Gjörðir hafa afleiðingar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. október 2019 07:00 Verstu afleiðingar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga bandarískt herlið frá norðurhluta Sýrlands virðast því miður ætla að raungerast. Fréttir hafa borist af því að fjöldi liðsmanna Íslamska ríkisins hafi sloppið úr fangabúðum þar sem hersveitir Kúrda hafa gætt þeirra. Kúrdar hafa þurft að færa hersveitir sem gæta liðsmanna Íslamska ríkisins til að mæta innrás Tyrkja. Það hefur svo aukið enn á glundroðann á svæðinu að Kúrdar hafa samþykkt aðstoð sýrlenska stjórnarhersins við að verjast innrásinni. Stríðsátök bitna alltaf verst á óbreyttum borgurum og þau átök sem nú eru hafin eru engin undantekning. Íbúar á þessu svæði hafa þurft að þola nóg á síðustu árum og vonin um varanlegan frið fjarlægist enn. Fregnir af falli óbreyttra borgara eru þegar farnar að berast og á annað hundrað þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Baráttan gegn Íslamska ríkinu kostaði margra ára blóðug átök. Þar gegndu hersveitir Kúrda lykilhlutverki og nutu aðstoðar Bandaríkjahers. Stjórnvöld þess sama ríkis hafa nú stefnt þeim ávinningi í voða. Þegar Íslamska ríkið stóð á hátindi sínum réð það yfir tæplega 90 þúsund ferkílómetra landsvæði en síðasta vígi þess féll í mars á þessu ári. Enn starfa þó hópar sem kenna sig við Íslamska ríkið víða um heim og atburðirnir nú gætu orðið til þess að efla þá. Alþjóðasamfélagið hefur frá því að síðasta vígi Íslamska ríkisins í Sýrlandi féll brugðist Kúrdum með því að veita ekki aðstoð með hina fangelsuðu vígamenn. Hafa ýmis ríki neitað að taka við ríkisborgurum sínum sem eru í haldi Kúrda. Aðgerðir Tyrkja og yfirlýsingar Erdogans forseta hafa vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Trump hefur boðað viðskiptaþvinganir en óvíst er að þær hafi einhver áhrif. Íslensk stjórnvöld geta og eiga að fordæma innrás Tyrkja með skýrari hætti en gert hefur verið eins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í gær. Það er afar einkennileg staða sem upp er komin innan NATO þegar eitt aðildarríkjanna hagar sér með þessum hætti. Þótt Tyrkir sjálfir beri auðvitað höfuðsökina er ekki hægt að horfa fram hjá þætti Bandaríkjaforseta í þeirri stöðu sem upp er komin. Hann hefur sagst vilja koma Bandaríkjunum út úr endalausum stríðsátökum. Staðreyndin er sú að í Sýrlandi voru staðsettir um eitt þúsund bandarískir hermenn. Hlutverk þeirra hefur fyrst og fremst verið að þjálfa og aðstoða bandamenn sína en ekki að taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum. Það voru sveitir Kúrda sem báru hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Trump verður að átta sig á afleiðingum þess að snúa baki við bandamönnum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Verstu afleiðingar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga bandarískt herlið frá norðurhluta Sýrlands virðast því miður ætla að raungerast. Fréttir hafa borist af því að fjöldi liðsmanna Íslamska ríkisins hafi sloppið úr fangabúðum þar sem hersveitir Kúrda hafa gætt þeirra. Kúrdar hafa þurft að færa hersveitir sem gæta liðsmanna Íslamska ríkisins til að mæta innrás Tyrkja. Það hefur svo aukið enn á glundroðann á svæðinu að Kúrdar hafa samþykkt aðstoð sýrlenska stjórnarhersins við að verjast innrásinni. Stríðsátök bitna alltaf verst á óbreyttum borgurum og þau átök sem nú eru hafin eru engin undantekning. Íbúar á þessu svæði hafa þurft að þola nóg á síðustu árum og vonin um varanlegan frið fjarlægist enn. Fregnir af falli óbreyttra borgara eru þegar farnar að berast og á annað hundrað þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Baráttan gegn Íslamska ríkinu kostaði margra ára blóðug átök. Þar gegndu hersveitir Kúrda lykilhlutverki og nutu aðstoðar Bandaríkjahers. Stjórnvöld þess sama ríkis hafa nú stefnt þeim ávinningi í voða. Þegar Íslamska ríkið stóð á hátindi sínum réð það yfir tæplega 90 þúsund ferkílómetra landsvæði en síðasta vígi þess féll í mars á þessu ári. Enn starfa þó hópar sem kenna sig við Íslamska ríkið víða um heim og atburðirnir nú gætu orðið til þess að efla þá. Alþjóðasamfélagið hefur frá því að síðasta vígi Íslamska ríkisins í Sýrlandi féll brugðist Kúrdum með því að veita ekki aðstoð með hina fangelsuðu vígamenn. Hafa ýmis ríki neitað að taka við ríkisborgurum sínum sem eru í haldi Kúrda. Aðgerðir Tyrkja og yfirlýsingar Erdogans forseta hafa vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Trump hefur boðað viðskiptaþvinganir en óvíst er að þær hafi einhver áhrif. Íslensk stjórnvöld geta og eiga að fordæma innrás Tyrkja með skýrari hætti en gert hefur verið eins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í gær. Það er afar einkennileg staða sem upp er komin innan NATO þegar eitt aðildarríkjanna hagar sér með þessum hætti. Þótt Tyrkir sjálfir beri auðvitað höfuðsökina er ekki hægt að horfa fram hjá þætti Bandaríkjaforseta í þeirri stöðu sem upp er komin. Hann hefur sagst vilja koma Bandaríkjunum út úr endalausum stríðsátökum. Staðreyndin er sú að í Sýrlandi voru staðsettir um eitt þúsund bandarískir hermenn. Hlutverk þeirra hefur fyrst og fremst verið að þjálfa og aðstoða bandamenn sína en ekki að taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum. Það voru sveitir Kúrda sem báru hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Trump verður að átta sig á afleiðingum þess að snúa baki við bandamönnum sínum.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun