Lífið

Prinsessan er ó­létt

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Prinsessan og prinsessan á leið í konunglegt brúðkaup í Noregi síðustu helgi.
Prinsessan og prinsessan á leið í konunglegt brúðkaup í Noregi síðustu helgi. EPA-EFE/HEIKO JUNGE

Sofia prinsessa af Svíþjóð er ólétt og á hún von á sér í febrúar. Um verður að ræða fjórða barn hennar og Karls Filippusar, að því er fram kemur í sænskum miðlum þar sem segir að gott sem enginn hafi búist við því að hjónin myndu eignast eitt barn í viðbót. 

Karl Filippus er annað barn konungs og drottningar. Þau Sofia gengu í hjónaband árið 2015 og eiga saman þrjá syni, þá Alexander, Gabríel og Julian. Þeir eru fæddir 2016, 2017 og 2021.

Samkvæmt svörum sænsku konungsfjölskyldunnar til Aftonbladet líður Sofiu vel. Ekki er búist við því að hún muni minnka við sig vinnu í haust.

Fregnirnar af óléttunni eru sagðar hafa komið systkinum hins ófædda barns á óvart. Þær hafi vakið mikla gleði fjölskyldunnar sem sé spennt að taka á móti nýjasta erfingjanum.

Prinsessan var stödd í Noregi síðustu helgi í konunglegu brúðkaupi Mörtu Louise prinsessu af Noregi og galdralæknisins Durek Verrett. Í umfjöllun Aftonbladet er tekið fram að prinsessan hafi skemmt sér konunglega og litið vel út.


Tengdar fréttir

Norska pressan í sárum

Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×