Íslandsvinur frá Tonga biður fólk um að rétta fram hjálparhönd Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. janúar 2022 23:00 Pita kom til Íslands og tók þátt í skíðagöngu á Ísafirði fyrir Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu. Hann segir að aftakaveður hafi verið en vill ólmur koma aftur til Íslands. Pita Taufatofua Íslandsvinur frá Tonga segir afar erfitt að horfa upp á alla þá eyðileggingu sem hafi átt sér stað í heimalandinu í kjölfar eldgossins þar fyrr í þessum mánuði. Hann segir gríðarlegan skort ríkja og hvetur Íslendinga, og heimsbyggðina alla, til að rétta fram hjálparhönd. Pita Taufatofua vakti athygli hér á landi þegar hann mætti skyndilega á Ísafjörð fyrir sléttum þremur árum til þess að spreyta sig á alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum. Þá hafði hann aðeins æft skíðaíþróttina í rúmt ár en komst engu að síður á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu það árið. Snjónum er hann ekki vanur, enda frá lítilli eyju í Kyrrahafi. Eyju sem ekki margir hafa heyrt um fyrr en nú, eftir að eitt öflugasta sprengigos síðustu þriggja áratuga braust út. „Ég á fjölskyldu á Tongatapu og einnig á Ha'afeva en Ha'afeva-eyjarnar urðu verst úti í gosinu. Faðir minn býr þar og er landsstjóri. Hann hvarf í eina viku en náði að komast til baka og er kominn til starfa,“ segir Pita í samtali við fréttastofu. Flóðbylgja skall á eyríkinu í kjölfar gossins og allir sæstrengir rofnuðu, þannig að íbúar hafa nær algjörlega verið aftengdir umheiminum. Sjálfur er Pita búsettur í Ástralíu en náði stuttlega tali af föður sínum. „Ég náði að tala við hann í 45 sekúndur. Hann komst í gervihnattasíma en sambandið var slitrótt allan tímann. Annars hef ég aðeins náð að tala við aðra úr fjölskyldunni í gegnum einu nettenginguna sem er í háskólanum, en hún er mjög hæg og léleg.“ Pita segir það erfitt að vera fjarri vinum og fjölskyldu en vill leggja sitt af mörkum til þess að leggja þeim lið og hefur hrundið af stað fjáröflun með það að markmiði að endurbyggja skóla og sjúkrahús. Ein milljón ástralskra dollara er markmiðið, eða rúmar níutíu milljónir íslenskra króna. Þá reynir hann einnig að koma brauði til samlanda sinna. „Á Tonga er brauð í hávegum haft. Það gefur magafylli og menn snæða það í morgunmat og kvöldmat þegar engan annan mat er að fá. Brauðið er alltaf til staðar og við erum að fjármagna grunnþarfir fólksins.“ View this post on Instagram A post shared by Pita Taufatofua (@pita_tofua) Íslendingar þeir vingjarnlegustu sem hann hefur hitt Aðeins einn hefur greinst með kórónuveiruna á Tonga frá upphafi faraldursins. Sá var í einangrun og smitaði ekki út frá sér. Engum er hleypt inn í landið, þrátt fyrir að eyðilegging sé mikil og að hjálpar sé þörf. Pita ætlar að fara heim til Tonga um leið og landamærin verða opnuð, hitta fjölskyldu sína og vini og taka þátt í hjálparstarfi. Síðan langar hann líka að heimsækja Ísland aftur – en þó ekki í aftakaveðri líkt og síðast. „Mig langar að ferðast um og skoða landið, upplifa fegurðina og náttúruna, því við höfðum ekki tíma til þess síðast þegar okkar eina markmið var að ná Ólympíulágmarkinu. En það sem gladdi okkur mest var hve vingjarnlegir Íslendingar voru, vingjarnlegasta fólk sem við höfum hitt.“ Tonga Íslandsvinir Hjálparstarf Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Pita Taufatofua vakti athygli hér á landi þegar hann mætti skyndilega á Ísafjörð fyrir sléttum þremur árum til þess að spreyta sig á alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum. Þá hafði hann aðeins æft skíðaíþróttina í rúmt ár en komst engu að síður á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu það árið. Snjónum er hann ekki vanur, enda frá lítilli eyju í Kyrrahafi. Eyju sem ekki margir hafa heyrt um fyrr en nú, eftir að eitt öflugasta sprengigos síðustu þriggja áratuga braust út. „Ég á fjölskyldu á Tongatapu og einnig á Ha'afeva en Ha'afeva-eyjarnar urðu verst úti í gosinu. Faðir minn býr þar og er landsstjóri. Hann hvarf í eina viku en náði að komast til baka og er kominn til starfa,“ segir Pita í samtali við fréttastofu. Flóðbylgja skall á eyríkinu í kjölfar gossins og allir sæstrengir rofnuðu, þannig að íbúar hafa nær algjörlega verið aftengdir umheiminum. Sjálfur er Pita búsettur í Ástralíu en náði stuttlega tali af föður sínum. „Ég náði að tala við hann í 45 sekúndur. Hann komst í gervihnattasíma en sambandið var slitrótt allan tímann. Annars hef ég aðeins náð að tala við aðra úr fjölskyldunni í gegnum einu nettenginguna sem er í háskólanum, en hún er mjög hæg og léleg.“ Pita segir það erfitt að vera fjarri vinum og fjölskyldu en vill leggja sitt af mörkum til þess að leggja þeim lið og hefur hrundið af stað fjáröflun með það að markmiði að endurbyggja skóla og sjúkrahús. Ein milljón ástralskra dollara er markmiðið, eða rúmar níutíu milljónir íslenskra króna. Þá reynir hann einnig að koma brauði til samlanda sinna. „Á Tonga er brauð í hávegum haft. Það gefur magafylli og menn snæða það í morgunmat og kvöldmat þegar engan annan mat er að fá. Brauðið er alltaf til staðar og við erum að fjármagna grunnþarfir fólksins.“ View this post on Instagram A post shared by Pita Taufatofua (@pita_tofua) Íslendingar þeir vingjarnlegustu sem hann hefur hitt Aðeins einn hefur greinst með kórónuveiruna á Tonga frá upphafi faraldursins. Sá var í einangrun og smitaði ekki út frá sér. Engum er hleypt inn í landið, þrátt fyrir að eyðilegging sé mikil og að hjálpar sé þörf. Pita ætlar að fara heim til Tonga um leið og landamærin verða opnuð, hitta fjölskyldu sína og vini og taka þátt í hjálparstarfi. Síðan langar hann líka að heimsækja Ísland aftur – en þó ekki í aftakaveðri líkt og síðast. „Mig langar að ferðast um og skoða landið, upplifa fegurðina og náttúruna, því við höfðum ekki tíma til þess síðast þegar okkar eina markmið var að ná Ólympíulágmarkinu. En það sem gladdi okkur mest var hve vingjarnlegir Íslendingar voru, vingjarnlegasta fólk sem við höfum hitt.“
Tonga Íslandsvinir Hjálparstarf Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira