„Ég er mættur til að drepa drottninguna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2022 13:57 Jaswant Singh Chail ætlaði að myrða hina 96 ára gömlu drottningu til að hefna fyrir fjöldamorð breskra hermanna í Indlandi árið 1919. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Maður sem handtekinn var við Windsor-kastala í Englandi á jóladag í fyrra, sagðist ætla að drepa Elísabetu drottningu. Maðurinn, sem heitir Jaswant Singh Chail og er tvítugur, var með grímu og vopnaður lásboga. Öryggisverðir stöðvuðu hann þegar hann reyndi að komast inn í kastalann. Það var eftir að hann sást á lóð kastalans, á svæði þar sem hann er sagður hafa haft aðgang að híbýlum konungsfjölskyldunnar. Elísabet var þá stödd í kastalanum. Með henni var Karl Bretaprins og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar. Öryggisvörður sem sá hann, spurði hvort hann gæti aðstoðað hann og þá mun Chail hafa svarað: „Ég er mættur til að drepa drottninguna.“ Við það dró öryggisvörðurinn upp rafmagnsbyssu og skipaði Chail að leggjast í jörðinni, sem hann gerði. Við húsleit fundust munir heima hjá honum sem sýndu að hann hafði áður sótt um vinnu hjá varnarmálaráðuneytinu og hernum, með því markmiði að komast nálægt konungsfjölskyldunni. Frá hátíðarhöldum í sumar, þegar fagnað var upp á 70 ára valdatíð Elísabetar. Windsor-kastali sést í bakgrunni myndarinnar.EPA/NEIL HALL Reyndi áður að komast nær konungsfjölskyldunni Chail er sakaður um að hafa ætlað sér að myrða meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar og er sagður hafa varið mánuðum í að skipuleggja morðið. Áður en hann lagði af stað þennan dag tók Chail upp myndband þar sem hann sagðist leiður yfir því sem hann þyrfti að gera en hann ætlaði sér að ráða drottninguna af dögum, samkvæmt frétt Reuters. Chail sagði það vera hefnd fyrir atvik frá 1919 þegar breskir hermenn skutu nærri því 400 síka til bana í norðanverðu Indlandi. Fólkið var óvopnað og var að mótmæla yfirráðum Breta yfir Indlandi. Indverjar hafa lengi krafist afsökunar frá Bretum vegna fjöldamorðsins. Hann sagðist einnig ætla að hefna allra þeirra síka sem hefðu orðið fyrir mismunun eða ofbeldi vegna kynþáttar þeirra. Frá því hann var handtekinn hefur Chail verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun en en réttarhöldin gegn honum hófust í dag. Hann ræddi við dómara í gegnum fjarfundarbúnað en tók ekki afstöðu til sakarefnisins. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferðin mun hefjast. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. 14. júlí 2022 12:49 Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13. júní 2022 07:37 Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Öryggisverðir stöðvuðu hann þegar hann reyndi að komast inn í kastalann. Það var eftir að hann sást á lóð kastalans, á svæði þar sem hann er sagður hafa haft aðgang að híbýlum konungsfjölskyldunnar. Elísabet var þá stödd í kastalanum. Með henni var Karl Bretaprins og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar. Öryggisvörður sem sá hann, spurði hvort hann gæti aðstoðað hann og þá mun Chail hafa svarað: „Ég er mættur til að drepa drottninguna.“ Við það dró öryggisvörðurinn upp rafmagnsbyssu og skipaði Chail að leggjast í jörðinni, sem hann gerði. Við húsleit fundust munir heima hjá honum sem sýndu að hann hafði áður sótt um vinnu hjá varnarmálaráðuneytinu og hernum, með því markmiði að komast nálægt konungsfjölskyldunni. Frá hátíðarhöldum í sumar, þegar fagnað var upp á 70 ára valdatíð Elísabetar. Windsor-kastali sést í bakgrunni myndarinnar.EPA/NEIL HALL Reyndi áður að komast nær konungsfjölskyldunni Chail er sakaður um að hafa ætlað sér að myrða meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar og er sagður hafa varið mánuðum í að skipuleggja morðið. Áður en hann lagði af stað þennan dag tók Chail upp myndband þar sem hann sagðist leiður yfir því sem hann þyrfti að gera en hann ætlaði sér að ráða drottninguna af dögum, samkvæmt frétt Reuters. Chail sagði það vera hefnd fyrir atvik frá 1919 þegar breskir hermenn skutu nærri því 400 síka til bana í norðanverðu Indlandi. Fólkið var óvopnað og var að mótmæla yfirráðum Breta yfir Indlandi. Indverjar hafa lengi krafist afsökunar frá Bretum vegna fjöldamorðsins. Hann sagðist einnig ætla að hefna allra þeirra síka sem hefðu orðið fyrir mismunun eða ofbeldi vegna kynþáttar þeirra. Frá því hann var handtekinn hefur Chail verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun en en réttarhöldin gegn honum hófust í dag. Hann ræddi við dómara í gegnum fjarfundarbúnað en tók ekki afstöðu til sakarefnisins. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferðin mun hefjast.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. 14. júlí 2022 12:49 Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13. júní 2022 07:37 Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. 14. júlí 2022 12:49
Hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall. 13. júní 2022 07:37
Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31