Drottningin undir sérstöku eftirliti lækna Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2022 11:51 Elísabet drottning í Balmoral-kastala síðastliðinn þriðjudag. AP Elísabet önnur Bretlandsdrottning er nú undir sérstöku eftirliti lækna í Balmoral-kastalanum í Skotlandi. Ákvörðun þessa efnis var tekin í kjölfar þess að heilsu hennar hrakaði í morgun. Allir í nánustu fjölskyldu drottningar eru þegar komin til Balmoral eða eru nú á leiðinni þangað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Þar segir að læknar hennar hafi áhyggjur af heilsu hennar hátignar og ráðlagt að hún verði áfram undir eftirliti. Drottningin er 96 ára gömul og hefur glímt við heilsuleysi síðustu mánuði, en hún greindist með Covid-19 í febrúar síðastliðinn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Karl Bretaprins og Camilla, eiginkona hans, séu stödd í Balmoral og að Vilhjálmur prins sé á leiðinni. Karl er fyrstur í röðinni til að erfa bresku krúnuna og Vilhjálmur annar í röðinni. Sömuleiðis eru önnur börn Elísabetar, þau Anna, Andrés og Játvarður, auk Harry prins og Meghan á leiðinni til Balmoral. A statement from Buckingham Palace:https://t.co/2x2oD289nL— The Royal Family (@RoyalFamily) September 8, 2022 Drottningin fundaði með þeim Boris Johnson og Liz Truss síðastliðinn þriðjudag, þar sem Johnson sagði formlega af sér embætti forsætisráðherra og Truss var skipuð í embættið. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega sjötíu ára valdatíð Elísabetar drottningar þar sem hún tók ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. Fréttir bárust svo af því í gær að Elísabet hafi hætt við að koma fram stafrænum fundi að ráðleggingum lækna. Truss og Sturgeon bregðst við Truss segir bresku þjóðina alla hafa áhyggjur af þeim fréttum sem hafi borist frá Buckingham-höll í hádeginu. Hugur hennar – og þjóðarinnar allrar – sé hjá Elísabetu og fjölskyldu hennar. The whole country will be deeply concerned by the news from Buckingham Palace this lunchtime.My thoughts - and the thoughts of people across our United Kingdom - are with Her Majesty The Queen and her family at this time.— Liz Truss (@trussliz) September 8, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tekur í svipaðan streng og segir að allir hafi áhyggjur vegna fréttanna af heilsu drottningarinnar. All of us are feeling profoundly concerned at reports of Her Majesty s health.My thoughts and wishes are with the Queen and all of the Royal Family at this time.— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 8, 2022 Elísabet hefur haldið til í sumarbústað sínum í Balmoral síðan í júlí síðastliðnum. Bretland Kóngafólk Skotland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Þar segir að læknar hennar hafi áhyggjur af heilsu hennar hátignar og ráðlagt að hún verði áfram undir eftirliti. Drottningin er 96 ára gömul og hefur glímt við heilsuleysi síðustu mánuði, en hún greindist með Covid-19 í febrúar síðastliðinn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Karl Bretaprins og Camilla, eiginkona hans, séu stödd í Balmoral og að Vilhjálmur prins sé á leiðinni. Karl er fyrstur í röðinni til að erfa bresku krúnuna og Vilhjálmur annar í röðinni. Sömuleiðis eru önnur börn Elísabetar, þau Anna, Andrés og Játvarður, auk Harry prins og Meghan á leiðinni til Balmoral. A statement from Buckingham Palace:https://t.co/2x2oD289nL— The Royal Family (@RoyalFamily) September 8, 2022 Drottningin fundaði með þeim Boris Johnson og Liz Truss síðastliðinn þriðjudag, þar sem Johnson sagði formlega af sér embætti forsætisráðherra og Truss var skipuð í embættið. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega sjötíu ára valdatíð Elísabetar drottningar þar sem hún tók ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. Fréttir bárust svo af því í gær að Elísabet hafi hætt við að koma fram stafrænum fundi að ráðleggingum lækna. Truss og Sturgeon bregðst við Truss segir bresku þjóðina alla hafa áhyggjur af þeim fréttum sem hafi borist frá Buckingham-höll í hádeginu. Hugur hennar – og þjóðarinnar allrar – sé hjá Elísabetu og fjölskyldu hennar. The whole country will be deeply concerned by the news from Buckingham Palace this lunchtime.My thoughts - and the thoughts of people across our United Kingdom - are with Her Majesty The Queen and her family at this time.— Liz Truss (@trussliz) September 8, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tekur í svipaðan streng og segir að allir hafi áhyggjur vegna fréttanna af heilsu drottningarinnar. All of us are feeling profoundly concerned at reports of Her Majesty s health.My thoughts and wishes are with the Queen and all of the Royal Family at this time.— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 8, 2022 Elísabet hefur haldið til í sumarbústað sínum í Balmoral síðan í júlí síðastliðnum.
Bretland Kóngafólk Skotland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira