Kóngafólk Meghan sögð hafa boðið Katrínu samstarf Samband þeirra Meghan Markle og Katrínar hertogaynju af Cambridge er talið hafa batnað til muna og á Meghan að hafa boðið Katrínu að vinna með sér að nýju sjónvarpsefni. Þetta þykir til tíðinda þar sem lengi hefur verið talið afar stirt á milli þeirra. Lífið 18.8.2021 16:00 Afhjúpa myndir af eldri Díönu og Karli í The Crown Bandaríska streymisveitan Netflix hefur birt myndir af leikurunum Elizabeth Debicki og Dominic West í gervi Díönu prinsessu og Karls Bretaprins í næstu þáttaröð The Crown. Lífið 17.8.2021 22:51 Skraut af brúðartertu Karls og Díönu selst á 325 þúsund krónur Kökuskraut ofan af brúðkaupstertu Karls Bretaprins og Díönu prinsessu seldist nýverið á uppoði fyrir 1.850 pund, jafnvirði 325 þúsund íslenskra króna. Karl og Díana gengu í hjónaband fyrir rúmum fjörtíu árum, 29. júlí 1981. Erlent 12.8.2021 08:10 Getur ekki falið sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“ Hertoginn af York getur ekki falið sig á bakvið „auð og hallarveggi“ og verður að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar fyrir bandarískum dómstólum. Þetta segir lögmaður Virginiu Giuffre, sem hefur sakað Andrés Bretaprins um nauðgun. Erlent 11.8.2021 08:04 Andrés prins kærður fyrir nauðgun Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul. Erlent 9.8.2021 22:34 Sjáðu Staunton í hlutverki drottningarinnar Breska leikkonan Imelda Staunton fer með hlutverk sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu seríu af þáttunum The Crown. Streymisveitan Netflix birti í gær fyrstu mynd af leikkonunni í hlutverkinu. Lífið 31.7.2021 13:01 Heiðruðu Filippus á afmælismynd Georgs Georg Alexander Lúðvík, frumburður Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju af Cambridge, fagnar átta ára afmæli sínu í dag. Lífið 22.7.2021 16:33 Harry leysir frá skjóðunni í sjálfsævisögu Harry Bretaprins tilkynnti í gær að hann væri að skrifa sjálfsævisögu. Konungsfjölskyldan er sögð vera stressuð yfir því sem Harry kann að opinbera í bókinni sem er væntanleg í árslok 2022. Lífið 20.7.2021 16:47 Telur líklegt að Vilhjálmur og Katrín muni brjóta hefðina Talið er líklegt að Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynjan af Cambridge muni ekki birta afmælismynd af syni sínum, Georg Bretaprins, eins og hefð er fyrir. Þau hafa fengið sig fullsödd af þeirri stríðni sem sonur þeirra hefur orðið fyrir á internetinu. Lífið 19.7.2021 16:10 Meghan og Harry framleiða teiknimyndaþætti fyrir Netflix Harry Bretaprins og Meghan Markle hafa tilkynnt að þau séu að framleiða teiknimyndaþætti fyrir Netflix en þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu þeirra Archwell. Meghan er höfundur og framleiðandi þáttanna en þeir bera titilinn Pearl. Bíó og sjónvarp 15.7.2021 12:37 Elísabet drottning sendi kveðju til landsliðsins Elísabet önnur, Bretlandsdrottning, sendi hamingjuóskir og baráttukveðjur til Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og enska liðsins í aðdraganda úrslitaleiks liðsins á EM við Ítalíu á Wembley annað kvöld. Fótbolti 10.7.2021 20:00 Fengu kveðjur frá konungsfjölskyldunni og Wozniacki Það hrifust margir með danska landsliðinu í knattspyrnu og þá sér í lagi Danir. Þeir féllu úr leik gegn Englandi í undanúrslitunum í gær. Fótbolti 8.7.2021 13:00 Prinsarnir afhjúpuðu styttu af Díönu prinsessu Bretaprinsarnar Vilhjálmur og Harry afhjúpuðu styttu af móður sinni Díönu prinsessu af Wales við hátíðlega athöfn í garði Kensington-hallar. Erlent 1.7.2021 14:54 Afhjúpa styttu af Díönu í tilefni af sextíu ára fæðingarafmælinu Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry munu síðar í dag afhjúpa styttu af móður sinni, Díönu, prinsessu af Wales, í garði Kensington-hallar. Díana, sem lést í París í ágúst 1997, hefði orðið sextug á þessum degi hefði henni enst aldur til. Erlent 1.7.2021 09:56 Hlutfall minnihlutahópa meðal starfsmanna drottningar 8,5 prósent Breska krúnan hefur í fyrsta sinn upplýst um hlutfall minnihlutahópa sem starfa fyrir konungsfjölskylduna. Hlutfallið er 8,5 prósent en stefnt er að því að bæta það og ná 10 prósentum fyrir árslok 2022. Erlent 24.6.2021 12:28 Synirnir kostuðu Karl 780 milljónir í fyrra Karl Bretaprins studdi son sinn Harry og eiginkonu hans Meghan fjárhagslega þar til síðasta sumar. Fjárhagsstuðningurinn varði í einhverja mánuði eftir að hertogahjónin af Sussex ákváðu að segja sig frá skyldustörfum fyrir konungsfjölskylduna. Erlent 24.6.2021 10:23 „Áttu að líta út eins og þú sért að njóta þín?“ Elísabet Bretadrottning mætti á fund G7 ríkjanna í gær til þess að hitta leiðtoga þeirra. Myndatökur tóku við drottningunni sem geta oft og tíðum tekið langan tíma. Lífið 12.6.2021 13:15 Blása á orðróma um að nafngiftin hafi verið í óþökk drottningar Talsmaður hjónanna Harry og Meghan þvertekur fyrir að þau hafi skírt nýfædda dóttur sína Lilibet, eða Lísbetu, í höfuðið á Elísabetu Bretlandsdrottningu án nokkurs samráðs við hana. Drottningin var kölluð Lilibet þegar hún var lítil stúlka. Lífið 9.6.2021 23:30 Harry og Meghan sögð ekki hafa borið nafngiftina undir drottninguna Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, báðu Elísabetu drottningu ekki um leyfi áður en þau ákváðu að nefna dóttur sína Lilibet, Lísbet upp á íslensku, en um er að ræða fjölskyldu-gælunafn drottningarinnar frá því hún var stúlka. Innlent 9.6.2021 07:04 Harry og Meghan eignuðust dóttur Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex eignuðust dóttur á föstudaginn. Erlent 6.6.2021 16:08 Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. Erlent 2.6.2021 18:23 Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. Erlent 23.5.2021 08:19 Þjáðist af kvíða og kvíðaköstum og vildi gera allt til að hætta að finna til Harry Bretaprins þjáðist af kvíða og fékk alvarleg kvíðaköst þegar hann var yngri. Þá drakk hann stundum „vikuskammt“ af áfengi á einu kvöldi til að takast á við dauða móður sinnar og var tilbúinn til að gera allt til að hætta að finna til löngu seinna. Erlent 21.5.2021 07:54 Segja BBC hafa stuðlað að andláti Díönu prinsessu Vilhjálmur prins og Harry bróðir hans hafa fordæmt Breska ríkisútvarpið harðlega fyrir framgöngu stofnunarinnar í tengslum við viðtal sem tekið var við Díönu prinsessu móður þeirra árið 1995. Erlent 20.5.2021 23:15 BBC biðst afsökunar á umdeildu Díönu-viðtali frá 1995 Breska ríkisútvarpið hefur í fyrsta sinn beðist afsökunar á umdeildu viðtali sjónvarpsmannsins Martins Bashir við Díönu prinsessu frá 1995. Það er gert eftir óháða rannsókn á aðdraganda og framkvæmd viðtalsins, niðurstöður hverrar voru birtar í dag. Erlent 20.5.2021 14:06 Efast um tilkall konungssonar til krúnu Súlúmanna Til uppnáms kom þegar nýr konungur Súlúmanna í Suður-Afríku var tilnefndur í gærkvöldi. Nokkrir meðlimir konungsfjölskyldunnar efast um tilkall Misuzulu Zulu prins til krúnunnar og hrifu lífverðir hans í burtu þegar tilkynnt var opinberlega um tilkall hans í konungshöllinni. Erlent 8.5.2021 14:03 Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. Erlent 7.5.2021 07:43 Prins sakaður um að hafa banað „stærsta birni Rúmeníu“ Umhverfisverndarsamtök í Rúmeníu hafa sakað Emanuel, prins í Liechtenstein, um að hafa skotið björninn Artúr á verndarsvæði í Karpatafjöllum. Artúr er sagður hafa verið „stærsti björn Rúmeníu“, en bann ríkir við minjaveiðum á stærri rándýrum í landinu. Erlent 6.5.2021 07:52 Karlotta fagnar sex ára afmæli Karlotta prinsessa, dóttir Vilhjálms prins og Katrínar, hertogaynju af Cambridge, er sex ára í dag. Í tilefni dagsins hefur konungsfjölskyldan nýja mynd af prinsessunni í sínu fínasta pússi. Lífið 2.5.2021 08:10 Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. Erlent 30.4.2021 07:42 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 28 ›
Meghan sögð hafa boðið Katrínu samstarf Samband þeirra Meghan Markle og Katrínar hertogaynju af Cambridge er talið hafa batnað til muna og á Meghan að hafa boðið Katrínu að vinna með sér að nýju sjónvarpsefni. Þetta þykir til tíðinda þar sem lengi hefur verið talið afar stirt á milli þeirra. Lífið 18.8.2021 16:00
Afhjúpa myndir af eldri Díönu og Karli í The Crown Bandaríska streymisveitan Netflix hefur birt myndir af leikurunum Elizabeth Debicki og Dominic West í gervi Díönu prinsessu og Karls Bretaprins í næstu þáttaröð The Crown. Lífið 17.8.2021 22:51
Skraut af brúðartertu Karls og Díönu selst á 325 þúsund krónur Kökuskraut ofan af brúðkaupstertu Karls Bretaprins og Díönu prinsessu seldist nýverið á uppoði fyrir 1.850 pund, jafnvirði 325 þúsund íslenskra króna. Karl og Díana gengu í hjónaband fyrir rúmum fjörtíu árum, 29. júlí 1981. Erlent 12.8.2021 08:10
Getur ekki falið sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“ Hertoginn af York getur ekki falið sig á bakvið „auð og hallarveggi“ og verður að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar fyrir bandarískum dómstólum. Þetta segir lögmaður Virginiu Giuffre, sem hefur sakað Andrés Bretaprins um nauðgun. Erlent 11.8.2021 08:04
Andrés prins kærður fyrir nauðgun Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul. Erlent 9.8.2021 22:34
Sjáðu Staunton í hlutverki drottningarinnar Breska leikkonan Imelda Staunton fer með hlutverk sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu seríu af þáttunum The Crown. Streymisveitan Netflix birti í gær fyrstu mynd af leikkonunni í hlutverkinu. Lífið 31.7.2021 13:01
Heiðruðu Filippus á afmælismynd Georgs Georg Alexander Lúðvík, frumburður Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju af Cambridge, fagnar átta ára afmæli sínu í dag. Lífið 22.7.2021 16:33
Harry leysir frá skjóðunni í sjálfsævisögu Harry Bretaprins tilkynnti í gær að hann væri að skrifa sjálfsævisögu. Konungsfjölskyldan er sögð vera stressuð yfir því sem Harry kann að opinbera í bókinni sem er væntanleg í árslok 2022. Lífið 20.7.2021 16:47
Telur líklegt að Vilhjálmur og Katrín muni brjóta hefðina Talið er líklegt að Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynjan af Cambridge muni ekki birta afmælismynd af syni sínum, Georg Bretaprins, eins og hefð er fyrir. Þau hafa fengið sig fullsödd af þeirri stríðni sem sonur þeirra hefur orðið fyrir á internetinu. Lífið 19.7.2021 16:10
Meghan og Harry framleiða teiknimyndaþætti fyrir Netflix Harry Bretaprins og Meghan Markle hafa tilkynnt að þau séu að framleiða teiknimyndaþætti fyrir Netflix en þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu þeirra Archwell. Meghan er höfundur og framleiðandi þáttanna en þeir bera titilinn Pearl. Bíó og sjónvarp 15.7.2021 12:37
Elísabet drottning sendi kveðju til landsliðsins Elísabet önnur, Bretlandsdrottning, sendi hamingjuóskir og baráttukveðjur til Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og enska liðsins í aðdraganda úrslitaleiks liðsins á EM við Ítalíu á Wembley annað kvöld. Fótbolti 10.7.2021 20:00
Fengu kveðjur frá konungsfjölskyldunni og Wozniacki Það hrifust margir með danska landsliðinu í knattspyrnu og þá sér í lagi Danir. Þeir féllu úr leik gegn Englandi í undanúrslitunum í gær. Fótbolti 8.7.2021 13:00
Prinsarnir afhjúpuðu styttu af Díönu prinsessu Bretaprinsarnar Vilhjálmur og Harry afhjúpuðu styttu af móður sinni Díönu prinsessu af Wales við hátíðlega athöfn í garði Kensington-hallar. Erlent 1.7.2021 14:54
Afhjúpa styttu af Díönu í tilefni af sextíu ára fæðingarafmælinu Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry munu síðar í dag afhjúpa styttu af móður sinni, Díönu, prinsessu af Wales, í garði Kensington-hallar. Díana, sem lést í París í ágúst 1997, hefði orðið sextug á þessum degi hefði henni enst aldur til. Erlent 1.7.2021 09:56
Hlutfall minnihlutahópa meðal starfsmanna drottningar 8,5 prósent Breska krúnan hefur í fyrsta sinn upplýst um hlutfall minnihlutahópa sem starfa fyrir konungsfjölskylduna. Hlutfallið er 8,5 prósent en stefnt er að því að bæta það og ná 10 prósentum fyrir árslok 2022. Erlent 24.6.2021 12:28
Synirnir kostuðu Karl 780 milljónir í fyrra Karl Bretaprins studdi son sinn Harry og eiginkonu hans Meghan fjárhagslega þar til síðasta sumar. Fjárhagsstuðningurinn varði í einhverja mánuði eftir að hertogahjónin af Sussex ákváðu að segja sig frá skyldustörfum fyrir konungsfjölskylduna. Erlent 24.6.2021 10:23
„Áttu að líta út eins og þú sért að njóta þín?“ Elísabet Bretadrottning mætti á fund G7 ríkjanna í gær til þess að hitta leiðtoga þeirra. Myndatökur tóku við drottningunni sem geta oft og tíðum tekið langan tíma. Lífið 12.6.2021 13:15
Blása á orðróma um að nafngiftin hafi verið í óþökk drottningar Talsmaður hjónanna Harry og Meghan þvertekur fyrir að þau hafi skírt nýfædda dóttur sína Lilibet, eða Lísbetu, í höfuðið á Elísabetu Bretlandsdrottningu án nokkurs samráðs við hana. Drottningin var kölluð Lilibet þegar hún var lítil stúlka. Lífið 9.6.2021 23:30
Harry og Meghan sögð ekki hafa borið nafngiftina undir drottninguna Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, báðu Elísabetu drottningu ekki um leyfi áður en þau ákváðu að nefna dóttur sína Lilibet, Lísbet upp á íslensku, en um er að ræða fjölskyldu-gælunafn drottningarinnar frá því hún var stúlka. Innlent 9.6.2021 07:04
Harry og Meghan eignuðust dóttur Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex eignuðust dóttur á föstudaginn. Erlent 6.6.2021 16:08
Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. Erlent 2.6.2021 18:23
Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. Erlent 23.5.2021 08:19
Þjáðist af kvíða og kvíðaköstum og vildi gera allt til að hætta að finna til Harry Bretaprins þjáðist af kvíða og fékk alvarleg kvíðaköst þegar hann var yngri. Þá drakk hann stundum „vikuskammt“ af áfengi á einu kvöldi til að takast á við dauða móður sinnar og var tilbúinn til að gera allt til að hætta að finna til löngu seinna. Erlent 21.5.2021 07:54
Segja BBC hafa stuðlað að andláti Díönu prinsessu Vilhjálmur prins og Harry bróðir hans hafa fordæmt Breska ríkisútvarpið harðlega fyrir framgöngu stofnunarinnar í tengslum við viðtal sem tekið var við Díönu prinsessu móður þeirra árið 1995. Erlent 20.5.2021 23:15
BBC biðst afsökunar á umdeildu Díönu-viðtali frá 1995 Breska ríkisútvarpið hefur í fyrsta sinn beðist afsökunar á umdeildu viðtali sjónvarpsmannsins Martins Bashir við Díönu prinsessu frá 1995. Það er gert eftir óháða rannsókn á aðdraganda og framkvæmd viðtalsins, niðurstöður hverrar voru birtar í dag. Erlent 20.5.2021 14:06
Efast um tilkall konungssonar til krúnu Súlúmanna Til uppnáms kom þegar nýr konungur Súlúmanna í Suður-Afríku var tilnefndur í gærkvöldi. Nokkrir meðlimir konungsfjölskyldunnar efast um tilkall Misuzulu Zulu prins til krúnunnar og hrifu lífverðir hans í burtu þegar tilkynnt var opinberlega um tilkall hans í konungshöllinni. Erlent 8.5.2021 14:03
Heiftarleg valdabarátta innan konungsfjölskyldu Súlúmanna eftir lát drottningar Heiftarleg valdabarátta stendur nú yfir innan konungsfjölskyldu Súlúmanna í Suður-Afríku eftir andlát Mantfombi Dlamini-Zulu drottningar sem lést óvænt í lok síðasta mánaðar. Drottningin, sem varð 65 ára, var jörðuð í KwaZulu-Natal héraði í austurhluta Suður-Afríku í morgun. Erlent 7.5.2021 07:43
Prins sakaður um að hafa banað „stærsta birni Rúmeníu“ Umhverfisverndarsamtök í Rúmeníu hafa sakað Emanuel, prins í Liechtenstein, um að hafa skotið björninn Artúr á verndarsvæði í Karpatafjöllum. Artúr er sagður hafa verið „stærsti björn Rúmeníu“, en bann ríkir við minjaveiðum á stærri rándýrum í landinu. Erlent 6.5.2021 07:52
Karlotta fagnar sex ára afmæli Karlotta prinsessa, dóttir Vilhjálms prins og Katrínar, hertogaynju af Cambridge, er sex ára í dag. Í tilefni dagsins hefur konungsfjölskyldan nýja mynd af prinsessunni í sínu fínasta pússi. Lífið 2.5.2021 08:10
Drottningin látin fáeinum vikum eftir lát konungsins Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, drottning Súlúmanna í Suður-Afríku, er látin, 65 ára að aldri. Hún lést einungis fáeinum vikum eftir að eiginmaður hennar, Goodwill Zwelithini konungur, lést. Erlent 30.4.2021 07:42