Heimsókn krónprinsins, utanríkisráðherrans og annarra í dönsku sendinefndinni stendur í tvo daga.
Sendinefndin mun meðal annars funda með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, íslenskum ráðherrum og aðilum í íslensku atvinnulífi. Mun krónprinsinn og föruneyti hans meðal annars heimsækja Hellisheiðarvirkjun og danska varðskiptið HDMS Triton sem liggur nú við höfn í Reykjavík.
Krónprinsinn snýr aftur heim til Danmerkur á morgun, en Kofod mun svo sækja ráðstefnuna Hringborð norðurslóða í Hörpu þar sem hann flytur ræðu á fyrsta degi ráðstefnunnar.
Þau dönsku fyrirtæki sem senda fulltrúa til landsins eru Vestas, Siemens Gamesa, Haldor Topsøe, Hitachi ABB Power Grids Denmark, Copenhagen Infrastructure Partners, Kamstrup, NKT, Burmeister & Wain Scandinavian Contractor, Per Aarsleff, Nukissiorfiit og State of Green.