Norska pressan í sárum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2024 10:55 Prinsessan og töfralæknirinn saman á góðri stundu. EPA-EFE/Lise Aserud Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. Þetta þýðir að engar myndir munu birtast í norskum miðlum úr brúðkaupinu á morgun. Það er áfall því mikið verður um dýrðir í Noregi á morgun og verður um meiriháttar viðburð að ræða. Martha og Shaman byrjuðu saman árið 2019 og sagðist prinsessan hafa hitt sálufélaga sinn í Bandaríkjamanninum og lét gagnrýnendur heyra það. Brýtur gegn hefðum „Þetta er einstaklega óheppilegt. Við erum mjög vonsvikin vegna þessa og í raun afar hissa,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Christinu Dorthellinger, ritstjóra norska miðilsins NTB sem allajafna hefur fjallað um mál norsku konungsfjölskyldunnar. Hún segir þetta brjóta allar hefðir og venjur. Þá taka samtök fréttamanna í Noregi undir með henni og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna málsins. Sjálf segir prinsessan hinsvegar og eiginmaður hennar verðandi að um sé að ræða einkaviðburð. Því verði gestalistinn og önnur atriði er varða brúðkaupið ekki gefin upp heldur. Samtök fréttamanna eru hvumsa yfir þeim svörum hjónanna. Segja erfitt að sjá hvernig um getur verið að ræða einkaviðburð þegar erlendum götublöðum hefur verið seldur ljósmyndarétturinn. Shaman Durek hefur sótt Ísland heim en það gerði hann meðal annars árið 2016. Durek lýsir sér sem þróunarfrumkvöðli sem leggi áherslu á hið andlega. Vilja ekki láta mynda sig Martha Louise er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Þá segja norskir miðlar frá því að fjölskyldan hafi beðið um það að meðlimir hennar verði ekki myndaðir í brúðkaupinu á morgun þar sem norskum miðlum verði ekki gefinn aðgangur. Þá kemur fram í umfjöllun norskra miðla að Martha hafi samþykkt að nýta sér ekki titil sinn í gróðaskyni. Hún hafi raunar skrifað undir samning þess efnis. Það sé álitamál hvort samningur hinna verðandi hjóna við Hello Magazine og Hola brjóti í bága við þann samning eða ekki. Noregur Kóngafólk Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Þetta þýðir að engar myndir munu birtast í norskum miðlum úr brúðkaupinu á morgun. Það er áfall því mikið verður um dýrðir í Noregi á morgun og verður um meiriháttar viðburð að ræða. Martha og Shaman byrjuðu saman árið 2019 og sagðist prinsessan hafa hitt sálufélaga sinn í Bandaríkjamanninum og lét gagnrýnendur heyra það. Brýtur gegn hefðum „Þetta er einstaklega óheppilegt. Við erum mjög vonsvikin vegna þessa og í raun afar hissa,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Christinu Dorthellinger, ritstjóra norska miðilsins NTB sem allajafna hefur fjallað um mál norsku konungsfjölskyldunnar. Hún segir þetta brjóta allar hefðir og venjur. Þá taka samtök fréttamanna í Noregi undir með henni og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna málsins. Sjálf segir prinsessan hinsvegar og eiginmaður hennar verðandi að um sé að ræða einkaviðburð. Því verði gestalistinn og önnur atriði er varða brúðkaupið ekki gefin upp heldur. Samtök fréttamanna eru hvumsa yfir þeim svörum hjónanna. Segja erfitt að sjá hvernig um getur verið að ræða einkaviðburð þegar erlendum götublöðum hefur verið seldur ljósmyndarétturinn. Shaman Durek hefur sótt Ísland heim en það gerði hann meðal annars árið 2016. Durek lýsir sér sem þróunarfrumkvöðli sem leggi áherslu á hið andlega. Vilja ekki láta mynda sig Martha Louise er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Þá segja norskir miðlar frá því að fjölskyldan hafi beðið um það að meðlimir hennar verði ekki myndaðir í brúðkaupinu á morgun þar sem norskum miðlum verði ekki gefinn aðgangur. Þá kemur fram í umfjöllun norskra miðla að Martha hafi samþykkt að nýta sér ekki titil sinn í gróðaskyni. Hún hafi raunar skrifað undir samning þess efnis. Það sé álitamál hvort samningur hinna verðandi hjóna við Hello Magazine og Hola brjóti í bága við þann samning eða ekki.
Noregur Kóngafólk Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira