Karl sagður hafa tekið við milljónum frá Katar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 08:19 Karl Bretaprins (t.h.) með spúsu sinni, Camillu Parker Bowles. Vísir/EPA Karl Bretaprins er sagður hafa tekið við milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með fyrrverandi forsætisráðherra Katar. Fulltrúar konungsfjölskyldunnar fullyrða að féð hafi strax runnið til góðgerðasamtaka prinsins. Breska blaðið Sunday Times fullyrðir í dag að Karl hafi tekið við þremur milljónum evra, jafnvirði um 420 milljóna íslenskra króna, úr hendi Sjeik Hamad bin Jassim bin Jaber al-Thani. Féð hafi verið afhent í skjalatösku, ferðatösku og innkaupapoka á nokkrum fundum. Tveir ráðgjafar prinsins eru sagðir hafa tekið við peningunum sem þeir fengu afhenta í skjalatösku og handtalið þá. Einkabanki konungsfjölskyldunnar hafi svo tekið við þeim. Peningarnir voru lagðir inn á bankareikninga Góðgerðasjóðs prinsins af Wales (PWCF) og segir blaðið að ekkert bendi til þess að greiðslurnar hafi verið ólöglegar. Sjóðurinn hefur staðfest að sjeikinn hafi sjálfur óskað eftir því að styrkja sjóðinn með reiðufé. Þrátt fyrir það eru fregnirnar sagðar vandræðalegar fyrir Karl prins. Lögreglan í London og rannsakar nú hvernig góðgerðasamtök konungsfjölskyldunnar hafa staðið að fjáröflun, þar á meðal með sölu á ýmis konar heiðurstignum. Ásakanir hafa komið fram um að einn nánasti ráðgjafi Karls hafi komið því í kring að sádiarabískur milljarðamæringur yrði heiðraður. The Guardian segir að al-Thani sé einn ríkasti maður jarðar og hafi verð nefndur „maðurinn sem keypti London“ vegna gríðarlgra fjárfestinga hans í borginni. Hann er einnig eigandi franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain. Bretland Kóngafólk Katar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Breska blaðið Sunday Times fullyrðir í dag að Karl hafi tekið við þremur milljónum evra, jafnvirði um 420 milljóna íslenskra króna, úr hendi Sjeik Hamad bin Jassim bin Jaber al-Thani. Féð hafi verið afhent í skjalatösku, ferðatösku og innkaupapoka á nokkrum fundum. Tveir ráðgjafar prinsins eru sagðir hafa tekið við peningunum sem þeir fengu afhenta í skjalatösku og handtalið þá. Einkabanki konungsfjölskyldunnar hafi svo tekið við þeim. Peningarnir voru lagðir inn á bankareikninga Góðgerðasjóðs prinsins af Wales (PWCF) og segir blaðið að ekkert bendi til þess að greiðslurnar hafi verið ólöglegar. Sjóðurinn hefur staðfest að sjeikinn hafi sjálfur óskað eftir því að styrkja sjóðinn með reiðufé. Þrátt fyrir það eru fregnirnar sagðar vandræðalegar fyrir Karl prins. Lögreglan í London og rannsakar nú hvernig góðgerðasamtök konungsfjölskyldunnar hafa staðið að fjáröflun, þar á meðal með sölu á ýmis konar heiðurstignum. Ásakanir hafa komið fram um að einn nánasti ráðgjafi Karls hafi komið því í kring að sádiarabískur milljarðamæringur yrði heiðraður. The Guardian segir að al-Thani sé einn ríkasti maður jarðar og hafi verð nefndur „maðurinn sem keypti London“ vegna gríðarlgra fjárfestinga hans í borginni. Hann er einnig eigandi franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain.
Bretland Kóngafólk Katar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira