Íslandsvinir

Fréttamynd

Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi

Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni.

Lífið
Fréttamynd

Michelle Yeoh spókar sig um á Íslandi

Tökur fyrir Netflix-þættina Witcher: Blood Origin hófust hér á landi í dag. Leikarar og aðrir sem koma að þáttunum, þar á meðal leikkonan Michelle Yeoh, hafa birt fjölda mynda frá Íslandi á samfélagmiðlum sínum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Emma Wat­son á Ís­landi

Leikkonan og aðgerðasinninn Emma Watson er stödd á Íslandi og sást til hennar á röltinu í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Lífið
Fréttamynd

Jay-Z og Beyoncé komu ekki með vélinni

Rapparinn Jay-Z var ekki um borð í einka­þotunni sem lenti á Reykja­víkur­flug­velli í dag. Rapparinn vin­sæli ferðast iðu­lega um á þotunni en hún er merkt með í­þrótta­vöru­merkinu Puma, sem Jay-Z á í sam­starfi við auk þess sem skráningar­númer hennar vísar beint í rapparann.

Lífið
Fréttamynd

Lúxussnekkjan kveður Ísland

Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar.

Innlent
Fréttamynd

Dol­fallinn yfir gosinu í 60 Minu­tes

Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar.

Erlent
Fréttamynd

Blin­ken fundar með Guðna, Katrínu og Guð­laugi Þór

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem kom til landsins í gær, mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Með tárin í augunum á Húsavík

Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Lífið
Fréttamynd

Senegölsku systurnar fá ríkisborgararétt

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að senegölsku systurnar Elodie Marie og Régine Marthe Ndiaye fái ríkisborgararétt. Til stóð að vísa stúlkunum og foreldrum þeirra úr landi í haust eftir næstum sjö ára dvöl.

Innlent
Fréttamynd

Hofsá líklega skosk og íslenska fjallasýnin stafræn

Atriði í Netflix-þáttaröðinni The Crown, sem sýna Karl Bretaprins í veiðiferð í Hofsá í Vopnafirði, er ekki tekið upp við ána – og að öllum líkindum ekki einu sinni tekið upp á Íslandi, að sögn framkvæmdastjóra veiðiklúbbsins sem rekur Hofsá.

Innlent