›
Frægir fögnuðu krýningu Karls III Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum. Lífið 9.5.2023 16:01
„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíbahafi Forsætisráðherra eyjaríkisins Sankti Vinsent og Grenadína í Karíbahafi segir það „absúrd“ að Karl Bretakonungur sé þjóðhöfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valdatíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífstíð. Erlent 8.5.2023 22:46
Haraldur konungur lagður inn á sjúkrahús Haraldur Noregskonungur hefur verið lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Osló vegna sýkingar og þarf hann að gangast undir meðferð vegna þessa. Erlent 8.5.2023 07:47
Vilhjálmur sagði að Elísabet hefði verið stolt Tónleikar fóru í dag fram við Windsor-kastala í London í tilefni af krýningu Karls III Bretakonungs í gær. Segja má að viðburðurinn í dag hafi náð hámarki þegar Vilhjálmur krónprins tók til máls og klöppuðu áhorfendur gríðarlega þegar hann gekk upp á sviðið. Erlent 7.5.2023 23:51
Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. Erlent 6.5.2023 22:42
Tíminn einn leiði í ljós hvort Karli farnist vel í embætti Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun. Erlent 6.5.2023 20:30
Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. Lífið 6.5.2023 14:38
Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. Erlent 6.5.2023 14:30
Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. Innlent 6.5.2023 13:00
Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. Lífið 6.5.2023 11:12
Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. Innlent 6.5.2023 07:00
Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. Erlent 5.5.2023 21:03
Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim. Erlent 5.5.2023 12:14
Love Island stjarna fékk óvænt boð í krýningu Karls Breska raunveruleikaþáttastjarnan Tasha Ghouri hefur fengið óvænt boð um að vera viðstödd hátíðarhöld vegna krýningu Karls Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi. Stjarnan greinir sjálf frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram. Lífið 4.5.2023 13:39
Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. Lífið 4.5.2023 09:34
Kastaði haglaskotum í höllina Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem sagður er hafa kastað haglaskotum og öðrum munum að Buckingham höll. Grunsamlegur poki sem maðurinn var með í fórum sínum var sprengdur í loft upp. Erlent 2.5.2023 20:40
Meghan segir fréttaflutning af bréfaskrifum til Karls ósannan Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, gagnrýnir breska fjölmiðla vegna fréttaflutnings af því að bréfaskrif á milli hennar og Karls konungs hins þriðja hafi haft áhrif á ákvörðun hennar um að mæta ekki til krýningar hans. Hún segir það fjarri sannleikanum. Lífið 23.4.2023 09:39
Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. Lífið 22.4.2023 08:01
Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. Lífið 19.4.2023 15:41
Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. Lífið 12.4.2023 16:00
Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. Innlent 11.4.2023 12:53
Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. Erlent 9.4.2023 22:21
Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). Erlent 5.4.2023 17:01
Til Þýskalands í sinni fyrstu opinberu heimsókn erlendis sem konungur Karl III Bretakonungur mun funda með helstu leiðtogum Þýskalands og ávarpa þýska þingið í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem konungur til erlends ríkis sem hefst í dag. Erlent 29.3.2023 08:29
Harry og Elton viðstaddir fyrirtöku hópmálssóknar gegn Daily Mail Harry Bretaprins og Elton John voru meðal viðstaddra þegar dómstóll í Lundúnum tók fyrir hópmálsókn gegn Associated Newspapers, sem á meðal annars og gefur út Daily Mail. Erlent 28.3.2023 10:58
Hættir við konunglega heimsókn vegna óróans í Frakklandi Karl þriðji Bretakonungur frestaði í dag fyrirhugaðri heimsókn sinni til Frakklands vegna uppþotanna sem þar geisa. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór þess á leit að heimsókninni yrði slegið á frest. Erlent 24.3.2023 11:37
Harry og Meghan eigi að hugsa um sig og fjölskyldu sína Sjónvarpskonan Oprah Winfrey er á þeirri skoðun að Harry Bretaprins og hertogaynjan Meghan Markle eigi að fylgja hjartanu þegar kemur að því að ákveða hvort þau ætli að mæta á krýningarathöfn Karls konungs. Lífið 17.3.2023 14:43
Jóakim og fjölskyldan flytja til Bandaríkjanna Jóakim Danaprins hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu varnarmála í sendiráði Danmerkur í bandarísku höfuðborginni Washington DC. Hann mun flytja vestur um haf í sumar ásamt Mary eiginkonu sinni og yngstu börnum. Lífið 17.3.2023 13:13
„Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi“ Harry Bretaprins og Meghan Markle hefur verið boðið að vera viðstödd krýningu föður hans Karls III Bretakonungs 6. maí næstkomandi en ef marka má heimildarmenn Daily Mail hyggjast meðlimir konungsfjölskyldunnar hunsa þau ef þau mæta. Lífið 13.3.2023 11:11
Gerir Játvarð bróður sinn að hertoga af Edinborg Karl Bretakonungur útnefndi Játvarð bróður sinn hertoga af Edinborg í tilefni af 59 ára afmæli hans í dag. Játvarður tekur við tigninni af Filippusi prins föður sínum sem lést fyrir tveimur árum. Erlent 10.3.2023 10:14