Katrín minnist Elísabetar: „Ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2022 19:53 Katrín hitti Elísabetu í Buckingham-höll árið 2019, þegar drottningin bauð leiðtogum NATO-ríkjanna til kvöldverðar. Við hlið þeirra stendur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar marki endalok merkilegs tímabils í sögðu Vesturlanda. Hún minnist Elísabetar, sem hún hitti árið 2019, af mikilli hlýju og segist skilja hvers vegna drottningin var jafn dáð af þjóð sinni og raun ber vitni. Elísabet lést í Balmoral-kastala í Skotlandi síðdegis í dag en fyrr í dag hafði verið tilkynnt að hún væri undir sérstöku eftirliti lækna, þar sem heilsu hennar færi hrakandi. Þjóðarsorg ríkir nú í Bretlandi vegna fráfalls drottningarinnar, en Karl sonur hennar er tekinn við krúnunni. Hann verður Karl III Bretlandskonungur. Hlý og alþýðleg Í samtali við fréttastofu segir Katrín að andlát Elísabetar marki merkileg tímamót í sögu vestrænna ríkja. „Elísabet hefur ríkt frá því Churchill var forsætisráðherra, þannig að þetta er ótrúlega langt tímabil sem hún var þjóðhöfðingi Bretlands. Hún hafði einhverja yfirsýn yfir 20. öldina sem verður ekki jafnað saman við aðra þjóðhöfðingja um þessar mundir,“ segir Katrín. Katrín hitti Elísabetu einu sinni, þegar drottningin bauð leiðtogum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til kvöldverðar í Buckingham-höll, árið 2019. „Það kom mér á óvart hvað hún var hlýleg í framkomu, því hún er auðvitað drottning, og vel heima í Íslandi. Hún vildi einkum ræða við mig um íslenska hestinn og það var bara gaman að tala við hana. Það var einkar eftirminnilegt,“ segir Katrín. Elísabet hafi þá lagt sig fram við að hitta alla sem í veislunni voru, sem Katrín segir ekki endilega vanalegt þegar kemur að þjóðhöfðingjum. „Óháð þeirra stöðu. Mér fannst það skemmtilegt. Ég skil vinsældir hennar hjá bresku þjóðinni.“ Hér má sjá Elísabetu í sinni einu opinberu heimsókn til Íslands, árið 1990.GETTY/JOHN SHELLEY Öll þessi saga í einni konu Þá er Katrínu minnistæð ræða sem Elísabet flutti á loftslagsráðstefnu í Glasgow nokkru síðar. Það var þó í gegnum fjarfundabúnað, þar sem kórónuveiran réði ríkjum á þeim tíma. „Það var gríðarlega eftirminnileg ræða. Hún ávarpaði leiðtoga heimsins og sagði eitthvað á þessa leið: „Nú verðið þið að hefja ykkur yfir pólitík augnabliksins og verða raunverulegir leiðtogar í loftslagsaðgerðum.“ Þetta var frábær ræða og það voru allir mjög snortnir. Þá var hún að vitna í eiginmann sinn, Filippus, sem þá var látinn. Þannig að þetta var bæði persónuleg og pólitísk ræða,“ segir Katrín. Hún segir erfitt, á þessari stundu, að segja til um hversu stóra arfleið Elísabet skilur eftir sig. „Þetta markar einhver endalok ákveðins tímabils, þar sem hún bjó yfir þessari miklu yfirsýn. Það var einmitt áhugavert, í þetta eina skipti sem ég hitti hana, þá ræddum við fjölgun kvenna í pólitík og aðrar breytingar sem hafa orðið í hennar löngu tíð.“ Katrín segist fullviss um að margir líti á Elísabetu sem heimilisvin, langt út fyrir Bretland og samveldið. „Ég hugsa að það séu mörg sem eiga eftir að muna hvar þau voru þegar þau heyrðu þessi tíðindi. Einfaldlega vegna þess að hún var ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu, allt frá seinni heimsstyrjöld og til vorra daga. Það er eitthvert samhengi í þessu sem er alveg ótrúlegt,“ segir Katrín. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Vaktin: „Mesti þjóðhöfðingi okkar tíma er fallinn frá“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Elísabet lést í Balmoral-kastala í Skotlandi síðdegis í dag en fyrr í dag hafði verið tilkynnt að hún væri undir sérstöku eftirliti lækna, þar sem heilsu hennar færi hrakandi. Þjóðarsorg ríkir nú í Bretlandi vegna fráfalls drottningarinnar, en Karl sonur hennar er tekinn við krúnunni. Hann verður Karl III Bretlandskonungur. Hlý og alþýðleg Í samtali við fréttastofu segir Katrín að andlát Elísabetar marki merkileg tímamót í sögu vestrænna ríkja. „Elísabet hefur ríkt frá því Churchill var forsætisráðherra, þannig að þetta er ótrúlega langt tímabil sem hún var þjóðhöfðingi Bretlands. Hún hafði einhverja yfirsýn yfir 20. öldina sem verður ekki jafnað saman við aðra þjóðhöfðingja um þessar mundir,“ segir Katrín. Katrín hitti Elísabetu einu sinni, þegar drottningin bauð leiðtogum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til kvöldverðar í Buckingham-höll, árið 2019. „Það kom mér á óvart hvað hún var hlýleg í framkomu, því hún er auðvitað drottning, og vel heima í Íslandi. Hún vildi einkum ræða við mig um íslenska hestinn og það var bara gaman að tala við hana. Það var einkar eftirminnilegt,“ segir Katrín. Elísabet hafi þá lagt sig fram við að hitta alla sem í veislunni voru, sem Katrín segir ekki endilega vanalegt þegar kemur að þjóðhöfðingjum. „Óháð þeirra stöðu. Mér fannst það skemmtilegt. Ég skil vinsældir hennar hjá bresku þjóðinni.“ Hér má sjá Elísabetu í sinni einu opinberu heimsókn til Íslands, árið 1990.GETTY/JOHN SHELLEY Öll þessi saga í einni konu Þá er Katrínu minnistæð ræða sem Elísabet flutti á loftslagsráðstefnu í Glasgow nokkru síðar. Það var þó í gegnum fjarfundabúnað, þar sem kórónuveiran réði ríkjum á þeim tíma. „Það var gríðarlega eftirminnileg ræða. Hún ávarpaði leiðtoga heimsins og sagði eitthvað á þessa leið: „Nú verðið þið að hefja ykkur yfir pólitík augnabliksins og verða raunverulegir leiðtogar í loftslagsaðgerðum.“ Þetta var frábær ræða og það voru allir mjög snortnir. Þá var hún að vitna í eiginmann sinn, Filippus, sem þá var látinn. Þannig að þetta var bæði persónuleg og pólitísk ræða,“ segir Katrín. Hún segir erfitt, á þessari stundu, að segja til um hversu stóra arfleið Elísabet skilur eftir sig. „Þetta markar einhver endalok ákveðins tímabils, þar sem hún bjó yfir þessari miklu yfirsýn. Það var einmitt áhugavert, í þetta eina skipti sem ég hitti hana, þá ræddum við fjölgun kvenna í pólitík og aðrar breytingar sem hafa orðið í hennar löngu tíð.“ Katrín segist fullviss um að margir líti á Elísabetu sem heimilisvin, langt út fyrir Bretland og samveldið. „Ég hugsa að það séu mörg sem eiga eftir að muna hvar þau voru þegar þau heyrðu þessi tíðindi. Einfaldlega vegna þess að hún var ein kona sem bjó yfir allri þessari sögu, allt frá seinni heimsstyrjöld og til vorra daga. Það er eitthvert samhengi í þessu sem er alveg ótrúlegt,“ segir Katrín.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Vaktin: „Mesti þjóðhöfðingi okkar tíma er fallinn frá“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44
Vaktin: „Mesti þjóðhöfðingi okkar tíma er fallinn frá“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55