Lífið

Tusse kynnti sig fyrir Gísla Marteini með íslenskri þýðingu nafnsins

Elísabet Hanna skrifar
Gísli Marteinn sá til þess að þýðing nafnsins komst til Tusse.
Gísli Marteinn sá til þess að þýðing nafnsins komst til Tusse. Samsett

Íslenskir netverjar veltu því fyrir sér um helgina hvort að sænski söngvarinn Tusse væri var um þýðingu nafnsins á íslensku og hefur Gísli Marteinn nú svarað þeirri stóru spurningu.

Gísli segist geta vottað fyrir það að söngvaranum sé fullkunnugt um hvaða þýðingu nafnið hafi á íslensku. Hann segist hafa sagt sænskum kollega sínum frá þýðingunni og daginn eftir hafi hann hitt Tusse og sem hafi þá kynnti sig með þýðingunni í stað upprunalega nafnsins.

Tusse var staddur hér á landi þar sem hann var með atriði í Söngvakeppni sjónvapsins. Þar söng hann lagið sitt Voices sem hann keppti með í Eurovision fyrir hönd Svía í fyrra. Hann hljóp í skarðið fyrir úkraínsku hljómsveitin Go_A sem átti upphaflega að vera með atriðið. Hann bar Úkraínu hlýjar kveðjur og er hugur hans hjá þeim. 


Tengdar fréttir

Daði Freyr og Tusse í dómnefnd Söngvakeppninnar

Eurovision fararnir Daði Freyr og Tusse eru meðal þeirra sem skipa dómnefndina fyrir úrslit Söngvakeppninnar en dómnefndin var kynnt í morgun. Báðir munu þeir einnig stíga á svið í kvöld en fimm lög keppa í úrslitunum. 

Tus­se stígur á svið fyrir Sví­þjóðar hönd

Tousin Tusse Chiza sigraði Söngvakeppni sænska sjónvarpsins, Melodifestivalen, í kvöld með laginu Voices og mun hann keppa fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision í Rotterdam í maí. Tusse hlaut tíu stigum meira en Eric Saade, sem gerði garðinn frægan þegar hann sigraði Eurovision með laginu Popular árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.