Hagnaður krúnunnar meira en tvöfaldast vegna vindorkusamninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 11:40 Konungsfjölskyldan nýtur góðs af tekjum eignarhaldsfélagsins, sem renna samt að stærstum hluta til ríkisins. AP/Kirsty Wigglesworth Hagnaður eignarhaldsfélagsins sem heldur utan um jarðir og fasteignir í eigu bresku konungsfjölskyldunnar jókst gríðarlega í fyrra og nam 1,1 milljarði punda, samanborið við 442 milljónir árið á undan. Stærstan part ágóðans má rekja til samninga um leigu á sjávarlóða til vindorkuframleiðslu. Talsmaður félagsins segir þannig um að ræða einskiptis hækkun og að tekjurnar muni jafnast aftur út á næstu árum. Hin mikla tekjuaukning mun hins vegar leiða til þess að fjárframlagið sem konungsfjölskyldan fær frá breska ríkinu verður 132 milljónir punda fjárhagsárið 2025-2026 en það hefur verið í kringum 86 milljónir síðustu ár. Fyrirkomulagið varðandi eigur konungsfjölskyldunnar, sem haldið er utan um í eignarhaldsfélagi sem kallast á ensku „Crown Estate“, hefur verið þannig í margar aldir að hagnaðurinn rennur til ríkisins, sem greiðir fjölskyldunni svo framlag til svo hún geti sinnt skyldum sínum. Karl III Bretakonungur fór þess á leit við ríkið að ágóðinn af leigusamningunum yrði notaður þjóðinni til heilla og þannig samþykkti ríkisstjórn Rishi Sunak að lækka hlutfall fjölskyldunnar af hagnaðinum úr 25 prósentum í 12 prósent. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði framlagið til fjölskyldunnar 2025-2026 numið 275 milljónum punda, sem hefði eflaust verið erfiður biti fyrir bresku þjóðina að kyngja, á sama tíma og almenningur glímir við síhækkandi verðlag. Í skýrslu um afkomu eignarhaldsfélagsins segir einnig að heimsóknum í Buckingham-höll og Windsor-kastala hafi fjölgað eftir Covid-19 og sé næstum á pari við fjöldann fyrir faraldurinn. Þá segir að konungsfjölskyldan hafi sinnt 2.300 verkefnum, sem er umtalsvert minna en fyrir Covid-19, þegar þau voru 3.200. Hafa ber í þessu samhengi að Elísabet II lést árið 2022 og Filippus prins árið 2021. Þá hafa Harry sonur Karls og eiginkona hans Meghan látið af störfum fyrir konungsfjölskylduna. Þeim hefur þannig fækkað sem sinna verkefnum hennar. Þess er einnig getið í skýrslunni að Karli og Katrínu prinsessu af Wales hafi borist 27.620 bréf í pósti, þar sem þeim var óskað góðs bata í kjölfar þess að bæði greindust með krabbamein. Umfjöllun New York Times. Bretland Vindorka Kóngafólk Karl III Bretakonungur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Stærstan part ágóðans má rekja til samninga um leigu á sjávarlóða til vindorkuframleiðslu. Talsmaður félagsins segir þannig um að ræða einskiptis hækkun og að tekjurnar muni jafnast aftur út á næstu árum. Hin mikla tekjuaukning mun hins vegar leiða til þess að fjárframlagið sem konungsfjölskyldan fær frá breska ríkinu verður 132 milljónir punda fjárhagsárið 2025-2026 en það hefur verið í kringum 86 milljónir síðustu ár. Fyrirkomulagið varðandi eigur konungsfjölskyldunnar, sem haldið er utan um í eignarhaldsfélagi sem kallast á ensku „Crown Estate“, hefur verið þannig í margar aldir að hagnaðurinn rennur til ríkisins, sem greiðir fjölskyldunni svo framlag til svo hún geti sinnt skyldum sínum. Karl III Bretakonungur fór þess á leit við ríkið að ágóðinn af leigusamningunum yrði notaður þjóðinni til heilla og þannig samþykkti ríkisstjórn Rishi Sunak að lækka hlutfall fjölskyldunnar af hagnaðinum úr 25 prósentum í 12 prósent. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði framlagið til fjölskyldunnar 2025-2026 numið 275 milljónum punda, sem hefði eflaust verið erfiður biti fyrir bresku þjóðina að kyngja, á sama tíma og almenningur glímir við síhækkandi verðlag. Í skýrslu um afkomu eignarhaldsfélagsins segir einnig að heimsóknum í Buckingham-höll og Windsor-kastala hafi fjölgað eftir Covid-19 og sé næstum á pari við fjöldann fyrir faraldurinn. Þá segir að konungsfjölskyldan hafi sinnt 2.300 verkefnum, sem er umtalsvert minna en fyrir Covid-19, þegar þau voru 3.200. Hafa ber í þessu samhengi að Elísabet II lést árið 2022 og Filippus prins árið 2021. Þá hafa Harry sonur Karls og eiginkona hans Meghan látið af störfum fyrir konungsfjölskylduna. Þeim hefur þannig fækkað sem sinna verkefnum hennar. Þess er einnig getið í skýrslunni að Karli og Katrínu prinsessu af Wales hafi borist 27.620 bréf í pósti, þar sem þeim var óskað góðs bata í kjölfar þess að bæði greindust með krabbamein. Umfjöllun New York Times.
Bretland Vindorka Kóngafólk Karl III Bretakonungur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira