Mikið framboð hér á kókaíni Ari Brynjólfsson skrifar 15. október 2019 08:00 Lögregla hefur lagt hald á rúm 30 kíló af kókaíni á árinu. Fréttablaðið/Anton Verð á kókaíni hefur lækkað frá 2017 og innlögnum á Vog vegna kókaínfíknar fjölgað. Læknir á Vogi segir mikið framboð þýða að fleiri prófi. Formaður Flokks fólksins segir kókaín nú sterkara efni en áður. „Efnið er miklu sterkara en það sem við höfum áður þekkt og þó það sé búið að haldleggja hátt í 40 kíló þá hækkar ekki verðið sem segir okkur að það sé nóg framboð,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún var málshefjandi í sérstökum umræðum á þingi í gær um fíkniefnafaraldur á Íslandi, til andsvara var Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Alls hefur verið lagt hald á þrjátíu kíló af kókaíni við innflutning til landsins það sem af er árinu. Er um að ræða gríðarlega aukningu frá því sem áður var.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ.Verð á kókaíni hefur lækkað nokkuð frá árslokum 2017 til dagsins í dag samkvæmt tölum SÁÁ. Einnig hefur verð á öðrum fíkniefnum lækkað en ekki jafn skarpt og á kókaíni. Til dæmis lækkaði verð á e-?töflu úr 2.000 krónum í 1.400 krónur á sama tíma og verð á grammi af kókaíni fór úr 18.000 krónum niður í 13.700 krónur. Grammið af amfetamíni fór þá úr 3.900 niður í 3.200 krónur og verð á grammi af marijúana stendur nánast í stað í 2.700 krónum. Fram kom í máli Svandísar að fjöldi sjúklinga sem leita á Vog vegna amfetamínnotkunar hafi haldist stöðugur á síðustu árum. „Hins vegar hefur innlögnum vegna kókaínfíknar fjölgað og árið 2018 var 51 prósent af innlögnum tilkomið vegna örvandi vímuefnafíknar.“ Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir mikið framboð á kókaíni um þessar mundir. „Þegar framboðið er mikið þá lækkar verðið, þá komast fleiri í þetta. Það eru sífellt yngri að nota þetta og fólk sem hefði aldrei notað þetta ef það væri ekki verið að bjóða þetta alls staðar. Fólk fer á klósettið á skemmtistað, þá er fólk þar með kókaín í lyklinum að bjóða hvert öðru,“ segir Víðir. „Þegar verðið er að lækka þá geta krakkar með litlar tekjur allt í einu haft efni á að kaupa kókaín.“ Þá hefur styrkleiki efnanna einnig aukist töluvert að undanförnu. Víðir segir lítinn mun orðinn á neytanda og seljanda þegar kemur að kókaíni. „Þeir sem nota mikið kókaín eru flestir líka að selja kókaín. Þetta er eins og Tupperware, þú ert að nota þetta og selja þetta líka.“ Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir eftirspurn eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog fara vaxandi á sama tíma og afköstin eru stöðug í rúmlega 2.200 innritunum á ári. „Síðustu þrjú ár hefur vímuefnaneysla í æð vaxið mjög, fjölgað í hópi nýrra sprautuneytenda og fjölgað innlögnum alls hópsins sem er áberandi veikur,“ segir hann. Arnþór kallar eftir samstarfi SÁÁ, heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda og sveitarstjórna um gerð áætlunar um stækkun sjúkrahússins Vogs og fjölgun úrræða sem taka við fólki sem er að ljúka meðferð. „Útrýma þarf húsnæðisvanda þessa sjúklingahóps með stórhuga aðgerðum og bæta þarf félagslega stöðu með markvissum þverfaglegum stuðningi eftir meðferð. Framtíðarfræðingarnir okkar á Alþingi Íslendinga þurfa að skoða hvernig koma má þessu unga fólki til virkni.“ Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Talin hafa sent átta burðardýr til landsins með kókaín í nærbuxunum Rússneskt par hefur verið ákært fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fengið átta einstaklinga til að flytja inn tvö og hálft kíló af kókaíni innanklæða í nærbuxum þeirra. 5. júlí 2019 15:51 Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. 23. september 2019 19:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Verð á kókaíni hefur lækkað frá 2017 og innlögnum á Vog vegna kókaínfíknar fjölgað. Læknir á Vogi segir mikið framboð þýða að fleiri prófi. Formaður Flokks fólksins segir kókaín nú sterkara efni en áður. „Efnið er miklu sterkara en það sem við höfum áður þekkt og þó það sé búið að haldleggja hátt í 40 kíló þá hækkar ekki verðið sem segir okkur að það sé nóg framboð,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún var málshefjandi í sérstökum umræðum á þingi í gær um fíkniefnafaraldur á Íslandi, til andsvara var Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Alls hefur verið lagt hald á þrjátíu kíló af kókaíni við innflutning til landsins það sem af er árinu. Er um að ræða gríðarlega aukningu frá því sem áður var.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ.Verð á kókaíni hefur lækkað nokkuð frá árslokum 2017 til dagsins í dag samkvæmt tölum SÁÁ. Einnig hefur verð á öðrum fíkniefnum lækkað en ekki jafn skarpt og á kókaíni. Til dæmis lækkaði verð á e-?töflu úr 2.000 krónum í 1.400 krónur á sama tíma og verð á grammi af kókaíni fór úr 18.000 krónum niður í 13.700 krónur. Grammið af amfetamíni fór þá úr 3.900 niður í 3.200 krónur og verð á grammi af marijúana stendur nánast í stað í 2.700 krónum. Fram kom í máli Svandísar að fjöldi sjúklinga sem leita á Vog vegna amfetamínnotkunar hafi haldist stöðugur á síðustu árum. „Hins vegar hefur innlögnum vegna kókaínfíknar fjölgað og árið 2018 var 51 prósent af innlögnum tilkomið vegna örvandi vímuefnafíknar.“ Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir mikið framboð á kókaíni um þessar mundir. „Þegar framboðið er mikið þá lækkar verðið, þá komast fleiri í þetta. Það eru sífellt yngri að nota þetta og fólk sem hefði aldrei notað þetta ef það væri ekki verið að bjóða þetta alls staðar. Fólk fer á klósettið á skemmtistað, þá er fólk þar með kókaín í lyklinum að bjóða hvert öðru,“ segir Víðir. „Þegar verðið er að lækka þá geta krakkar með litlar tekjur allt í einu haft efni á að kaupa kókaín.“ Þá hefur styrkleiki efnanna einnig aukist töluvert að undanförnu. Víðir segir lítinn mun orðinn á neytanda og seljanda þegar kemur að kókaíni. „Þeir sem nota mikið kókaín eru flestir líka að selja kókaín. Þetta er eins og Tupperware, þú ert að nota þetta og selja þetta líka.“ Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir eftirspurn eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog fara vaxandi á sama tíma og afköstin eru stöðug í rúmlega 2.200 innritunum á ári. „Síðustu þrjú ár hefur vímuefnaneysla í æð vaxið mjög, fjölgað í hópi nýrra sprautuneytenda og fjölgað innlögnum alls hópsins sem er áberandi veikur,“ segir hann. Arnþór kallar eftir samstarfi SÁÁ, heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda og sveitarstjórna um gerð áætlunar um stækkun sjúkrahússins Vogs og fjölgun úrræða sem taka við fólki sem er að ljúka meðferð. „Útrýma þarf húsnæðisvanda þessa sjúklingahóps með stórhuga aðgerðum og bæta þarf félagslega stöðu með markvissum þverfaglegum stuðningi eftir meðferð. Framtíðarfræðingarnir okkar á Alþingi Íslendinga þurfa að skoða hvernig koma má þessu unga fólki til virkni.“
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Talin hafa sent átta burðardýr til landsins með kókaín í nærbuxunum Rússneskt par hefur verið ákært fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fengið átta einstaklinga til að flytja inn tvö og hálft kíló af kókaíni innanklæða í nærbuxum þeirra. 5. júlí 2019 15:51 Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. 23. september 2019 19:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Talin hafa sent átta burðardýr til landsins með kókaín í nærbuxunum Rússneskt par hefur verið ákært fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fengið átta einstaklinga til að flytja inn tvö og hálft kíló af kókaíni innanklæða í nærbuxum þeirra. 5. júlí 2019 15:51
Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11
Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. 23. september 2019 19:15