Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Afþakka jólatré númer 50 frá Noregi

Samþykkt var í bæjarráði Garðabæjar í gær að afþakka jólatré frá vinabænum Asker í Noregi. Hefð var fyrir því síðastliðin 49 ár að Asker gæfi vinabæ sínum stórt og íburðarmikið jólatré sem staðið hefur á Garðatorgi.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylkingar nánast jafnt

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru stærstu flokkarnir samkvæmt nýrri könnun en mjög dregur saman með þeim. Fjórir flokkar koma í hnapp þar á eftir. Framsókn virðist ekki ætla að ná vopnum sínum. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist nú rúmum 13 prósentustigum undir kjörfylgi.

Innlent
Fréttamynd

FH-ingar fagna stórafmæli

Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) var stofnað þennan dag árið 1929 og fagnar því 90 ára afmæli sínu. Haldið verður upp á tímamótin 26. október með pompi og prakt.

Lífið
Fréttamynd

Mikið framboð hér á kókaíni

Verð á kókaíni hefur lækkað frá 2017 og innlögnum á Vog vegna kókaínfíknar fjölgað. Læknir á Vogi segir mikið framboð þýða að fleiri prófi. Formaður Flokks fólksins segir kókaín nú sterkara efni en áður.

Innlent
Fréttamynd

Hollasta græn­metið

Næringarráðgjafinn Jayne Leonard birti lista yfir 15 hollustu grænmetistegundirnar á læknafréttasíðunni Medical News Today. Þar tekur hún fram að það að borða grænmeti sé ein einfaldasta leiðin til að bæta heilsu og almenna vellíðan.

Matur
Fréttamynd

Hið alvarlega ójafnvægi sem hamlar framförum

Nýlega sat ég landsfund sveitarfélaga um jafnréttismál sem haldinn var í Garðabæ. Þetta var flottur landsfundur, þar voru 80 fulltrúar frá 30 sveitarfélögum sem hljómar vel, alveg þangað til að tekið er með í reikninginn að sveitarfélögin eru 72.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstrið og öfgahægrið stærst á Íslandi

Niðurstöður pólsku þingkosninganna á Íslandi voru töluvert frábrugðnar heildarniðurstöðunni. Vinstrimenn og öfgahægrimenn fengu góða kosningu en stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti var Pólverjum á Íslandi síður að skapi.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfisuppeldi í Hveragerði gengur vel

Árlega semur Hveragerðisbær við börn í grunnskóla bæjarins um að tína rusl á völdum svæðum. Verkefnið hefur gefið góða raun og vakið krakkana til umhugsunar um umhverfismál. Að launum fá börnin styrk upp í skólaferðalag.

Innlent
Fréttamynd

Gjörðir hafa afleiðingar

Verstu afleiðingar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga bandarískt herlið frá norðurhluta Sýrlands virðast því miður ætla að raungerast.

Skoðun
Fréttamynd

Út yfir gröf og dauða

Frá vöggu til grafar gjöldum við ríkinu það sem ríkinu ber. Allt frá fyrstu bleyjukaupum foreldra okkar til síðustu ráðstafana barna okkar vegna andlátsins – skal greiddur skattur af því. Skatturinn fer aldrei í frí.

Skoðun
Fréttamynd

Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast

Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu.

Erlent
Fréttamynd

Laxeldi í sjó helsta ógn við villtan lax

Óháðir vísindamenn á vegum norskra yfirvalda segja laxeldi við strendur Noregs stærstu manngerðu ógnina við villtan lax. Formaður Landssambands veiðifélaga segir sama gilda hér. Forsvarsmaður laxeldis hér segir norskt og íslenskt laxeldi ósambærilegt.

Innlent
Fréttamynd

Lifi smekkleysan!

Valkyrjurnar eru mættar galvaskar, gallaðar og hlaðnar gervigimsteinum, ríðandi á hvítum uppblásnum einhyrningum inn í Tjarnarbíó til að segja áhorfendum söguna af kvenhetjunni Brynhildi

Gagnrýni
Fréttamynd

Einn maður – eitt atkvæði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, ritaði grein hér í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim "heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Farandverkamaður í stríði við algóryþmann

Menning er það sem fjölmiðlar nútímans vilja helst losna við af síðum sínum, segir skrifandi farandverkamaðurinn Ásgeir H. Ingólfsson sem ætlar að snúa vörn í sókn með vefritinu Menningarsmyglið og boðar í raun byltingu sem þegar er hafin með söfnun áskrifenda á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund.

Menning
Fréttamynd

Áheyrnarprufur

Leikfélagið Flannelpípur lýsir eftir 146 leikurum af öllum stærðum og gerðum fyrir glænýja uppsetningu á íslensku leikriti í Baðhúsinu á Fjólustræti.

Skoðun